Íslenski boltinn

Topp­liðið fær meistarana í heim­sókn og Lengju­deildar­lið fer á­fram

Sindri Sverrisson skrifar
Valskonur eiga titil að verja.
Valskonur eiga titil að verja. VÍSIR/VILHELM

Að minnsta kosti eitt lið úr næstefstu deild verður með í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta en það varð ljóst þegar dregið var í 16-liða úrslit í dag. Einn stórleikur er á dagskrá.

Stærsti leikurinn í 16-liða úrslitunum er án vafa á milli toppliðs Bestu deildarinnar, Þróttar, og ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Vals. Bæði lið hafa byrjað Íslandsmótið á að vinna fyrstu tvo leiki sína, ein liða.

Tveir aðrir úrvalsdeildarslagir eru í 16-liða úrslitunum því Tindastóll tekur á móti Selfossi og Keflavík mætir Þór/KA. Eini Lengjudeildarslagurinn er á milli KR og Víkings.

Leikið verður í 16-liða úrslitunum um hvítasunnuhelgina í lok þessa mánaðar.

16-liða úrslitin:

  • KR - Víkingur R.
  • ÍBV - Grindavík
  • Tindastóll - Selfoss
  • FHL - FH
  • Grótta - Stjarnan
  • Breiðablik - Fram
  • Keflavík - Þór/KA
  • Þróttur R. - Valur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×