Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2023 21:53 George Santos var baráttuglaður þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir að ákæran á hendur honum var tekin fyrir. Hann lét ekki mótmælendur sem sökuðu hann um lygar á sig fá. AP/Seth Wenig George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. Santos var handtekinn og ákæra á hendur honum opinberuð í dag. Hann er meðal annars ákærður fyrir að nota kosningasjóði sína til persónulegra nota, þiggja atvinnuleysisbætur sem hann átti ekki rétt á og að ljúga á hagsmunaskráningu. Saksóknarar segja hann sekan um fjársvik, peningaþvætti, þjófnað úr opinberum sjóðum og lygar í opinberri hagsmunaskrá. Eftir að Santos lýsti yfir sakleysi sínu í dag sleppti dómari honum gegn hálfrar milljónar dollara tryggingu, jafnvirði rúmra 68,5 milljóna íslenskra króna. Þingmaðurinn þurfti að skila inn vegabréfi sínu. Hann á yfir sér allt að tuttugu ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Þegar Santos ræddi við fréttamenn eftir þinghaldið kallað hann saksóknina „nornaveiðar“ sem hann ætlaði að berjast gegn, að sögn AP-fréttastofunnar. Sagðist hann ætla að snúa aftur til Washington-borgar og taka sæti sitt í fulltrúadeildinni. Kallað hefur verið eftir því að Santos verði vísað af þingi en leiðtogar repúblikana, sem eru með meirihluta í fulltrúadeildinni, hafa haldið að sér höndum til þessa. Þeir segja Santons saklausan þar til sekt hans er sönnuð. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í gær þegar fréttir um yfirvofandi ákæru á hendur Santos kvisuðust út að hann vildi kynna sér efni hennar áður en hann ákvæði hvort þingmanninum væri áfram sætt. Joe Biden Bandaríkjaforseti vildi ekki tjá sig um málið þegar hann var spurður þar sem hann yrði þá sakaður um afskipti á rannsókninni. Það væri í höndum þingsins sjálfs að ákveða hvort að rétt væri að reka Santos. Notaði kosningaframlög í hönnunarföt Santos náði kjöri fyrir repúblikana í einu kjördæma New York-ríkis síðasta haust. Eftir kosningarnar upplýsti New York Times að þingmannsefnið hefði logið nær öllu um starfsframa sinn og menntun. Síðar kom í ljós að Santos virtist hafa framið greiðslukortasvik og mögulega stolið fé úr dýragóðgerðasamtökum. Þrátt fyrir allt þetta tók Santos sæti á þingi í janúar. Hann afsalaði sér fljótlega nefndarsætum sem honum voru úthlutuð. Þingmanninum er meðal annars gefið að sök að safna framlögum frá stuðningsmönnum undir þeim formerkjum að þau rynnu í kosningasjóð hans. Í staðinn notaði hann félag sem tók við framlögunum sem persónulegan sparigrís sinn og eyddi fénu í hönnunarföt og afborgarnir af kreditkortum og bílaláni. Þá er hann sagður hafa logið á hagsmunaskráningu þingmanna og að þiggja atvinnuleysisbætur á sama tíma og hann var í stjórnunarstöðu hjá fjárfestingasjóði sem var lokað vegna ásakana um að hann stundaði pýramídasvik. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Erlent Fleiri fréttir Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Sjá meira
Santos var handtekinn og ákæra á hendur honum opinberuð í dag. Hann er meðal annars ákærður fyrir að nota kosningasjóði sína til persónulegra nota, þiggja atvinnuleysisbætur sem hann átti ekki rétt á og að ljúga á hagsmunaskráningu. Saksóknarar segja hann sekan um fjársvik, peningaþvætti, þjófnað úr opinberum sjóðum og lygar í opinberri hagsmunaskrá. Eftir að Santos lýsti yfir sakleysi sínu í dag sleppti dómari honum gegn hálfrar milljónar dollara tryggingu, jafnvirði rúmra 68,5 milljóna íslenskra króna. Þingmaðurinn þurfti að skila inn vegabréfi sínu. Hann á yfir sér allt að tuttugu ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Þegar Santos ræddi við fréttamenn eftir þinghaldið kallað hann saksóknina „nornaveiðar“ sem hann ætlaði að berjast gegn, að sögn AP-fréttastofunnar. Sagðist hann ætla að snúa aftur til Washington-borgar og taka sæti sitt í fulltrúadeildinni. Kallað hefur verið eftir því að Santos verði vísað af þingi en leiðtogar repúblikana, sem eru með meirihluta í fulltrúadeildinni, hafa haldið að sér höndum til þessa. Þeir segja Santons saklausan þar til sekt hans er sönnuð. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í gær þegar fréttir um yfirvofandi ákæru á hendur Santos kvisuðust út að hann vildi kynna sér efni hennar áður en hann ákvæði hvort þingmanninum væri áfram sætt. Joe Biden Bandaríkjaforseti vildi ekki tjá sig um málið þegar hann var spurður þar sem hann yrði þá sakaður um afskipti á rannsókninni. Það væri í höndum þingsins sjálfs að ákveða hvort að rétt væri að reka Santos. Notaði kosningaframlög í hönnunarföt Santos náði kjöri fyrir repúblikana í einu kjördæma New York-ríkis síðasta haust. Eftir kosningarnar upplýsti New York Times að þingmannsefnið hefði logið nær öllu um starfsframa sinn og menntun. Síðar kom í ljós að Santos virtist hafa framið greiðslukortasvik og mögulega stolið fé úr dýragóðgerðasamtökum. Þrátt fyrir allt þetta tók Santos sæti á þingi í janúar. Hann afsalaði sér fljótlega nefndarsætum sem honum voru úthlutuð. Þingmanninum er meðal annars gefið að sök að safna framlögum frá stuðningsmönnum undir þeim formerkjum að þau rynnu í kosningasjóð hans. Í staðinn notaði hann félag sem tók við framlögunum sem persónulegan sparigrís sinn og eyddi fénu í hönnunarföt og afborgarnir af kreditkortum og bílaláni. Þá er hann sagður hafa logið á hagsmunaskráningu þingmanna og að þiggja atvinnuleysisbætur á sama tíma og hann var í stjórnunarstöðu hjá fjárfestingasjóði sem var lokað vegna ásakana um að hann stundaði pýramídasvik.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Erlent Fleiri fréttir Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent