Erlent

Páfinn segist vera enn á lífi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Páfinn heilsaði fólki eftir að hafa útskrifast af spítalanum í dag.
Páfinn heilsaði fólki eftir að hafa útskrifast af spítalanum í dag. Getty/Alessandra Benedetti

Frans páfi grínaðist er hann var fluttur af spítala í Rómarborg í gær eftir þriggja daga dvöl þar. Hann hafði verið lagður þar inn vegna öndunarfærasýkingar. 

Páfinn var lagður inn á Gemelli-spítalann á miðvikudaginn með öndunarfærasýkingu. Á spítalanum kom í ljós að hann var með berkjubólgu. 

„Ég var ekki hræddur, ég er enn lifandi,“ sagði páfinn glettinn við blaðamenn er hann gekk út af spítalanum. Páfinn verður 87 ára á árinu og er þriðji elsti páfinn í sögunni. Hann þarf að vera páfi í rúm sjö ár í viðbót til þess að ná toppsætinu af Leó áttunda sem gegndi embættinu árin 1878 til 1903.

Er honum var ekið aftur til Vatíkansins sást til páfans brosa og veifa fólki. Nú taka páskarnir við hjá honum sem er annasamasti tími ársins hjá kaþólikkum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×