Á þessari rúmu viku mætir Liverpool liðið Manchester City, Chelsea og Arsenal í einum rykk.
Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool, fer yfir stöðu mála hjá sínu gamla félagi í pistli á vef breska ríkisútvarpsins.
„Þetta verður risavika fyrir Liverpool en það að þeir fá þessi þrjú stóru próf er kannski einmitt það sem liðið þarf á að halda,“ skrifaði Danny Murphy.
Man City v Liverpool: Danny Murphy on Jurgen Klopp's big week https://t.co/r8JS4xQdia
— BBC Football News (@BBCFoot) March 31, 2023
„Liverpool byrjar á því að spila við Manchester City á laugardaginn og svo taka við leikir við Chelsea og Aresenal á næstu átta dögum. Ég tel að Liverpool verði að vinna að minnsta kosti tvo af þessum þremur leikjum til þess að eiga möguleika á að enda í einu af fjórum efstu sætunum,“ skrifaði Murphy.
„Þetta lítur út fyrir óárennilegt verkefni en það gæti komið sumu fólki á óvart að Liverpool hefur ekki bara staðið sig vel í stóru leikjunum í vetur heldur hefur liðið staðið sig best allra,“ skrifaði Murphy.
Liverpool hefur náð í fimmtán stigum í sjö leikjum á móti liðum sem teljast til þeirra stóru sex. Það er tveimur stigum meira en Manchester City, Arsenal og Manchester United en Manchester liðin bæði hafa leikið leik meira en Liverpool.
„Það var hins vegar ekki sjokkerandi fyrir mig að sjá lið Jürgen Klopp á toppnum á slíkri töflu,“ skrifaði Murphy.
„Þetta gæti orðið stórkostleg vika fyrir Liverpool en sama hvað gerist þá mun hún ráða miklu, ekki bara um hvernig tímabilið endar heldur einnig hvað félagið mun gera á markaðnum í sumar,“ skrifaði Murphy.
Hann hefur áhyggjur af því að ef Liverpool nær að lauma sér inn í Meistaradeildina á síðustu stundu eins og árið 2021 þá sé möguleiki á því að Klopp fái ekki alvöru pening til að styrkja liðið.
Það má lesa allan pistil hans hér.