Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Bjarki Sigurðsson skrifar 25. apríl 2023 11:28 Valgerður Rúnarsdóttir er yfirlæknir á Vogi. Vísir/Sigurjón Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, ræddi um ópíóðafaraldurinn sem virðist geisa yfir landann um þessar mundir. Bubbi Morthens greindi nýlega frá því að hann hafi á einu ári spilað í jarðarförum hjá ellefu einstaklingum sem hafa látist vegna fíknisjúkdóms. „Við sjáum það hérna bara í byrjun þessa árs að það eru fleiri heldur en síðustu ár sem hafa horfið frá okkur af þeim sem hafa komið til okkar,“ segir Valgerður. „Ég sé í gögnum hjá okkur að það eru eitthvað um tíu manns undir fjörutíu ára látnir sem hafa komið hingað á árinu. Á þremur mánuðum.“ Hún segir engan sjúkdóm taka jafn margt ungt fólk og fíknisjúkdóminn. Hann sé skaðræði, og þá sérstaklega þegar um er að ræða ópíóðafíkn. Valgerður segist telja að mest af magni ópíóða í umferð komi í gegnum apótekin. „Auðvitað er líka auðvelt að flytja svona efni inn. Bara eins og hvað sem er annað sem fólk kemur með inn í landið. það er erfitt að áætla í sjálfu sér en það virðist að minnsta kosti vera nóg framboð af þessum töflum. Oxycontin og Contalgin. Þau eru mest notuð og eru mjög hættulegir ópíóðar,“ segir Valgerður. Klippa: Bítið - Óstöðvandi ópíóðafaraldur: Fjöldi ungs fólks látið lífið það sem af er ári Aðspurð hvort það ætti ekki bara að banna ópíóða segir hún málið vera flóknara en það. Um sé að ræða mjög nauðsynleg lyf sem fólk fær í líknandi meðferð, eftir skurðaðgerð og við bráðaveikindum. „Þau eru þannig eðlis að ef þú tekur þau að staðaldri þá verður þú háður þeim. En það er að sjálfu sér ekki vandamál því þú bara trappar það út þegar þú hættir. Segjum að þú hafir fengið alvarleg veikindi og færð mikið af þessum lyfjum um tíma. Þá ertu trappaður út því þú færð fráhvarfseinkenni en það er ekki fíkn. Það eru bara lyfin,“ segir Valgerður. Að staðaldri koma tveir á dag á Vog með ópíóðavanda. Valgerður segir vandann sérstaklega hættulegan þar sem ópíóðar eru líklegri en önnur lyf til þess að valda dauða í ofskammti. „Svo erum við með góða lyfjameðferð við þessari fíkn. Við erum með lyf eru lyf við ópíóðafíkn og við höfum verið með þau hér hjá SÁÁ síðan 1999. Það hefur aukist mjög mikið síðustu árin. Við höfum verið með mikið ákall til yfirvalda að þau sýni því skilning að við séum að safna peningum til að veita þessa meðferð. Þeir verða að sýna okkur skilning í því að það þarf að auka framlagið til þessarar meðferðar. Við ætlum ekkert að hætta þó við fáum bara greitt fyrir 90 en í fyrra komu 360 á þessa meðferð,“ segir Valgerður. Hún bendir á mikilvægi þess að veita gott aðgengi að meðferð. Hún vill að stjórnvöld hætti að skoða skóginn og fari að skoða trén. „Við þurfum alltaf að geta gripið inn í aftur og aftur. Það er aðalmálið því þetta er ekki eitthvað sem þú leysir með því að taka út botnlangann. Þetta er ekki botnlangabólga, þetta er öðruvísi vandi sem þarf að grípa inn í aftur. Margir þurfa mörg tækifæri og það er allt í lagi því þannig hefst þetta að lokum. Bara ekki gefast upp,“ segir Valgerður að lokum. Fíkn Heilbrigðismál Bítið Lyf SÁÁ Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, ræddi um ópíóðafaraldurinn sem virðist geisa yfir landann um þessar mundir. Bubbi Morthens greindi nýlega frá því að hann hafi á einu ári spilað í jarðarförum hjá ellefu einstaklingum sem hafa látist vegna fíknisjúkdóms. „Við sjáum það hérna bara í byrjun þessa árs að það eru fleiri heldur en síðustu ár sem hafa horfið frá okkur af þeim sem hafa komið til okkar,“ segir Valgerður. „Ég sé í gögnum hjá okkur að það eru eitthvað um tíu manns undir fjörutíu ára látnir sem hafa komið hingað á árinu. Á þremur mánuðum.“ Hún segir engan sjúkdóm taka jafn margt ungt fólk og fíknisjúkdóminn. Hann sé skaðræði, og þá sérstaklega þegar um er að ræða ópíóðafíkn. Valgerður segist telja að mest af magni ópíóða í umferð komi í gegnum apótekin. „Auðvitað er líka auðvelt að flytja svona efni inn. Bara eins og hvað sem er annað sem fólk kemur með inn í landið. það er erfitt að áætla í sjálfu sér en það virðist að minnsta kosti vera nóg framboð af þessum töflum. Oxycontin og Contalgin. Þau eru mest notuð og eru mjög hættulegir ópíóðar,“ segir Valgerður. Klippa: Bítið - Óstöðvandi ópíóðafaraldur: Fjöldi ungs fólks látið lífið það sem af er ári Aðspurð hvort það ætti ekki bara að banna ópíóða segir hún málið vera flóknara en það. Um sé að ræða mjög nauðsynleg lyf sem fólk fær í líknandi meðferð, eftir skurðaðgerð og við bráðaveikindum. „Þau eru þannig eðlis að ef þú tekur þau að staðaldri þá verður þú háður þeim. En það er að sjálfu sér ekki vandamál því þú bara trappar það út þegar þú hættir. Segjum að þú hafir fengið alvarleg veikindi og færð mikið af þessum lyfjum um tíma. Þá ertu trappaður út því þú færð fráhvarfseinkenni en það er ekki fíkn. Það eru bara lyfin,“ segir Valgerður. Að staðaldri koma tveir á dag á Vog með ópíóðavanda. Valgerður segir vandann sérstaklega hættulegan þar sem ópíóðar eru líklegri en önnur lyf til þess að valda dauða í ofskammti. „Svo erum við með góða lyfjameðferð við þessari fíkn. Við erum með lyf eru lyf við ópíóðafíkn og við höfum verið með þau hér hjá SÁÁ síðan 1999. Það hefur aukist mjög mikið síðustu árin. Við höfum verið með mikið ákall til yfirvalda að þau sýni því skilning að við séum að safna peningum til að veita þessa meðferð. Þeir verða að sýna okkur skilning í því að það þarf að auka framlagið til þessarar meðferðar. Við ætlum ekkert að hætta þó við fáum bara greitt fyrir 90 en í fyrra komu 360 á þessa meðferð,“ segir Valgerður. Hún bendir á mikilvægi þess að veita gott aðgengi að meðferð. Hún vill að stjórnvöld hætti að skoða skóginn og fari að skoða trén. „Við þurfum alltaf að geta gripið inn í aftur og aftur. Það er aðalmálið því þetta er ekki eitthvað sem þú leysir með því að taka út botnlangann. Þetta er ekki botnlangabólga, þetta er öðruvísi vandi sem þarf að grípa inn í aftur. Margir þurfa mörg tækifæri og það er allt í lagi því þannig hefst þetta að lokum. Bara ekki gefast upp,“ segir Valgerður að lokum.
Fíkn Heilbrigðismál Bítið Lyf SÁÁ Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira