Ætla að takmarka losun orkuvera í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2023 13:55 Kolaorkuver í Michigan. Gas- og kolaorkuver losa saman um fjórðung af öllum gróðurhúsalofttegundum sem losaðar eru í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta leggur nú drög að reglum sem eiga að draga úr losun orkuvera á gróðurhúsalofttegundum. Kola- og gasknúin orkuver eru um fjórðungur af losun Bandaríkjanna en þetta væri í fyrsta skipti sem reglur yrðu settar um orkuver sem eru þegar í rekstri. Samkvæmt reglum sem Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) vinnur að þyrftu nærri því öll kola- og gasknúin orkuver að draga úr eða fanga nær alla koltvísýringslosun sína fyrir árið 2040, að sögn New York Times. Innan við tuttugu af um 3.400 slíkum orkuverum notar nú kolefnisföngunartækni til þess að takmarka losun sína. Orkuverin yrðu ekki beinlínis skylduð til að koma slikum búnaði upp. Þeim væru hins vegar sett losunarmörk sem þýddu að þau þyrftu í reynd að nota kolefnisföngun til þess að halda sig innan þeirra. Gasknúin orkuver gætu skipt yfir í vetni sem framleitt er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Bandaríska blaðið segir að Hvíta húsið sé enn að fara yfir tillögur EPA og að þær gætu enn tekið breytingum. Reuters-fréttastofan segir að reglurnar gætu verið kynntar strax í þessari viku. Verði tillögurnar að veruleika yrði þetta í fyrsta skiptið sem bandaríska alríkisstjórnin setur reglur um útblástur orkuvera. Enda á borði dómstóla Öruggt er að tillögurnar mæti harðri andspyrnu jarðefnaeldsneytisfyrirtækja, forsvarsmanna orkuvera og bandamanna beggja á Bandaríkjaþingi. Afar sennilegt er að reglurnar kæmi til kasta dómstóla líkt og gerst hefur með allar meiriháttar loftslagsaðgerðir sem ríkisstjórn Baracks Obama reyndi að koma á. Hópur dómsmálaráðherra ríkja þar sem repúblikanar fara með völd hafa stefnt EPA ítrekað til þess að stöðva hertar reglur um útblástur og mengunarstaðla, einnig í forsetatíð Biden. Dómstólar felldu úr gildi bæði losunartakmörk sem stjórn Obama setti og útvatnaðar reglur sem stjórn Donalds Trump ætlaði að setja í stað þeirra. Reuters segir að nýju reglurnar taki tillit hæstaréttardóms frá því í fyrra til þess að minnka líkurnar á því að rétturinn hafni þeim. Biden-stjórnin hefur áður kynnt áform um að draga úr losun frá bifreiðum með rafbílavæðingu og að koma í veg fyrir metanleka frá olíu- og gaslindum. Loftslagsmál Orkumál Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Sjá meira
Samkvæmt reglum sem Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) vinnur að þyrftu nærri því öll kola- og gasknúin orkuver að draga úr eða fanga nær alla koltvísýringslosun sína fyrir árið 2040, að sögn New York Times. Innan við tuttugu af um 3.400 slíkum orkuverum notar nú kolefnisföngunartækni til þess að takmarka losun sína. Orkuverin yrðu ekki beinlínis skylduð til að koma slikum búnaði upp. Þeim væru hins vegar sett losunarmörk sem þýddu að þau þyrftu í reynd að nota kolefnisföngun til þess að halda sig innan þeirra. Gasknúin orkuver gætu skipt yfir í vetni sem framleitt er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Bandaríska blaðið segir að Hvíta húsið sé enn að fara yfir tillögur EPA og að þær gætu enn tekið breytingum. Reuters-fréttastofan segir að reglurnar gætu verið kynntar strax í þessari viku. Verði tillögurnar að veruleika yrði þetta í fyrsta skiptið sem bandaríska alríkisstjórnin setur reglur um útblástur orkuvera. Enda á borði dómstóla Öruggt er að tillögurnar mæti harðri andspyrnu jarðefnaeldsneytisfyrirtækja, forsvarsmanna orkuvera og bandamanna beggja á Bandaríkjaþingi. Afar sennilegt er að reglurnar kæmi til kasta dómstóla líkt og gerst hefur með allar meiriháttar loftslagsaðgerðir sem ríkisstjórn Baracks Obama reyndi að koma á. Hópur dómsmálaráðherra ríkja þar sem repúblikanar fara með völd hafa stefnt EPA ítrekað til þess að stöðva hertar reglur um útblástur og mengunarstaðla, einnig í forsetatíð Biden. Dómstólar felldu úr gildi bæði losunartakmörk sem stjórn Obama setti og útvatnaðar reglur sem stjórn Donalds Trump ætlaði að setja í stað þeirra. Reuters segir að nýju reglurnar taki tillit hæstaréttardóms frá því í fyrra til þess að minnka líkurnar á því að rétturinn hafni þeim. Biden-stjórnin hefur áður kynnt áform um að draga úr losun frá bifreiðum með rafbílavæðingu og að koma í veg fyrir metanleka frá olíu- og gaslindum.
Loftslagsmál Orkumál Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Sjá meira