Innlent

Eldur í bíl á Reykja­nes­braut

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Slökkvilið að störfum.
Slökkvilið að störfum. Aðsend

Eldur kom upp í bíl á Reykjanesbraut í Kópavogi á tíunda tímanum í morgun. Mikinn reyk lagði frá bifreiðinni.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu sakaði engan þegar eldur kom upp í vélarrými bílsins. Um var að ræða töluverðan eld sem slökkviliði tókst þó greiðlega að slökkva með froðu.

Eldsupptök eru ókunn.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Mikinn reyk lagði frá bílnum.Jón Hallmar Stefánsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×