Blikar hnýta í ÍTF Valur Páll Eiríksson skrifar 18. apríl 2023 08:31 Blikakonur fagna marki í bikarúrslitum síðasta sumar. Vísir/Hulda Margrét Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks kallar eftir betri vinnubrögðum hjá hagsmunasamtökunum Íslenskum Toppfótbolta, í ljósi meintrar mismununar gegn kvennafótbolta síðustu vikur. ÍTF, hagmunasamtök félaga í efstu deildum karla og kvenna, hefur sætt gagnrýni síðustu daga og vikur vegna meintrar mismununar. Sú hafi birst í miklum minnihluta kvenna í auglýsingu fyrir Bestu deildirnar, í því að fantasy leikur fyrir deildirnar sé aðeins í boði karlamegin og kornið sem hafi fyllt mælinn hafi verið boðun leikmanna í Bestu deild kvenna í upptöku markaðsefnis sem átti að fara fram á sama tíma og leikur Meistara meistaranna í gær. Fyrirliðar félaga í Bestu deild kvenna sendu í kjölfarið frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem þeir greindu frá sniðgöngu leikmanna í þá myndatöku vegna tímasetningar og þess sem undan hafði gengið hjá ÍTF. „Ég vildi óska þess að svarið væri nei“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, sagði í samtali við Stöð 2 um helgina að mikill meirihluta karla í stjórn og stöðum hjá ÍTF hefði líklega áhrif. „Ég vildi óska þess að svarið væri nei. Ég held að það sé enginn að smána kvennaboltann, held það sé ekki grunnurinn að þessu. Eg held að þetta sé fyrst og fremst hugsunarleysi. Maður vill ekki að kyn skipti máli þegar kemur að svona baráttu eða lyfta báðum deildum til jafns. Kannski þurfum við að fá inn einhvern sem hefur virkilega brennandi áhuga á kvennabolta. Það er fullt af fólki þarna úti sem hefur áhuga, hvort sem það eru konur eða karlar. Það væri kannski byrjunin,“ sagði Elísa. Lærdómur verði dreginn af Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks hefur nú kallað eftir bættum vinnubrögðum innan hagsmunsamtakanna og að lærdómur verði dreginn af. „Knattspyrnudeild Breiðabliks leggur áherslu á að í þeim samtökum eða verkefnum sem félagið er aðili að sé ætíð fyllsta jafnréttis gætt og að aldrei halli á hvort kyn,“ segir í tilkynningunni. „Nú skiptir máli að ÍTF, félögin og leikmenn nái að byggja upp traust sín á milli og að lærdómur verði dreginn af atburðarrás síðustu daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks mun beita sér í þeirri vegferð,“ segir þar enn fremur en yfirlýsinguna má sjá í heild sinni að neðan. Kynningarfundur ÍTF fyrir tímabilið í Bestu deild kvenna er á dagskrá í dag klukkan 15:00 og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Flosi Eiríksson (t.v.) er formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks.Vísir/Hulda Margrét Yfirlýsing knattspyrnudeildar Breiðabliks Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks fagnar af heilum hug aukinni umræðu og áhuga á knattspyrnu kvenna, hvort sem það snýr að kynningarmálum, aðstöðumálum eða öðru.Þar má sérstaklega nefna eftirtektarverða samstöðu fyrirliða í Bestu deild kvenna undanfarna daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks leggur áherslu á að í þeim samtökum eða verkefnum sem félagið er aðili að sé ætíð fyllsta jafnréttis gætt og að aldrei halli á hvort kyn.Á síðustu árum hefur leiknum sannarlega verið breytt þannig að áhugi og áhorf á knattspyrnu kvenna hefur aukist verulega. Af þeim sökum er mikilvægt að allir sem að því verkefni koma séu samstíga og gæti vel að framsetningu og markaðssetningu enda er auðvelt að misstíga sig og falla út af sporinu. Nú skiptir máli að ÍTF, félögin og leikmenn nái að byggja upp traust sín á milli og að lærdómur verði dreginn af atburðarrás síðustu daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks mun beita sér í þeirri vegferð. Við í Breiðabliki höfum á vettvangi KSÍ og annars staðar talað fyrir sjónarmiðum jafnréttis og jafnræðis með margvíslegum tillöguflutningi og umræðu og munum halda því áfram af öllu okkar afli. Við viljum eiga gott samstarf með öllum þeim sem vilja vinna að vexti og hag knattspyrnu kvenna og halda áfram að leggja okkar af mörkum en um leið vera óhrædd við að benda á það sem betur má fara. Besta deild kvenna Jafnréttismál Breiðablik Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
ÍTF, hagmunasamtök félaga í efstu deildum karla og kvenna, hefur sætt gagnrýni síðustu daga og vikur vegna meintrar mismununar. Sú hafi birst í miklum minnihluta kvenna í auglýsingu fyrir Bestu deildirnar, í því að fantasy leikur fyrir deildirnar sé aðeins í boði karlamegin og kornið sem hafi fyllt mælinn hafi verið boðun leikmanna í Bestu deild kvenna í upptöku markaðsefnis sem átti að fara fram á sama tíma og leikur Meistara meistaranna í gær. Fyrirliðar félaga í Bestu deild kvenna sendu í kjölfarið frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem þeir greindu frá sniðgöngu leikmanna í þá myndatöku vegna tímasetningar og þess sem undan hafði gengið hjá ÍTF. „Ég vildi óska þess að svarið væri nei“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, sagði í samtali við Stöð 2 um helgina að mikill meirihluta karla í stjórn og stöðum hjá ÍTF hefði líklega áhrif. „Ég vildi óska þess að svarið væri nei. Ég held að það sé enginn að smána kvennaboltann, held það sé ekki grunnurinn að þessu. Eg held að þetta sé fyrst og fremst hugsunarleysi. Maður vill ekki að kyn skipti máli þegar kemur að svona baráttu eða lyfta báðum deildum til jafns. Kannski þurfum við að fá inn einhvern sem hefur virkilega brennandi áhuga á kvennabolta. Það er fullt af fólki þarna úti sem hefur áhuga, hvort sem það eru konur eða karlar. Það væri kannski byrjunin,“ sagði Elísa. Lærdómur verði dreginn af Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks hefur nú kallað eftir bættum vinnubrögðum innan hagsmunsamtakanna og að lærdómur verði dreginn af. „Knattspyrnudeild Breiðabliks leggur áherslu á að í þeim samtökum eða verkefnum sem félagið er aðili að sé ætíð fyllsta jafnréttis gætt og að aldrei halli á hvort kyn,“ segir í tilkynningunni. „Nú skiptir máli að ÍTF, félögin og leikmenn nái að byggja upp traust sín á milli og að lærdómur verði dreginn af atburðarrás síðustu daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks mun beita sér í þeirri vegferð,“ segir þar enn fremur en yfirlýsinguna má sjá í heild sinni að neðan. Kynningarfundur ÍTF fyrir tímabilið í Bestu deild kvenna er á dagskrá í dag klukkan 15:00 og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Flosi Eiríksson (t.v.) er formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks.Vísir/Hulda Margrét Yfirlýsing knattspyrnudeildar Breiðabliks Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks fagnar af heilum hug aukinni umræðu og áhuga á knattspyrnu kvenna, hvort sem það snýr að kynningarmálum, aðstöðumálum eða öðru.Þar má sérstaklega nefna eftirtektarverða samstöðu fyrirliða í Bestu deild kvenna undanfarna daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks leggur áherslu á að í þeim samtökum eða verkefnum sem félagið er aðili að sé ætíð fyllsta jafnréttis gætt og að aldrei halli á hvort kyn.Á síðustu árum hefur leiknum sannarlega verið breytt þannig að áhugi og áhorf á knattspyrnu kvenna hefur aukist verulega. Af þeim sökum er mikilvægt að allir sem að því verkefni koma séu samstíga og gæti vel að framsetningu og markaðssetningu enda er auðvelt að misstíga sig og falla út af sporinu. Nú skiptir máli að ÍTF, félögin og leikmenn nái að byggja upp traust sín á milli og að lærdómur verði dreginn af atburðarrás síðustu daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks mun beita sér í þeirri vegferð. Við í Breiðabliki höfum á vettvangi KSÍ og annars staðar talað fyrir sjónarmiðum jafnréttis og jafnræðis með margvíslegum tillöguflutningi og umræðu og munum halda því áfram af öllu okkar afli. Við viljum eiga gott samstarf með öllum þeim sem vilja vinna að vexti og hag knattspyrnu kvenna og halda áfram að leggja okkar af mörkum en um leið vera óhrædd við að benda á það sem betur má fara.
Yfirlýsing knattspyrnudeildar Breiðabliks Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks fagnar af heilum hug aukinni umræðu og áhuga á knattspyrnu kvenna, hvort sem það snýr að kynningarmálum, aðstöðumálum eða öðru.Þar má sérstaklega nefna eftirtektarverða samstöðu fyrirliða í Bestu deild kvenna undanfarna daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks leggur áherslu á að í þeim samtökum eða verkefnum sem félagið er aðili að sé ætíð fyllsta jafnréttis gætt og að aldrei halli á hvort kyn.Á síðustu árum hefur leiknum sannarlega verið breytt þannig að áhugi og áhorf á knattspyrnu kvenna hefur aukist verulega. Af þeim sökum er mikilvægt að allir sem að því verkefni koma séu samstíga og gæti vel að framsetningu og markaðssetningu enda er auðvelt að misstíga sig og falla út af sporinu. Nú skiptir máli að ÍTF, félögin og leikmenn nái að byggja upp traust sín á milli og að lærdómur verði dreginn af atburðarrás síðustu daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks mun beita sér í þeirri vegferð. Við í Breiðabliki höfum á vettvangi KSÍ og annars staðar talað fyrir sjónarmiðum jafnréttis og jafnræðis með margvíslegum tillöguflutningi og umræðu og munum halda því áfram af öllu okkar afli. Við viljum eiga gott samstarf með öllum þeim sem vilja vinna að vexti og hag knattspyrnu kvenna og halda áfram að leggja okkar af mörkum en um leið vera óhrædd við að benda á það sem betur má fara.
Besta deild kvenna Jafnréttismál Breiðablik Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira