Vilja skilgreina Wagner-hópinn sem hryðjuverkasamtök Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 10. maí 2023 07:14 Franski þingmaðurinn Benjamin Haddad tilheyrir flokki Emmanuel Macron Frakklandsforseta. EPA Franska þingið hvetur til þess að Evrópusambandið skilgreini Wagner-málaliðahópinn sem hryðjuverkasamtök. Breskir miðlar segja að bresk stjórnvöld áformi að gera slíkt hið sama. Wagner málaliðarnir hafa tekið þátt einum hörðustu átökum Úkraínustríðsins til þessa, meðal annars í borginni Bakhmut. Þeim er stjórnað af Jevgení Prigozhin sem sagður er náinn Pútín Rússlandsforseta en í raun er um einkafyrirtæki að ræða. Franski þingmaðurinn Benjamin Haddad sagði franska þinginu við einróma samþykkt ályktunarinnar að hvar sem Wagner hópurinn kæmi að fylgi þeim morð og pyntingar. Hann sagði þá ekki aðeins drifna áfram af fjárhagslegum ávinningi, heldur styðji þeir við stefnu Pútíns Rússlandsforseta í heimsmálunum. Hópurinn hefur mikið látið til sín taka um allan heim síðustu ár, ekki síst í valdabaráttu í hinum ýmsu Afríkuríkjum. Verði Wagner hópurinn skilgreindur sem hryðjuverkasamtök er hægt að frysta eigur allra meðlima hópsins og þá verður öllum fyrirtækjum í Evrópu bannað að eiga í viðskiptum við hann. Prigozhin hefur reyndar fyrir löngu verið settur á alla slíka lista en þingmenn líta ekki síst til þess að slík hryðjuverkaskilgreining yrði táknræn. Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Stjórnvöld í Moskvu sögð láta undan hótunum Prigozhin Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins segir yfirvöld í Moskvu hafa fallist á kröfur um aukin skotfæri eftir að hann hótaði að draga menn sína frá borginni Bakhmut í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku. 7. maí 2023 12:20 Hótar að draga Wagner-liða frá Bakhmút Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn. 5. maí 2023 09:08 Hundrað þúsund rússneskir hermenn fallið eða særst síðan í desember Yfir tuttugu þúsund rússneskir hermenn hafa fallið og yfir áttatíu þúsund hafa særst frá því í desember síðastliðnum. Þetta fullyrða bandarísk yfirvöld. 2. maí 2023 10:56 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Wagner málaliðarnir hafa tekið þátt einum hörðustu átökum Úkraínustríðsins til þessa, meðal annars í borginni Bakhmut. Þeim er stjórnað af Jevgení Prigozhin sem sagður er náinn Pútín Rússlandsforseta en í raun er um einkafyrirtæki að ræða. Franski þingmaðurinn Benjamin Haddad sagði franska þinginu við einróma samþykkt ályktunarinnar að hvar sem Wagner hópurinn kæmi að fylgi þeim morð og pyntingar. Hann sagði þá ekki aðeins drifna áfram af fjárhagslegum ávinningi, heldur styðji þeir við stefnu Pútíns Rússlandsforseta í heimsmálunum. Hópurinn hefur mikið látið til sín taka um allan heim síðustu ár, ekki síst í valdabaráttu í hinum ýmsu Afríkuríkjum. Verði Wagner hópurinn skilgreindur sem hryðjuverkasamtök er hægt að frysta eigur allra meðlima hópsins og þá verður öllum fyrirtækjum í Evrópu bannað að eiga í viðskiptum við hann. Prigozhin hefur reyndar fyrir löngu verið settur á alla slíka lista en þingmenn líta ekki síst til þess að slík hryðjuverkaskilgreining yrði táknræn.
Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Stjórnvöld í Moskvu sögð láta undan hótunum Prigozhin Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins segir yfirvöld í Moskvu hafa fallist á kröfur um aukin skotfæri eftir að hann hótaði að draga menn sína frá borginni Bakhmut í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku. 7. maí 2023 12:20 Hótar að draga Wagner-liða frá Bakhmút Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn. 5. maí 2023 09:08 Hundrað þúsund rússneskir hermenn fallið eða særst síðan í desember Yfir tuttugu þúsund rússneskir hermenn hafa fallið og yfir áttatíu þúsund hafa særst frá því í desember síðastliðnum. Þetta fullyrða bandarísk yfirvöld. 2. maí 2023 10:56 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Stjórnvöld í Moskvu sögð láta undan hótunum Prigozhin Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins segir yfirvöld í Moskvu hafa fallist á kröfur um aukin skotfæri eftir að hann hótaði að draga menn sína frá borginni Bakhmut í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku. 7. maí 2023 12:20
Hótar að draga Wagner-liða frá Bakhmút Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn. 5. maí 2023 09:08
Hundrað þúsund rússneskir hermenn fallið eða særst síðan í desember Yfir tuttugu þúsund rússneskir hermenn hafa fallið og yfir áttatíu þúsund hafa særst frá því í desember síðastliðnum. Þetta fullyrða bandarísk yfirvöld. 2. maí 2023 10:56