Ætla að takmarka losun orkuvera í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2023 13:55 Kolaorkuver í Michigan. Gas- og kolaorkuver losa saman um fjórðung af öllum gróðurhúsalofttegundum sem losaðar eru í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta leggur nú drög að reglum sem eiga að draga úr losun orkuvera á gróðurhúsalofttegundum. Kola- og gasknúin orkuver eru um fjórðungur af losun Bandaríkjanna en þetta væri í fyrsta skipti sem reglur yrðu settar um orkuver sem eru þegar í rekstri. Samkvæmt reglum sem Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) vinnur að þyrftu nærri því öll kola- og gasknúin orkuver að draga úr eða fanga nær alla koltvísýringslosun sína fyrir árið 2040, að sögn New York Times. Innan við tuttugu af um 3.400 slíkum orkuverum notar nú kolefnisföngunartækni til þess að takmarka losun sína. Orkuverin yrðu ekki beinlínis skylduð til að koma slikum búnaði upp. Þeim væru hins vegar sett losunarmörk sem þýddu að þau þyrftu í reynd að nota kolefnisföngun til þess að halda sig innan þeirra. Gasknúin orkuver gætu skipt yfir í vetni sem framleitt er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Bandaríska blaðið segir að Hvíta húsið sé enn að fara yfir tillögur EPA og að þær gætu enn tekið breytingum. Reuters-fréttastofan segir að reglurnar gætu verið kynntar strax í þessari viku. Verði tillögurnar að veruleika yrði þetta í fyrsta skiptið sem bandaríska alríkisstjórnin setur reglur um útblástur orkuvera. Enda á borði dómstóla Öruggt er að tillögurnar mæti harðri andspyrnu jarðefnaeldsneytisfyrirtækja, forsvarsmanna orkuvera og bandamanna beggja á Bandaríkjaþingi. Afar sennilegt er að reglurnar kæmi til kasta dómstóla líkt og gerst hefur með allar meiriháttar loftslagsaðgerðir sem ríkisstjórn Baracks Obama reyndi að koma á. Hópur dómsmálaráðherra ríkja þar sem repúblikanar fara með völd hafa stefnt EPA ítrekað til þess að stöðva hertar reglur um útblástur og mengunarstaðla, einnig í forsetatíð Biden. Dómstólar felldu úr gildi bæði losunartakmörk sem stjórn Obama setti og útvatnaðar reglur sem stjórn Donalds Trump ætlaði að setja í stað þeirra. Reuters segir að nýju reglurnar taki tillit hæstaréttardóms frá því í fyrra til þess að minnka líkurnar á því að rétturinn hafni þeim. Biden-stjórnin hefur áður kynnt áform um að draga úr losun frá bifreiðum með rafbílavæðingu og að koma í veg fyrir metanleka frá olíu- og gaslindum. Loftslagsmál Orkumál Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Samkvæmt reglum sem Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) vinnur að þyrftu nærri því öll kola- og gasknúin orkuver að draga úr eða fanga nær alla koltvísýringslosun sína fyrir árið 2040, að sögn New York Times. Innan við tuttugu af um 3.400 slíkum orkuverum notar nú kolefnisföngunartækni til þess að takmarka losun sína. Orkuverin yrðu ekki beinlínis skylduð til að koma slikum búnaði upp. Þeim væru hins vegar sett losunarmörk sem þýddu að þau þyrftu í reynd að nota kolefnisföngun til þess að halda sig innan þeirra. Gasknúin orkuver gætu skipt yfir í vetni sem framleitt er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Bandaríska blaðið segir að Hvíta húsið sé enn að fara yfir tillögur EPA og að þær gætu enn tekið breytingum. Reuters-fréttastofan segir að reglurnar gætu verið kynntar strax í þessari viku. Verði tillögurnar að veruleika yrði þetta í fyrsta skiptið sem bandaríska alríkisstjórnin setur reglur um útblástur orkuvera. Enda á borði dómstóla Öruggt er að tillögurnar mæti harðri andspyrnu jarðefnaeldsneytisfyrirtækja, forsvarsmanna orkuvera og bandamanna beggja á Bandaríkjaþingi. Afar sennilegt er að reglurnar kæmi til kasta dómstóla líkt og gerst hefur með allar meiriháttar loftslagsaðgerðir sem ríkisstjórn Baracks Obama reyndi að koma á. Hópur dómsmálaráðherra ríkja þar sem repúblikanar fara með völd hafa stefnt EPA ítrekað til þess að stöðva hertar reglur um útblástur og mengunarstaðla, einnig í forsetatíð Biden. Dómstólar felldu úr gildi bæði losunartakmörk sem stjórn Obama setti og útvatnaðar reglur sem stjórn Donalds Trump ætlaði að setja í stað þeirra. Reuters segir að nýju reglurnar taki tillit hæstaréttardóms frá því í fyrra til þess að minnka líkurnar á því að rétturinn hafni þeim. Biden-stjórnin hefur áður kynnt áform um að draga úr losun frá bifreiðum með rafbílavæðingu og að koma í veg fyrir metanleka frá olíu- og gaslindum.
Loftslagsmál Orkumál Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira