Íslenski boltinn

Fram­herji Fram frá næstu mánuði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jannik Pohl mun ekki spila með Fram á næstunni.
Jannik Pohl mun ekki spila með Fram á næstunni. Vísir/Diego

Bestu deildarlið Fram hefur orðið fyrir miklu áfalli en framherjinn Jannik Pohl er meiddur og verður frá næstu mánuðina.

Fótbolti.net greinir frá. Hinn 27 ára gamli Pohl fór meiddur af velli í 2-2 jafnteflinu gegn FH í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu og verður frá keppni í nokkra mánuði.

Samkvæmt frétt Fótbolti.net er um að ræða meiðsli á liðbandi í hné sem þýðir að Daninn mun ekki geta spilað með Fram fyrr en eftir nokkra mánuði hið minnsta. Ekki kemur fram um hversu marga mánuði er að ræða en Pohl stefnir á að ná síðari hluta tímabilsins.

Pohl kom hingað til lands fyrir síðustu leiktíð og átti gott tímabil með Fram sem kom öllum á óvart og hélt sæti sínu í Bestu deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×