Erlent

Hleypt­u flótt­a­mönn­um ekki út þeg­ar eld­ur­inn kvikn­að­i

Samúel Karl Ólason skrifar
Flestir hinna látnu voru frá Gvatemala, Hondúras, Venesúela og El Salvador.
Flestir hinna látnu voru frá Gvatemala, Hondúras, Venesúela og El Salvador. AP/Christian Chavez)

Öryggisverðir í flóttamannabúðum í Ciudad Jarez hleyptu flóttamönnum ekki út þegar eldur kviknaði í búðunum í gær. Minnst 38 létust og 28 eru særðir en flóttamennirnir sjálfir eru sagðir hafa kveikt eldinn.

Forseti Mexíkó heitir því að málið verði rannsakað og engum verði hlíft.

Myndband úr öryggismyndavél í flóttamannabúðunum styður það að flóttamennirnir hafi sjálfir kveikt eldinn en þeir munu hafa verið að mótmæla mögulegum brottflutningi frá Mexíkó.

Mikill fjöldi fólks heldur til í Mexíkó og bíður eftir því að fá tækifæri til að reyna að komast til Bandaríkjanna eða hafa þegar sótt um hæli og bíða eftir því að mál þeirra fari í gegnum hið opinbera ferli.

AP fréttaveitan segir 68 menn hafa verið í þessu tiltekna húsnæði og flestir hafi verið frá Gvatemala, Hondúras, Venesúela og El Salvador.

Áðurnefnt myndband sýnir einnig að öryggisverðir hlaupa út, án þess að hleypa flóttamönnunum út úr læstu rými eða búri sem þeir virðast hafa verið í. Fimmtán konum var hleypt út en ekki mönnunum.

AP segir að flestir þeirra sem dóu hafi kafnað vegna reyks.

Viangly Infante Padrón, eiginkona eins mannsins, sem lést segist ekki skilja af hverju mönnunum var ekki hleypt út. Öryggisverðirnir hefðu verið þeir einu sem voru með lykla.

„Ábyrgðin var þeirra að opna dyrnar og bjarga þessum lífum, burtséð frá því hvort þeir voru í haldi eða burtséð frá því hvort þeir myndu reyna að flýja, burtséð frá öllu sem hafði gerst. Þeir áttu að bjarga þessum lífum,“ sagði Viangly Infante Padrón.


Tengdar fréttir

Kveiktu í dýnum í mótmælum en fjölmargir dóu í eldsvoðanum

Flóttamenn sem óttuðust að verða fluttir úr landi kveiktu eld sem leiddi til minnst 39 dauðsfalla í Mexíkó í morgun. Forseti Mexíkó segir mennina hafa kveikt í dýnum við mótmæli í flóttamannabúðum í Ciudad Juarez, nærri landamærum Bandaríkjanna, og að þeir hafi misst tök á eldinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×