„Sambland af spennu og stressi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2023 13:30 Ásta Eir Árnadóttir er fyrirliði Breiðabliks og verður í eldlínunni gegn Valskonum í kvöld. Vísir/Diego „Það er mjög mikill fiðringur í maganum, sambland af mikilli spennu og stressi sem er held ég bara eðlilegt,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, sem mætir Val í stórleik í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. „Það er byrjað með látum. Ég held það sé bara mjög skemmtilegt, bæði fyrir liðin og áhorfendur og það er bara um að gera að byrja mótið svona,“ segir Ásta um leik kvöldsins en Breiðablik og Valur hafa háð toppbaráttu síðustu ár. „Það eru allir mjög gíraðir. Það er skemmtilegt að komast af stað, andinn í hópnum er mjög góður og ég hef góða tilfinningu fyrir bæði liðinu og hópnum. Við erum mjög spenntar,“ bætir hún við. Spennandi mót fram undan Eftir mikla yfirburði liðanna tveggja sem mætast í kvöld síðustu ár kom Stjarnan sterk inn á síðustu leiktíð og endaði í öðru sæti, fyrir ofan Breiðablik. Stjörnunni, Breiðabliki og Val er spáð efstu þremur sætunum af flestum aðilum en misjafnt hvar liðin eru staðsett í spám. Ástu lýst vel á toppbaráttuna sem fram undan er. „Það eru greinilega margir ósammála eða sammála um að vera ósammála. En svo er spá bara spá. Þetta verður mjög spennandi. Það eru alveg fjögur til fimm lið sem eru líkleg til að vera í topp tveimur. En ég er spennt fyrir jöfnu og spennandi móti. Allir leikir eru spennandi leikir sem sýndi sig í fyrra þegar við töpuðum stigum fyrir liðum í neðri hlutanum. Það er ekkert gefið og við þurfum að byrja þetta af krafti,“ Aðspurð hvort eitthvað annað en sigur væri boði í kvöld segir Ásta: „Það kemur ekkert annað til greina.“ Valur og Breiðablik mætast klukkan 19:15 í kvöld að Hlíðarenda. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Bestu markanna hita upp fyrir leikinn frá klukkan 18:45. Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Gunnar tapaði á stigum Sport Sá síðasti úr hinni heilögu hnefaleikaþrenningu: „Bardagar sem hreyfðu við öllum heiminum“ Sport Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira Sport „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Fótbolti Aftur tvöfaldur fögnuður hjá KA: „Höfum ekki pláss fyrir alla þessa bikara“ Sport Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Fótbolti Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Körfubolti Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó Fótbolti „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Sport Fleiri fréttir „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
„Það er byrjað með látum. Ég held það sé bara mjög skemmtilegt, bæði fyrir liðin og áhorfendur og það er bara um að gera að byrja mótið svona,“ segir Ásta um leik kvöldsins en Breiðablik og Valur hafa háð toppbaráttu síðustu ár. „Það eru allir mjög gíraðir. Það er skemmtilegt að komast af stað, andinn í hópnum er mjög góður og ég hef góða tilfinningu fyrir bæði liðinu og hópnum. Við erum mjög spenntar,“ bætir hún við. Spennandi mót fram undan Eftir mikla yfirburði liðanna tveggja sem mætast í kvöld síðustu ár kom Stjarnan sterk inn á síðustu leiktíð og endaði í öðru sæti, fyrir ofan Breiðablik. Stjörnunni, Breiðabliki og Val er spáð efstu þremur sætunum af flestum aðilum en misjafnt hvar liðin eru staðsett í spám. Ástu lýst vel á toppbaráttuna sem fram undan er. „Það eru greinilega margir ósammála eða sammála um að vera ósammála. En svo er spá bara spá. Þetta verður mjög spennandi. Það eru alveg fjögur til fimm lið sem eru líkleg til að vera í topp tveimur. En ég er spennt fyrir jöfnu og spennandi móti. Allir leikir eru spennandi leikir sem sýndi sig í fyrra þegar við töpuðum stigum fyrir liðum í neðri hlutanum. Það er ekkert gefið og við þurfum að byrja þetta af krafti,“ Aðspurð hvort eitthvað annað en sigur væri boði í kvöld segir Ásta: „Það kemur ekkert annað til greina.“ Valur og Breiðablik mætast klukkan 19:15 í kvöld að Hlíðarenda. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Bestu markanna hita upp fyrir leikinn frá klukkan 18:45.
Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Gunnar tapaði á stigum Sport Sá síðasti úr hinni heilögu hnefaleikaþrenningu: „Bardagar sem hreyfðu við öllum heiminum“ Sport Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira Sport „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Fótbolti Aftur tvöfaldur fögnuður hjá KA: „Höfum ekki pláss fyrir alla þessa bikara“ Sport Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Fótbolti Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Körfubolti Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó Fótbolti „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Sport Fleiri fréttir „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira