Fótbolti

Breiðablik hefur fengið 390 milljónir frá UEFA á tveimur árum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
samsett-sport2

KSÍ og Deloitte munu í dag kynna skýrslu um fjármál íslenskrar knattspyrnu á síðustu fjórum árum. Vísir hefur fengið aðgang að skýrslunni og mun birta greinar upp úr henni í dag.

Breiðablik er ekki bara Íslandsmeistari í karlaflokki heldur er félagið að velta ótrúlegum fjármunum.

Í skýrslunni kemur fram að félagið hafi fengið 390 milljónir króna frá UEFA á aðeins tveimur árum. Í fyrra fékk félagið 180 milljónir en árið á undan fengu Blikar 210 milljónir.

Góður árangur í Evrópukeppninni gefur vel í vasann en Víkingur fékk 185 milljónir á síðasta ári. Félagið fékk aðeins 8 milljónir þar á undan.

Breiðablik er einnig í sérflokki er kemur að sölu leikmanna. Félagið seldi leikmenn fyrir 117 milljónir króna í fyrra en Stjarnan kom næst með 42 milljónir.

Blikar fá langmestan pening fyrir félagaskipti öll þessi ár. Árið 2019 selur félagið fyrir 96 milljónir á meðan næsta lið er að fá 18 milljónir. 2020 eru Blikar að fá 84 milljónir fyrir félagaskipti en næsta lið með 28. Árið 2021 er þetta jafnara en Blikar samt efstir með 70 milljónir en KR kemur næst með 53 milljónir.

Tekjur félaga af félagaskiptum árið 2022.Skjáskot/Deloitte/KSÍ

Tekjur félaga frá UEFA á árinu 2022.Skjáskot/Deloitte/KSÍ

UEFA PENINGAR:

2022:

  • Víkingur - 185 milljónir króna
  • Breiðablik - 180
  • Valur - 48
  • KR - 25
  • Stjarnan - 18

2021:

  • Breiðablik - 210 milljónir króna
  • Valur - 134
  • FH - 86
  • Stjarnan - 45
  • KR - 31

2020:

  • FH - 68 milljónir króna
  • Víkingur - 59
  • Breiðablik - 55
  • KR - 31
  • Valur - 25

2019:

  • Valur - 120 milljónir króna
  • KR - 113
  • Stjarnan - 77
  • Breiðablik - 63
  • FH - 19



FÉLAGASKIPTI:

2022:

  • Breiðablik - 117 milljónir króna
  • ÍA - 74
  • Víkingur - 48
  • Stjarnan - 42
  • KA - 38
  • Keflavík - 21
  • Fjölnir - 20

2021:

  • Breiðablik - 70 milljónir króna
  • KR - 53
  • ÍA - 42
  • KA - 36
  • Valur - 24
  • Stjarnan - 15
  • Fjölnir - 12

2020:

  • Breiðablik - 84 milljónir króna
  • Víkingur - 32
  • Fylkir - 31
  • ÍA - 28
  • HK - 14
  • Grótta - 14
  • Selfoss - 11

2019:

  • Breiðablik - 96 milljónir króna
  • FH - 19
  • ÍA - 18
  • KA - 16
  • Keflavík - 7






Fleiri fréttir

Sjá meira


×