Bannað að kenna á annarri hæð því Kanye er hræddur við tröppur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2023 08:58 Hinum umdeilda Kanye West er margt til lista lagt. Að reka skóla er þó ekki eitt af því, ef marka má frásagnir fyrrverandi kennara við skóla hans. MEGA/GC Kennari, sem áður kenndi við skóla sem stofnaður var af rapparanum og athafnamanninum Kanye West, segir börn sem ganga í skólann ekki fá tilhlýðilega menntun. Hún er einn fyrrverandi kennara sem nú standa í málaferlum við skólann. Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greinir frá því að Cecilia Hailey, fyrrverandi kennari við Donda Academy, kristilegs einkaskóla í eigu Kanye West, eða Ye, vari foreldra eindregið við því að senda börn í skóla rapparans. Þau muni ekki fá þá menntun sem þau þurfi á að halda. Þá hvetur hún foreldra barna sem þegar eru í skólanum til þess að taka þau þaðan hið snarasta, en segir að það eitt og sér muni ekki leysa vanda barnanna. Þau séu þegar komin á eftir jafnöldrum sínum sem gangi í aðra skóla, þar sem kennsla og aðbúnaður sé með fullnægjandi hætti. Fyrr í mánuðinum greindi TMZ frá því að tvær svartar konur sem báðar kenndu við skólann hefðu nú farið í mál við stofnunina og West sjálfan, eftir að hafa verið sagt upp. Þær segja ómálefnalegar ástæður hafa búið að baki brottrekstri þeirra. Annars vegar það að þær hafi bent á það sem betur mætti fara í starfsemi skólans, og hins vegar kynþáttur þeirra. Meðal vandamálanna sem konurnar, sem segjast hafa verið einu svörtu kennararnir við skólann, er að nemendur hafi aðeins fengið sushi í hádegismat, þeim hafi verið meinað að koma með eigin mat eða drykk í skólann, utan vatns, og að krossgátur og litabækur séu bannaðar í skólanum. Þá hafi ekki mátt kenna á annarri hæð skólans þar sem Kanye sjálfur sé „hræddur við tröppur.“ Ekki hafi mátt hengja list á veggina og engum hafi verið heimilt að ganga með skartrgripi, vegna þess að West væri ekki gefinn fyrir glingur. Þá hafi engir venjulegir stólar verið í boði fyrir kennara eða nemendur, sem hafi þurft að standa eða sitja á púðum. Þá séu gafflar bannaðir, af einhverjum ástæðum. Í viðtali við TMZ greinir Hailey þá frá því að engin eiginleg námsskrá sé í skólanum, auk þess sem skautað hafi verið fram hjá Helförinni í sögukennslu og ekki haldið upp á Black History Month, sem er útbreiddur um Bandaríkin, en þar er sögu svartra í landinu gert hátt undir höfði. Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Kanye hatar ekki lengur gyðinga þökk sé Jonah Hill Rapparinn umdeildi Kanye West kveðst ekki lengur hata gyðinga. Ástæðan er einföld: frammistaða Jonah Hill í kvikmyndinni 21 Jump Street frá árinu 2012. 25. mars 2023 16:13 Kanye West sagður vera kominn með nýja „eiginkonu“ Slúðurmiðlar vestanhafs greina frá því að tónlistarmaðurinn umdeildi Kanye West sé kominn með nýja konu upp á arminn. Ekki nóg með það, heldur hafi þau haldi leynilega brúðkaupsathöfn nú á dögunum. 13. janúar 2023 12:32 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greinir frá því að Cecilia Hailey, fyrrverandi kennari við Donda Academy, kristilegs einkaskóla í eigu Kanye West, eða Ye, vari foreldra eindregið við því að senda börn í skóla rapparans. Þau muni ekki fá þá menntun sem þau þurfi á að halda. Þá hvetur hún foreldra barna sem þegar eru í skólanum til þess að taka þau þaðan hið snarasta, en segir að það eitt og sér muni ekki leysa vanda barnanna. Þau séu þegar komin á eftir jafnöldrum sínum sem gangi í aðra skóla, þar sem kennsla og aðbúnaður sé með fullnægjandi hætti. Fyrr í mánuðinum greindi TMZ frá því að tvær svartar konur sem báðar kenndu við skólann hefðu nú farið í mál við stofnunina og West sjálfan, eftir að hafa verið sagt upp. Þær segja ómálefnalegar ástæður hafa búið að baki brottrekstri þeirra. Annars vegar það að þær hafi bent á það sem betur mætti fara í starfsemi skólans, og hins vegar kynþáttur þeirra. Meðal vandamálanna sem konurnar, sem segjast hafa verið einu svörtu kennararnir við skólann, er að nemendur hafi aðeins fengið sushi í hádegismat, þeim hafi verið meinað að koma með eigin mat eða drykk í skólann, utan vatns, og að krossgátur og litabækur séu bannaðar í skólanum. Þá hafi ekki mátt kenna á annarri hæð skólans þar sem Kanye sjálfur sé „hræddur við tröppur.“ Ekki hafi mátt hengja list á veggina og engum hafi verið heimilt að ganga með skartrgripi, vegna þess að West væri ekki gefinn fyrir glingur. Þá hafi engir venjulegir stólar verið í boði fyrir kennara eða nemendur, sem hafi þurft að standa eða sitja á púðum. Þá séu gafflar bannaðir, af einhverjum ástæðum. Í viðtali við TMZ greinir Hailey þá frá því að engin eiginleg námsskrá sé í skólanum, auk þess sem skautað hafi verið fram hjá Helförinni í sögukennslu og ekki haldið upp á Black History Month, sem er útbreiddur um Bandaríkin, en þar er sögu svartra í landinu gert hátt undir höfði.
Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Kanye hatar ekki lengur gyðinga þökk sé Jonah Hill Rapparinn umdeildi Kanye West kveðst ekki lengur hata gyðinga. Ástæðan er einföld: frammistaða Jonah Hill í kvikmyndinni 21 Jump Street frá árinu 2012. 25. mars 2023 16:13 Kanye West sagður vera kominn með nýja „eiginkonu“ Slúðurmiðlar vestanhafs greina frá því að tónlistarmaðurinn umdeildi Kanye West sé kominn með nýja konu upp á arminn. Ekki nóg með það, heldur hafi þau haldi leynilega brúðkaupsathöfn nú á dögunum. 13. janúar 2023 12:32 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Kanye hatar ekki lengur gyðinga þökk sé Jonah Hill Rapparinn umdeildi Kanye West kveðst ekki lengur hata gyðinga. Ástæðan er einföld: frammistaða Jonah Hill í kvikmyndinni 21 Jump Street frá árinu 2012. 25. mars 2023 16:13
Kanye West sagður vera kominn með nýja „eiginkonu“ Slúðurmiðlar vestanhafs greina frá því að tónlistarmaðurinn umdeildi Kanye West sé kominn með nýja konu upp á arminn. Ekki nóg með það, heldur hafi þau haldi leynilega brúðkaupsathöfn nú á dögunum. 13. janúar 2023 12:32
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent