„Haaland er einstakur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2023 22:31 Pep var ánægður í leikslok. Vísir/Getty Erling Braut Haaland sló markametið í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar hann skoraði þrítugasta og fimmta mark sitt á leiktíðinni í 3-0 sigri Manchester City gegn West Ham. Pep Guardiola segir Norðmanninn einstakan leikmann. Manchester City tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildinnar á nýjan leik með öruggum 3-0 sigri á West Ham á heimavelli sínum í kvöld. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, var ánægður með sigurinn. „Allir leikir eru erfiðir, það var svo kalt og hvasst í dag. Við spiluðum ekki illa en strúkturinn á liðinu var ekki frábær. Við skoruðum ekki í upphafi en héldum áfram, ég er mjög ánægður nú þegar fimm leikir eru eftir,“ sagði Guardiola í viðtali við Sky eftir leik en öll mörk City í kvöld komu í síðari hálfleiknum. „Það er erfitt að brjóta West Ham niður. Við reyndum ólíkar aðferðir á hægri og vinstri kanti. Menn voru að tapa boltanum og virkuðu örvæntingarfullir og við þurftum að hætta því. Við bökkuðum aðeins í kvöld en ekki mikið og náðum að skapa færi. Þetta eru þrjú stig og við höldum áfram.“ „Þetta er ótrúlegt“ Erling Braut Haaland sló markamet ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði annað mark City í leiknum. Markið er það þrítugasta og fimmta hjá Norðmanninum á leiktíðinni og slær hann því met Alan Shearer og Andrew Cole sem mest höfðu skorað þrjátíu og fjögur mörk á einu tímabili. „Þetta er ótrúlegt. Hann hefur skorað svo mörk mikilvæg mörk til að vinna leiki, við erum svo ánægðir. Hann er einstök manneskja og hann er svo sérstakur. Hann átti heiðursvörð skilinn því þetta er ótrúlegt afrek. Einhvern annan dag gæti hann slegið sitt eigið met. Hann hefur skorað mörg mörk.“ Þriðja og síðasta mark City í kvöld var þúsundasta markið undir stjórn Guardiola sem tók við stjórn félagsins árið 2016. „Auðvitað er ég stoltur. Mark er skemmtilegt augnablik fyrir okkar stuðningsmenn og þeir hafa notið þess í þúsund skipti. Við höldum áfram.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland sló markametið þegar City hirti toppsætið á nýjan leik Norðmaðurinn Erling Braut Haaland sló markamet ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði annað mark Manchester City í öruggum sigri liðsins á West Ham í kvöld. City er efst í deildinni á nýjan leik. 3. maí 2023 21:04 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira
Manchester City tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildinnar á nýjan leik með öruggum 3-0 sigri á West Ham á heimavelli sínum í kvöld. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, var ánægður með sigurinn. „Allir leikir eru erfiðir, það var svo kalt og hvasst í dag. Við spiluðum ekki illa en strúkturinn á liðinu var ekki frábær. Við skoruðum ekki í upphafi en héldum áfram, ég er mjög ánægður nú þegar fimm leikir eru eftir,“ sagði Guardiola í viðtali við Sky eftir leik en öll mörk City í kvöld komu í síðari hálfleiknum. „Það er erfitt að brjóta West Ham niður. Við reyndum ólíkar aðferðir á hægri og vinstri kanti. Menn voru að tapa boltanum og virkuðu örvæntingarfullir og við þurftum að hætta því. Við bökkuðum aðeins í kvöld en ekki mikið og náðum að skapa færi. Þetta eru þrjú stig og við höldum áfram.“ „Þetta er ótrúlegt“ Erling Braut Haaland sló markamet ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði annað mark City í leiknum. Markið er það þrítugasta og fimmta hjá Norðmanninum á leiktíðinni og slær hann því met Alan Shearer og Andrew Cole sem mest höfðu skorað þrjátíu og fjögur mörk á einu tímabili. „Þetta er ótrúlegt. Hann hefur skorað svo mörk mikilvæg mörk til að vinna leiki, við erum svo ánægðir. Hann er einstök manneskja og hann er svo sérstakur. Hann átti heiðursvörð skilinn því þetta er ótrúlegt afrek. Einhvern annan dag gæti hann slegið sitt eigið met. Hann hefur skorað mörg mörk.“ Þriðja og síðasta mark City í kvöld var þúsundasta markið undir stjórn Guardiola sem tók við stjórn félagsins árið 2016. „Auðvitað er ég stoltur. Mark er skemmtilegt augnablik fyrir okkar stuðningsmenn og þeir hafa notið þess í þúsund skipti. Við höldum áfram.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland sló markametið þegar City hirti toppsætið á nýjan leik Norðmaðurinn Erling Braut Haaland sló markamet ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði annað mark Manchester City í öruggum sigri liðsins á West Ham í kvöld. City er efst í deildinni á nýjan leik. 3. maí 2023 21:04 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira
Haaland sló markametið þegar City hirti toppsætið á nýjan leik Norðmaðurinn Erling Braut Haaland sló markamet ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði annað mark Manchester City í öruggum sigri liðsins á West Ham í kvöld. City er efst í deildinni á nýjan leik. 3. maí 2023 21:04