Kynnti áhöfnina sem á að fara aftur til tunglsins Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2023 08:38 Geimfararnir fjórir við kynninguna í Houston í gær. Frá vinstri: Jeremy Hansen, Victor Glover, Reid Wiseman og Christina Hammock Koch. AP/MIchael Wyke Bandaríska geimvísindastofnunin NASA kynnti í gær geimfarana fjóra sem urðu fyrir valinu til að fljúga til tunglsins á næsta ári. Kona og blökkumaður eru í fyrsta skipti á hópi væntanlegra tunglfara. Til stendur að skjóta fjórum geimförum með Orion-geimferju NASA til tunglsins í fyrsta lagi seint á næsta ári. Í þessari fyrstu mönnuðu ferð Artemis-áætlunarinnar svonefndu er ætlunin að geimfararnir fljúgi geimferju sinni í kringum tunglið og aftur til jarðar án þess að reyna lending eða að fara á sporbraut um tunglið. Geimfararnir fjórir voru kynntir við hátíðlega athöfn í Houston í Bandaríkjunum í gær. Þrír Bandaríkjamenn og einn Kanadamaður urðu fyrir valinu. Þau eru öll á fimmtugsaldri og voru valin úr hópi 41 starfandi geimfara. Stjórnandi leiðangursins verður Reid Wiseman en með honum skipa áhöfnina þau Victor Glover, flugmaður sjóhersins og fyrsti blökkumaðurinn til að vera valinn í tunglferð, Christina Koch, sem á metið yfir lengstu samfelldu dvöl konu í geimnum, og Jeremy Hansen, fyrrverandi orrustuflugmaður frá Kanada. Hansen er sá eini þeirra sem hefur aldrei farið út í geim. Hansen er jafnframt fyrsti væntanlegi tunglfarinn sem er ekki frá Bandaríkjunum. Kanadíska geimstofnunin fékk sæti í leiðangrinum vegna framlags síns til geimskutluáætlunar NASA og Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Fjórmenningarnir verða fyrstu mennirnir sem fara til tunglsins frá Apollo 17-leiðangrinum árið 1972. Tólf bandarískir karlmenn stigu fæti á tunglið í Apollo-ferðunum. Mynd NASA af tunglförunum fjórum: Koch, Glover, Wiseman og Hansen.AP/NASA/Josh Valcarcel Tunglið Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Fleiri fréttir Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Sjá meira
Til stendur að skjóta fjórum geimförum með Orion-geimferju NASA til tunglsins í fyrsta lagi seint á næsta ári. Í þessari fyrstu mönnuðu ferð Artemis-áætlunarinnar svonefndu er ætlunin að geimfararnir fljúgi geimferju sinni í kringum tunglið og aftur til jarðar án þess að reyna lending eða að fara á sporbraut um tunglið. Geimfararnir fjórir voru kynntir við hátíðlega athöfn í Houston í Bandaríkjunum í gær. Þrír Bandaríkjamenn og einn Kanadamaður urðu fyrir valinu. Þau eru öll á fimmtugsaldri og voru valin úr hópi 41 starfandi geimfara. Stjórnandi leiðangursins verður Reid Wiseman en með honum skipa áhöfnina þau Victor Glover, flugmaður sjóhersins og fyrsti blökkumaðurinn til að vera valinn í tunglferð, Christina Koch, sem á metið yfir lengstu samfelldu dvöl konu í geimnum, og Jeremy Hansen, fyrrverandi orrustuflugmaður frá Kanada. Hansen er sá eini þeirra sem hefur aldrei farið út í geim. Hansen er jafnframt fyrsti væntanlegi tunglfarinn sem er ekki frá Bandaríkjunum. Kanadíska geimstofnunin fékk sæti í leiðangrinum vegna framlags síns til geimskutluáætlunar NASA og Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Fjórmenningarnir verða fyrstu mennirnir sem fara til tunglsins frá Apollo 17-leiðangrinum árið 1972. Tólf bandarískir karlmenn stigu fæti á tunglið í Apollo-ferðunum. Mynd NASA af tunglförunum fjórum: Koch, Glover, Wiseman og Hansen.AP/NASA/Josh Valcarcel
Tunglið Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Fleiri fréttir Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð