Erlent

Vilja skil­greina Wagner-hópinn sem hryðju­verka­sam­tök

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Franski þingmaðurinn Benjamin Haddad tilheyrir flokki Emmanuel Macron Frakklandsforseta.
Franski þingmaðurinn Benjamin Haddad tilheyrir flokki Emmanuel Macron Frakklandsforseta. EPA

Franska þingið hvetur til þess að Evrópusambandið skilgreini Wagner-málaliðahópinn sem hryðjuverkasamtök. Breskir miðlar segja að bresk stjórnvöld áformi að gera slíkt hið sama.

Wagner málaliðarnir hafa tekið þátt einum hörðustu átökum Úkraínustríðsins til þessa, meðal annars í borginni Bakhmut. Þeim er stjórnað af Jevgení Prigozhin sem sagður er náinn Pútín Rússlandsforseta en í raun er um einkafyrirtæki að ræða.

Franski þingmaðurinn Benjamin Haddad sagði franska þinginu við einróma samþykkt ályktunarinnar að hvar sem Wagner hópurinn kæmi að fylgi þeim morð og pyntingar. Hann sagði þá ekki aðeins drifna áfram af fjárhagslegum ávinningi, heldur styðji þeir við stefnu Pútíns Rússlandsforseta í heimsmálunum.

Hópurinn hefur mikið látið til sín taka um allan heim síðustu ár, ekki síst í valdabaráttu í hinum ýmsu Afríkuríkjum. Verði Wagner hópurinn skilgreindur sem hryðjuverkasamtök er hægt að frysta eigur allra meðlima hópsins og þá verður öllum fyrirtækjum í Evrópu bannað að eiga í viðskiptum við hann.

Prigozhin hefur reyndar fyrir löngu verið settur á alla slíka lista en þingmenn líta ekki síst til þess að slík hryðjuverkaskilgreining yrði táknræn.


Tengdar fréttir

Stjórnvöld í Moskvu sögð láta undan hótunum Prigozhin

Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins segir yfirvöld í Moskvu hafa fallist á kröfur um aukin skotfæri eftir að hann hótaði að draga menn sína frá borginni Bakhmut í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku.

Hótar að draga Wagner-liða frá Bak­hmút

Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×