Enski boltinn

„Þurfum að ein­beita okkur að því sem við getum stjórnað“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mikel Arteta var sáttur með sigurinn.
Mikel Arteta var sáttur með sigurinn. EPA-EFE/TOLGA AKMEN

Það var heimspekilegur Mikel Arteta sem ræddi við blaðamenn eftir 4-1 sigur toppliðs Arsenal á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

„Ég er mjög ánægður. Það hefur töluvert gengið á undanfarna daga en liðið brást vel við. Þetta var erfiður leikur gegn erfiðum andstæðingi en mér fannst við eiga skilið að vinna leikinn.“

„Þeir voru mjög skipulagðir og spiluðu af mikilli ástríðu. Við töpuðum boltanum nokkrum sinnum á hættulegum stöðum.“

„Allir verða að skila sínu og það sýndi sig í dag þegar Granit Xhaka skoraði fjórða markið. Við höfum verið mjög stöðugir allt tímabilið. Morgundagurinn er ávallt mikilvægastur, að gera hlutina betur næsta dag heldur en í dag.“

„Við höfum enga stjórn yfir því hvað Manchester City geri. Þurfum að einbeita okkur að því sem við getum stjórnað, spila eins vel og mögulegt er og halda áfram að vinna leiki.“

„Ég er svo ánægður fyrir hans hönd og allra sem hjálpuðu til við endurhæfinguna. Hann býr yfir miklum gæðum og er óútreiknanlegur,“ sagði Arteta að endingu um brasilíska framherjann Gabriel Jesus sem er mættur aftur eftir meiðsli.

Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 72 stig að loknum 29 leikjum. Manchester City er í 2. sæti með 64 stig að loknum 28 leikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.