Geðsvið Landspítala fær líka nýtt húsnæði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. apríl 2023 21:55 Framkvæmdir í fyrsta áfanga áætlunarinnar hafa komist á mikið skrið síðustu ár. Það er uppbygging á meðferðarkjarna, sjúkrahóteli, rannsóknarhúsi, bílastæða- og tæknihúsi. Vísir Nýtt húsnæði Landspítala undir geðþjónustu mun rísa en þrettán og hálfur milljarður er eyrnamerktur verkefninu. Fjármálaráðherra segir uppbyggingu Landspítalans langstærstu fjárfestingu Íslandssögunnar en hún hljóðar upp á 210 milljarða í heild. Á blaðamannafundi í dag kynntu þrír ráðherrar stöðu Landspítalaverkefnisins en stjórnvöld segjast nú sjá til lands. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir uppbygging Landspítalans vera langumfangsmestu fjárfestingu í Íslandssögunni.Vísir/Egill „Við erum að kynna það að í fjármálaáætluninni er fullfjármagnaður þessi fyrsti áfangi og ef menn halda sama dampi sem allar forsendur eru til að gera þá er hægt að klára annan áfangann í beinu framhaldi og í heildina sé þetta um 210 milljarða fjárfesting sem ríkið myndi ráðast í, langstærsta fjárfesting sem við höfum ráðist í í sögunni,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Framkvæmdir í fyrsta áfanga áætlunarinnar hafa komist á mikið skrið síðustu ár. Það er uppbygging á meðferðarkjarna, sjúkrahóteli, rannsóknarhúsi, bílastæða- og tæknihúsi. Áætlað er að framkvæmdum í fyrsta áfanga ljúki á allra næstu árum og brátt verður hafist handa við annan áfanga áætlunarinnar en í honum felst meðal annars uppbygging á dag- og göngudeildum.Nýtt húsnæði undir geðþjónustu mun rísa en starfsfólk og sjúklingar hafa sagt núverandi húsnæði óhentugt og ekki boðlegt. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra segir að nýja húsnæðið fyrir geðþjónustuna eiga að vera batamiðað en hvar mun það rísa? Willum Þór Þórsson bindur miklar vonir við nýtt og betra húsnæði sem mun rísa og hýsa geðsvið Landspítalans. Starfsfólk og sjúklingar hafa í árafjöld kvartað yfir slæmri aðstöðu.Vísir/Egill „Það sem við erum að greina og þarf að fara yfir er staðarvalið, það er ekki útilokað að það finnist pláss fyrir það hér, ég ætla ekki að dæma um það, eða þá annars staðar, einhver hluti af þjónustunni verður auðvitað alltaf hér í tengslum við spítalann, í nálægð.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að enginn hafa getað spáð fyrir um þá miklu og hröðu fólksfjölgun sem hefur orðið á Íslandi og að fjölgunin, öldrun þjóðarinnar og fjöldi ferðamanna geri það að verkum að ekki hafi verið hægt að slá slöku við þegar kemur að fjárfestingu innviða í heilbrigðiskerfinu.Vísir/Egill Fólksfjölgun, öldrun þjóðarinnar og koma ferðamanna kalla á gríðarlega fjárfestingu í kerfinu að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.„Þó að efnahagsástæður kalli á það að við séum að fresta tilteknum fjárfestingum núna þá höldum við áfram af fullum krafti.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir „Eftirspurnin er svo miklu miklu meiri en teymin ná að anna“ Gríðarleg eftirspurn er eftir inngöngu í þverfagleg geðheilsuteymi á höfuðborgarsvæðinu en töluvert færri komast að en vilja. Framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir það hafa verið lyftistöng þegar teymunum var komið á fót en meira þurfi til. Fjölga þurfi teymum og framtíðarsýnin að lítil teymi verði starfandi á hverri heilsugæslustöð. Markmiðið eigi sömuleiðis að vera að grípa fólk fyrr. 1. mars 2023 16:07 Segir óviðunandi húsnæði vinna gegn meðferð skjólstæðinga Deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans segir að húsnæði deildarinnar sé óviðunandi og garðurinn óaðgengilegur og fátæklegur. Þetta umhverfivinni oft og tíðum gegn meðferð skjólstæðinganna og því sé brýn þörf á úrbótum þegar í stað. Starfsfólk geðdeildarinnar kallar þá einnig eftir skýrara regluverki. Ekki sé boðlegt að starfa í lagalegu tómarúmi. 5. september 2022 13:21 „Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að hér á landi þurfi nýja hugsun og nýja nálgun á geðheilbrigðismálin. Algert forgangsmál sé að bæta aðbúnað á geðdeildum og setja umtalsvert meira fjármagn í geðheilbrigðismálin. Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis er fjallað um eftirlitsferð umboðsmanns á bráðageðdeild Landspítala. 1. september 2022 16:12 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Á blaðamannafundi í dag kynntu þrír ráðherrar stöðu Landspítalaverkefnisins en stjórnvöld segjast nú sjá til lands. