Nagelsmann er án starfs en honum var sagt upp störfum hjá þýska stórveldinu Bayern Munchen fyrr á árinu.
Þjóðverjinn ku hafa átt í viðræðum við Chelsea sem síðan runnu út í sandinn en Sky greinir nú frá því að forráðamenn Tottenham hafi sett sig í samband við knattspyrnustjórann.
Þessi 35 ára gamli knattspyrnustjóri er sagður hafa áhuga á knattspyrnustjóra stöðunni hjá Tottenham en Bayern Munchen getur enn gert tilkall til þess að greitt sé fyrir hann ákveðið verð þó svo að hann starfi ekki lengur hjá félaginu.
Ryan Mason er núverandi bráðabirgðastjóri Tottenham sem tók á sínum tíma ákvörðun um að reka Antonio Conte úr starfi.