„Það þýðir ekkert að semja við Rússa“ Máni Snær Þorláksson skrifar 2. maí 2023 10:54 Óskar Hallgrímsson ræddi um stöðuna í Úkraínu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bylgjan Óskar Hallgrímsson, sem búsettur er í Kyiv í Úkraínu, telur að stríðið í Úkraínu eigi eftir að klárast í ár eða á næsta ári. Hann telur að eina leiðin til að stríðið endi sé sú að Rússland gefist upp, það þýði ekki að semja við þá. Bandarísk stjórnvöld áætla að yfir tuttugu þúsund Rússar hafi fallið í bardögum í Úkraínu síðan í síðastliðnum desember. Þetta kom fram í máli talsmanns þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, John Kirby sem vísar í skjöl sem leynd var nýlega aflétt af. Hann segir ennfremur að talið sé að til viðbótar hafi um áttatíu þúsund hermenn særst í átökunum á sama tíma. „Það hallar svakalega á Rússa, það hallar ekki bara á þá aðeins, þeir eru algjörlega að henda fólki. Það virðist vera nánast engin virðing borin fyrir mannslífum,“ segir Óskar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um helmingur hinna föllnu kemur úr röðum Wagner málaliðasveitanna sem hafa háð harða bardaga um borgina Bakhmut í austurhluta landsins. Rússar hafa nú náð stærstum hluta Bakhmut á sitt vald en Úkraínumenn halda enn litlum hluta borgarinnar. Rússar sækja hart að þeim en mannfall í þeirra röðum hefur verið gífurlegt fyrir vikið. „Þeir eru að halda Rússunum inni í Bakhmut, þeir eru að hörfa en mjög hægt og mjög skipulagt. Hafa það þannig að þeir reyna að bjarga eins mikið af mannslífum og mögulegt er á meðan það er hægt að halda línunni. Það er bara staðan þar eins og hún er núna. Rússar eru að setja allt sem þeir geta í að reyna að taka þessa 10-15 metra á dag sem þeir eru að taka að meðaltali. Það veit enginn af hverju en þeir eru að gera það.“ Óskar segir Úkraínu nýta sér það að halda öllum sínum reyndu hermönnum á litlu svæði. Á endanum muni þó Bakhmut falla. „Því í rauninni er ekkert eftir af henni, því miður.“ Stríðið taki enda í ár eða á næsta ári Óskar er á því að stríðið eigi ekki eftir að standa yfir í mörg ár í viðbót. „Stríðið klárast að mínu mati persónulega á þessu ári eða á næsta ári. Ég skal allavega segja það að mesti bardaginn, þessi stóri, stóri bardagi - hann klárast á þessu ári,“ segir hann. „Ég er ekki sérfræðingur en ég er búinn að lifa og hrærast í þessu stríði núna í ár og er búinn að sjá hvað virkar og hvað virkar ekki. Það sem ég er búinn að sjá er að Úkraína er að berjast í þessu stríði mjög skipulagt. Þeir reyna eins og þeir geta að vernda mannslíf og eigin bæi, borgir og annað.“ Hann telur ekki að stríðið taki enda með samkomulagi heldur með því að önnur hliðin gefist upp, það er að segja Rússland. „Það er það sem flest allir sérfræðingar eru að tala um, bæði hernaðarsérfræðingar, geópólitískir sérfræðingar, það eru allir búnir að sjá það,“ segir hann. „Mér sýnist það vera þannig heima á Íslandi að flestir eru á þeim buxunum að þeir sjá að það þýðir ekkert að semja við Rússa. Það þýðir ekkert, þeir bara ráðast á börn og sjúkrahús, og það skiptir engu máli.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bítið Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld áætla að yfir tuttugu þúsund Rússar hafi fallið í bardögum í Úkraínu síðan í síðastliðnum desember. Þetta kom fram í máli talsmanns þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, John Kirby sem vísar í skjöl sem leynd var nýlega aflétt af. Hann segir ennfremur að talið sé að til viðbótar hafi um áttatíu þúsund hermenn særst í átökunum á sama tíma. „Það hallar svakalega á Rússa, það hallar ekki bara á þá aðeins, þeir eru algjörlega að henda fólki. Það virðist vera nánast engin virðing borin fyrir mannslífum,“ segir Óskar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um helmingur hinna föllnu kemur úr röðum Wagner málaliðasveitanna sem hafa háð harða bardaga um borgina Bakhmut í austurhluta landsins. Rússar hafa nú náð stærstum hluta Bakhmut á sitt vald en Úkraínumenn halda enn litlum hluta borgarinnar. Rússar sækja hart að þeim en mannfall í þeirra röðum hefur verið gífurlegt fyrir vikið. „Þeir eru að halda Rússunum inni í Bakhmut, þeir eru að hörfa en mjög hægt og mjög skipulagt. Hafa það þannig að þeir reyna að bjarga eins mikið af mannslífum og mögulegt er á meðan það er hægt að halda línunni. Það er bara staðan þar eins og hún er núna. Rússar eru að setja allt sem þeir geta í að reyna að taka þessa 10-15 metra á dag sem þeir eru að taka að meðaltali. Það veit enginn af hverju en þeir eru að gera það.“ Óskar segir Úkraínu nýta sér það að halda öllum sínum reyndu hermönnum á litlu svæði. Á endanum muni þó Bakhmut falla. „Því í rauninni er ekkert eftir af henni, því miður.“ Stríðið taki enda í ár eða á næsta ári Óskar er á því að stríðið eigi ekki eftir að standa yfir í mörg ár í viðbót. „Stríðið klárast að mínu mati persónulega á þessu ári eða á næsta ári. Ég skal allavega segja það að mesti bardaginn, þessi stóri, stóri bardagi - hann klárast á þessu ári,“ segir hann. „Ég er ekki sérfræðingur en ég er búinn að lifa og hrærast í þessu stríði núna í ár og er búinn að sjá hvað virkar og hvað virkar ekki. Það sem ég er búinn að sjá er að Úkraína er að berjast í þessu stríði mjög skipulagt. Þeir reyna eins og þeir geta að vernda mannslíf og eigin bæi, borgir og annað.“ Hann telur ekki að stríðið taki enda með samkomulagi heldur með því að önnur hliðin gefist upp, það er að segja Rússland. „Það er það sem flest allir sérfræðingar eru að tala um, bæði hernaðarsérfræðingar, geópólitískir sérfræðingar, það eru allir búnir að sjá það,“ segir hann. „Mér sýnist það vera þannig heima á Íslandi að flestir eru á þeim buxunum að þeir sjá að það þýðir ekkert að semja við Rússa. Það þýðir ekkert, þeir bara ráðast á börn og sjúkrahús, og það skiptir engu máli.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bítið Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Sjá meira