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir uppbygging Landspítalans vera langumfangsmestu fjárfestingu í Íslandssögunni.Vísir/Egill „Við erum að kynna það að í fjármálaáætluninni er fullfjármagnaður þessi fyrsti áfangi og ef menn halda sama dampi sem allar forsendur eru til að gera þá er hægt að klára annan áfangann í beinu framhaldi og í heildina sé þetta um 210 milljarða fjárfesting sem ríkið myndi ráðast í, langstærsta fjárfesting sem við höfum ráðist í í sögunni,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Framkvæmdir í fyrsta áfanga áætlunarinnar hafa komist á mikið skrið síðustu ár. Það er uppbygging á meðferðarkjarna, sjúkrahóteli, rannsóknarhúsi, bílastæða- og tæknihúsi. Áætlað er að framkvæmdum í fyrsta áfanga ljúki á allra næstu árum og brátt verður hafist handa við annan áfanga áætlunarinnar en í honum felst meðal annars uppbygging á dag- og göngudeildum.Nýtt húsnæði undir geðþjónustu mun rísa en starfsfólk og sjúklingar hafa sagt núverandi húsnæði óhentugt og ekki boðlegt. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra segir að nýja húsnæðið fyrir geðþjónustuna eiga að vera batamiðað en hvar mun það rísa? Willum Þór Þórsson bindur miklar vonir við nýtt og betra húsnæði sem mun rísa og hýsa geðsvið Landspítalans. Starfsfólk og sjúklingar hafa í árafjöld kvartað yfir slæmri aðstöðu.Vísir/Egill „Það sem við erum að greina og þarf að fara yfir er staðarvalið, það er ekki útilokað að það finnist pláss fyrir það hér, ég ætla ekki að dæma um það, eða þá annars staðar, einhver hluti af þjónustunni verður auðvitað alltaf hér í tengslum við spítalann, í nálægð.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að enginn hafa getað spáð fyrir um þá miklu og hröðu fólksfjölgun sem hefur orðið á Íslandi og að fjölgunin, öldrun þjóðarinnar og fjöldi ferðamanna geri það að verkum að ekki hafi verið hægt að slá slöku við þegar kemur að fjárfestingu innviða í heilbrigðiskerfinu.Vísir/Egill Fólksfjölgun, öldrun þjóðarinnar og koma ferðamanna kalla á gríðarlega fjárfestingu í kerfinu að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.„Þó að efnahagsástæður kalli á það að við séum að fresta tilteknum fjárfestingum núna þá höldum við áfram af fullum krafti.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir „Eftirspurnin er svo miklu miklu meiri en teymin ná að anna“ Gríðarleg eftirspurn er eftir inngöngu í þverfagleg geðheilsuteymi á höfuðborgarsvæðinu en töluvert færri komast að en vilja. Framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir það hafa verið lyftistöng þegar teymunum var komið á fót en meira þurfi til. Fjölga þurfi teymum og framtíðarsýnin að lítil teymi verði starfandi á hverri heilsugæslustöð. Markmiðið eigi sömuleiðis að vera að grípa fólk fyrr. 1. mars 2023 16:07 Segir óviðunandi húsnæði vinna gegn meðferð skjólstæðinga Deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans segir að húsnæði deildarinnar sé óviðunandi og garðurinn óaðgengilegur og fátæklegur. Þetta umhverfivinni oft og tíðum gegn meðferð skjólstæðinganna og því sé brýn þörf á úrbótum þegar í stað. Starfsfólk geðdeildarinnar kallar þá einnig eftir skýrara regluverki. Ekki sé boðlegt að starfa í lagalegu tómarúmi. 5. september 2022 13:21 „Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að hér á landi þurfi nýja hugsun og nýja nálgun á geðheilbrigðismálin. Algert forgangsmál sé að bæta aðbúnað á geðdeildum og setja umtalsvert meira fjármagn í geðheilbrigðismálin. Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis er fjallað um eftirlitsferð umboðsmanns á bráðageðdeild Landspítala. 1. september 2022 16:12 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
„Eftirspurnin er svo miklu miklu meiri en teymin ná að anna“ Gríðarleg eftirspurn er eftir inngöngu í þverfagleg geðheilsuteymi á höfuðborgarsvæðinu en töluvert færri komast að en vilja. Framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir það hafa verið lyftistöng þegar teymunum var komið á fót en meira þurfi til. Fjölga þurfi teymum og framtíðarsýnin að lítil teymi verði starfandi á hverri heilsugæslustöð. Markmiðið eigi sömuleiðis að vera að grípa fólk fyrr. 1. mars 2023 16:07
Segir óviðunandi húsnæði vinna gegn meðferð skjólstæðinga Deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans segir að húsnæði deildarinnar sé óviðunandi og garðurinn óaðgengilegur og fátæklegur. Þetta umhverfivinni oft og tíðum gegn meðferð skjólstæðinganna og því sé brýn þörf á úrbótum þegar í stað. Starfsfólk geðdeildarinnar kallar þá einnig eftir skýrara regluverki. Ekki sé boðlegt að starfa í lagalegu tómarúmi. 5. september 2022 13:21
„Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að hér á landi þurfi nýja hugsun og nýja nálgun á geðheilbrigðismálin. Algert forgangsmál sé að bæta aðbúnað á geðdeildum og setja umtalsvert meira fjármagn í geðheilbrigðismálin. Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis er fjallað um eftirlitsferð umboðsmanns á bráðageðdeild Landspítala. 1. september 2022 16:12