Slegið á fingur Hafnarfjarðarbæjar vegna einveruherbergisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2023 11:54 Ráðuneytið gerir athugasemdir við meðferð Hafnarfjarðarbæjar á máli níu ára barns sem lokað var inni í einveruherbergi. Vísir/Vilhelm Hafnarfjarðarbær braut lög við meðferð á máli barns, sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í grunnskóla í bænum. Þetta kemur fram í sérstöku áliti mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu, þar sem ráðuneytið gagnrýnir meðal annars samskipti bæjarstarfsmanna við foreldra barnsins eftir atvikið. Barnið var níu ára þegar atvikið varð en það var lokað inni í einveruherberginu eftir að hafa farið inn á stjórnendaskrifstofu og velt til munum. Greint var frá úrskurði ráðuneytisins í málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina; þ.e. að brotið hefði verið gegn barninu með innilokuninni. Samhliða úrskurðinum sendi ráðuneytið Hafnarfjarðarbæ sérstakt álit en foreldrar barnsins gerðu alvarlegar athugasemdir við meðferð bæjarins á málinu og hvernig samskiptum hefði verið háttað eftir atvikið; lýstu skilningsleysi og dónaskap. Foreldrana og starfsfólk greindi til að mynda á um hvernig skólavist barnsins ætti að vera háttað eftir atvikið. Bærinn vildi að barnið færi í sérúrræði en foreldrarnir að það héldi áfram í sínum skóla. Slit hafi orðið á samskiptum, að frumkvæði foreldra, og bærinn meðal annars vísað til þess að foreldrarnir hafi „rekið mál sitt í fjölmiðlum“. Ráðuneytið telur hins vegar að meðferð bæjarins á málinu hafi ekki verið í samræmi við lög; bærinn megi ekki koma sér hjá því að finna lausn á málinu með þeim hætti sem hann gerði. Framvegis verði bærinn að gæta betur að svörum til foreldra og gæta betur að þeim farvegi sem ágreiningur um skólavist barna er lagður í hjá bænum. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri gaf ekki kost á viðtali vegna málsins fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar en fréttastofa fékk senda yfirlýsingu frá bænum. Þar segir að Hafnarfjarðarbær tjái sig ekki um einstök mál nemenda. Almennt teljist líkamleg inngrip til undantekninga í skólastarfi. Skólayfirvöld leggi áherslu á að hafa farsæld og öryggi barna og starfsmanna í fyrirrúmi. Yfirlýsing Hafnarfjarðarbæjar í heild: Hafnarfjarðarbær tjáir sig ekki um einstök mál er varða nemendur í skólum bæjarins. Markmið sveitarfélagsins er ávallt að tryggja úrræði sem setja heildarhagsmuni nemenda og skólastarfs í forgang. Í því skyni er leitað sérlausna sem sniðin eru að einstökum tilvikum, byggðum á ytri greiningum og ráðgjöf. Líkamleg inngrip teljast til undantekninga í skólastarfi og er ein vandasamasta og þungbærasta ákvörðun sem starfsmaður getur staðið frammi fyrir. Skólayfirvöld í Hafnarfirði leggja áherslu á að tryggja öruggar og uppbyggilegar aðstæður og úrræði í skólaumhverfi þar sem farsæld og öryggi allra barna og starfsmanna er í fyrirrúmi. Hafnarfjörður Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? 24. apríl 2023 11:00 Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00 Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Barnið var níu ára þegar atvikið varð en það var lokað inni í einveruherberginu eftir að hafa farið inn á stjórnendaskrifstofu og velt til munum. Greint var frá úrskurði ráðuneytisins í málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina; þ.e. að brotið hefði verið gegn barninu með innilokuninni. Samhliða úrskurðinum sendi ráðuneytið Hafnarfjarðarbæ sérstakt álit en foreldrar barnsins gerðu alvarlegar athugasemdir við meðferð bæjarins á málinu og hvernig samskiptum hefði verið háttað eftir atvikið; lýstu skilningsleysi og dónaskap. Foreldrana og starfsfólk greindi til að mynda á um hvernig skólavist barnsins ætti að vera háttað eftir atvikið. Bærinn vildi að barnið færi í sérúrræði en foreldrarnir að það héldi áfram í sínum skóla. Slit hafi orðið á samskiptum, að frumkvæði foreldra, og bærinn meðal annars vísað til þess að foreldrarnir hafi „rekið mál sitt í fjölmiðlum“. Ráðuneytið telur hins vegar að meðferð bæjarins á málinu hafi ekki verið í samræmi við lög; bærinn megi ekki koma sér hjá því að finna lausn á málinu með þeim hætti sem hann gerði. Framvegis verði bærinn að gæta betur að svörum til foreldra og gæta betur að þeim farvegi sem ágreiningur um skólavist barna er lagður í hjá bænum. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri gaf ekki kost á viðtali vegna málsins fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar en fréttastofa fékk senda yfirlýsingu frá bænum. Þar segir að Hafnarfjarðarbær tjái sig ekki um einstök mál nemenda. Almennt teljist líkamleg inngrip til undantekninga í skólastarfi. Skólayfirvöld leggi áherslu á að hafa farsæld og öryggi barna og starfsmanna í fyrirrúmi. Yfirlýsing Hafnarfjarðarbæjar í heild: Hafnarfjarðarbær tjáir sig ekki um einstök mál er varða nemendur í skólum bæjarins. Markmið sveitarfélagsins er ávallt að tryggja úrræði sem setja heildarhagsmuni nemenda og skólastarfs í forgang. Í því skyni er leitað sérlausna sem sniðin eru að einstökum tilvikum, byggðum á ytri greiningum og ráðgjöf. Líkamleg inngrip teljast til undantekninga í skólastarfi og er ein vandasamasta og þungbærasta ákvörðun sem starfsmaður getur staðið frammi fyrir. Skólayfirvöld í Hafnarfirði leggja áherslu á að tryggja öruggar og uppbyggilegar aðstæður og úrræði í skólaumhverfi þar sem farsæld og öryggi allra barna og starfsmanna er í fyrirrúmi.
Hafnarfjarðarbær tjáir sig ekki um einstök mál er varða nemendur í skólum bæjarins. Markmið sveitarfélagsins er ávallt að tryggja úrræði sem setja heildarhagsmuni nemenda og skólastarfs í forgang. Í því skyni er leitað sérlausna sem sniðin eru að einstökum tilvikum, byggðum á ytri greiningum og ráðgjöf. Líkamleg inngrip teljast til undantekninga í skólastarfi og er ein vandasamasta og þungbærasta ákvörðun sem starfsmaður getur staðið frammi fyrir. Skólayfirvöld í Hafnarfirði leggja áherslu á að tryggja öruggar og uppbyggilegar aðstæður og úrræði í skólaumhverfi þar sem farsæld og öryggi allra barna og starfsmanna er í fyrirrúmi.
Hafnarfjörður Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? 24. apríl 2023 11:00 Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00 Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? 24. apríl 2023 11:00
Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00
Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06