Íslendingar borða mest af dýraafurðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. maí 2023 13:11 Hver Íslendingur borðar að meðaltali rúmlega 170 grömm af kjöti á dag. Nærri helmingur kaloríuinntöku Íslendinga kemur frá dýraafurðum. Neysla sjávarafurða spilar þar stóra rullu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bresku dýraverndarsamtakanna Compassion in World Farming. Forsvarsmenn samtakanna telja neyslu dýraafurða slæma, bæði vegna meðferð dýranna en einnig vegna áhrifa á fólk og umhverfið. Í skýrslunni er meðal annars bent á að dýrum er gefið 70 prósent af sýklalyfjaframleiðslu heimsins sem orsaki svo sýklalyfjaónæmi í fólki. Milljónir látist vegna þessa á ári hverju. Þá komi 81 prósent af útblæstri ammoníaks heimsins frá framleiðslu dýraafurða. Fiskurinn stór breyta 45 prósent af þeim kaloríum sem Íslendingar innbyrða koma frá dýraafurðum. Eina aðra þjóðin sem nær 40 prósentum eru Finnar. Stóra breytan í neyslu Íslendinga eru sjávarafurðir. Hver Íslendingur neytir að meðaltali 123,2 grömmum af sjávarafurðum á dag, það mesta í heimi. Eina þjóðin sem borðar viðlíka mikið af sjávarafurðum eru íbúar Maldiví eyja í Indlandshafi. Þá borða Íslendingar 595 grömm af mjólkurafurðum á dag, 170,3 grömm af kjöti og 30,7 grömm af eggjum. Mestu kjötæturnar eru Bandaríkjamenn sem innbyrða 233,3 grömm á dag. Eina aðra þjóðin sem kemst yfir 200 grömmin eru Ástralar með 214,8 grömm. En Argentínumenn, Ísraelar og Spánverjar borða einnig mikið kjöt. Finnar bera af í neyslu mjólkurafurða, með næstum einn lítra á dag. Svartfellingar, Albanir, Hollendingar og Svisslendingar. Mexíkóar og Kínverjar eru hins vegar mestu eggjaæturnar. Langt frá heilbrigðisviðmiði Samkvæmt skýrslu EAT-Lancet um heilbrigð matvæli eiga dýraafurðir ekki að vera meira en 12 prósent af matardisknum. Flest ríki hins vestræna heims eru hins vegar mjög langt frá því að ná þessu markmiði. Íslendingar þurfa að minnka neyslu dýrafurða um 73 prósent, þar af minnka neyslu sjávarafurða um 77 prósent, til að ná viðmiði EAT-Lancet. Kjötneyslan þyrfti einnig að minnka um 75 prósent og mjólkur og eggjaneyslan um 58 prósent. Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bresku dýraverndarsamtakanna Compassion in World Farming. Forsvarsmenn samtakanna telja neyslu dýraafurða slæma, bæði vegna meðferð dýranna en einnig vegna áhrifa á fólk og umhverfið. Í skýrslunni er meðal annars bent á að dýrum er gefið 70 prósent af sýklalyfjaframleiðslu heimsins sem orsaki svo sýklalyfjaónæmi í fólki. Milljónir látist vegna þessa á ári hverju. Þá komi 81 prósent af útblæstri ammoníaks heimsins frá framleiðslu dýraafurða. Fiskurinn stór breyta 45 prósent af þeim kaloríum sem Íslendingar innbyrða koma frá dýraafurðum. Eina aðra þjóðin sem nær 40 prósentum eru Finnar. Stóra breytan í neyslu Íslendinga eru sjávarafurðir. Hver Íslendingur neytir að meðaltali 123,2 grömmum af sjávarafurðum á dag, það mesta í heimi. Eina þjóðin sem borðar viðlíka mikið af sjávarafurðum eru íbúar Maldiví eyja í Indlandshafi. Þá borða Íslendingar 595 grömm af mjólkurafurðum á dag, 170,3 grömm af kjöti og 30,7 grömm af eggjum. Mestu kjötæturnar eru Bandaríkjamenn sem innbyrða 233,3 grömm á dag. Eina aðra þjóðin sem kemst yfir 200 grömmin eru Ástralar með 214,8 grömm. En Argentínumenn, Ísraelar og Spánverjar borða einnig mikið kjöt. Finnar bera af í neyslu mjólkurafurða, með næstum einn lítra á dag. Svartfellingar, Albanir, Hollendingar og Svisslendingar. Mexíkóar og Kínverjar eru hins vegar mestu eggjaæturnar. Langt frá heilbrigðisviðmiði Samkvæmt skýrslu EAT-Lancet um heilbrigð matvæli eiga dýraafurðir ekki að vera meira en 12 prósent af matardisknum. Flest ríki hins vestræna heims eru hins vegar mjög langt frá því að ná þessu markmiði. Íslendingar þurfa að minnka neyslu dýrafurða um 73 prósent, þar af minnka neyslu sjávarafurða um 77 prósent, til að ná viðmiði EAT-Lancet. Kjötneyslan þyrfti einnig að minnka um 75 prósent og mjólkur og eggjaneyslan um 58 prósent.
Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent