„Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. september 2022 16:12 Grímur Atlason vísir/egill Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að hér á landi þurfi nýja hugsun og nýja nálgun á geðheilbrigðismálin. Algert forgangsmál sé að bæta aðbúnað á geðdeildum og setja umtalsvert meira fjármagn í geðheilbrigðismálin. Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis er fjallað um eftirlitsferð umboðsmanns á bráðageðdeild Landspítala. „Það vakti til dæmis strax athygli umboðsmanns við heimsókn á bráðageðdeild Landspítala, þar sem möguleikar á útiveru eru af skornum skammti, að svo virtist sem gluggar þar hefðu ekki verið þvegnir um langt skeið,“ segir í skýrslu umboðsmanns Alþingis. Grímur segir úrbóta þörf hið fyrsta. „Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna með þeim hætti til dæmis að þeir fá ekki að fara út. Eru svo dögum skiptir inni á herbergjum og ýmislegt annað sem er bara mannréttindabrot og verður að hætta. Á þetta hefur umboðsmaður Alþingis bent.“ Sjá nánar: Ákvarðanir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum teknar í lagalegu tómarúmi Til að undirstrika fjárþörfina í geðheilbrigðismálum sagði Grímur að fyrirkomulagið hvað geðheilbrigðismálin varðar væru eins og: „5-25“. Fimm prósent af fjármagninu færi í geðheilbrigðismálin á meðan umfangið væri 25%. „Það sér það hver maður að það vantar talsvert upp á svo hægt sé að hlúa að fólki með mannsæmandi hætti.“ Í árskýrslunni segir þá jafnframt að fleiri þættir en hinir lagalegu hefðu þýðingu og þyrfti að lagfæra. Í eftirlitsferð umboðsmanns fékk hann þau svör frá starfsfólki að ástæðan fyrir ófullnægjandi aðbúnaði og takmarkaðri útiveru sjúklinga stöfuðu af fjárskorti. Þá stendur í skýrslunni að það þyrfti ekki að koma á óvart að burðir deildarinnar til að sjá sjúklingum fyrir iðju og áhugamálum væru einnig takmarkaðir. Geðheilbrigði Umboðsmaður Alþingis Landspítalinn Tengdar fréttir Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“ Sveinn Rúnar Hauksson og Héðinn Unnsteinsson segja að brotið sé á mannréttindum sjúklinga á geðdeildum landsins „nær daglega.“ Í pistli sem þeir skrifa benda þeir á að það séu ekki fullnægjandi heimildir í lögum fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins séu beittir. 3. júlí 2022 15:52 Ákvarðanir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum teknar í „lagalegu tómarúmi“ Ákvarðanir um hagi sjúklinga sem dvelja á lokuðum geðdeildum eru teknar í „lagalegu tómarúmi.“ Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis. Skúli Magnússon umboðsmaður alþingis segir að þörf sé á heildstæðum endurbótum í málaflokknum. 31. ágúst 2022 17:38 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
„Það vakti til dæmis strax athygli umboðsmanns við heimsókn á bráðageðdeild Landspítala, þar sem möguleikar á útiveru eru af skornum skammti, að svo virtist sem gluggar þar hefðu ekki verið þvegnir um langt skeið,“ segir í skýrslu umboðsmanns Alþingis. Grímur segir úrbóta þörf hið fyrsta. „Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna með þeim hætti til dæmis að þeir fá ekki að fara út. Eru svo dögum skiptir inni á herbergjum og ýmislegt annað sem er bara mannréttindabrot og verður að hætta. Á þetta hefur umboðsmaður Alþingis bent.“ Sjá nánar: Ákvarðanir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum teknar í lagalegu tómarúmi Til að undirstrika fjárþörfina í geðheilbrigðismálum sagði Grímur að fyrirkomulagið hvað geðheilbrigðismálin varðar væru eins og: „5-25“. Fimm prósent af fjármagninu færi í geðheilbrigðismálin á meðan umfangið væri 25%. „Það sér það hver maður að það vantar talsvert upp á svo hægt sé að hlúa að fólki með mannsæmandi hætti.“ Í árskýrslunni segir þá jafnframt að fleiri þættir en hinir lagalegu hefðu þýðingu og þyrfti að lagfæra. Í eftirlitsferð umboðsmanns fékk hann þau svör frá starfsfólki að ástæðan fyrir ófullnægjandi aðbúnaði og takmarkaðri útiveru sjúklinga stöfuðu af fjárskorti. Þá stendur í skýrslunni að það þyrfti ekki að koma á óvart að burðir deildarinnar til að sjá sjúklingum fyrir iðju og áhugamálum væru einnig takmarkaðir.
Geðheilbrigði Umboðsmaður Alþingis Landspítalinn Tengdar fréttir Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“ Sveinn Rúnar Hauksson og Héðinn Unnsteinsson segja að brotið sé á mannréttindum sjúklinga á geðdeildum landsins „nær daglega.“ Í pistli sem þeir skrifa benda þeir á að það séu ekki fullnægjandi heimildir í lögum fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins séu beittir. 3. júlí 2022 15:52 Ákvarðanir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum teknar í „lagalegu tómarúmi“ Ákvarðanir um hagi sjúklinga sem dvelja á lokuðum geðdeildum eru teknar í „lagalegu tómarúmi.“ Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis. Skúli Magnússon umboðsmaður alþingis segir að þörf sé á heildstæðum endurbótum í málaflokknum. 31. ágúst 2022 17:38 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49
Mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“ Sveinn Rúnar Hauksson og Héðinn Unnsteinsson segja að brotið sé á mannréttindum sjúklinga á geðdeildum landsins „nær daglega.“ Í pistli sem þeir skrifa benda þeir á að það séu ekki fullnægjandi heimildir í lögum fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins séu beittir. 3. júlí 2022 15:52
Ákvarðanir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum teknar í „lagalegu tómarúmi“ Ákvarðanir um hagi sjúklinga sem dvelja á lokuðum geðdeildum eru teknar í „lagalegu tómarúmi.“ Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis. Skúli Magnússon umboðsmaður alþingis segir að þörf sé á heildstæðum endurbótum í málaflokknum. 31. ágúst 2022 17:38