Erlent

Ísland í öðru sæti yfir öruggustu áfangastaðina fyrir ferðamenn

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Ísland er jafnframt öruggasti áfangastaðurinn fyrir konur á meðan Egyptaland er talið hættulegasti staðurinn.
Ísland er jafnframt öruggasti áfangastaðurinn fyrir konur á meðan Egyptaland er talið hættulegasti staðurinn. Vísir/Vilhelm

Ísland er eitt af tíu öruggustu áfangastöðunum fyrir ferðamenn. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt á breska ferðavefnum Which en stuðst var við gögn frá ráðgjafafyrirtækinu STC. Tekið var mið af náttúrhamförum, fjölda banaslysa í umferðinni, morðtíðni, fjölda hryðjuverka, öryggi kvenkyns ferðamanna og uppbyggingu heilbrigðiskerfis í hverju landi fyrir sig.

Sviss trónir á toppi listans en þar spilar inn í pólitískur stöðugleiki, gott heilbrigðiskerfi og lág tíðni ofbeldisbrota. Þá er tíðni umferðarslysa áberandi lág þar í landi eða 3.3 banaslys á hverja 100 þúsund íbúa.

Ísland er í öðru sæti en þar á eftir koma Noregur, Portúgal, Slóvenía, Finnland, Nýja Sjáland, Danmörk, Singapúr og Austurríki.

Tæland, Indland, Víetnam, Túnis, Sri Lanka og Cape Verde eru fyrir miðju á listanum. Fram kemur að í þessum löndum sé manndrápstíðni tiltölulega lág en á móti kemur mun hærri tíðni umferðarslysa.

Brasilía, Suður Afríka, Fillipseyjar og Mexíkó verma neðstu sætin á listanum en í öllum þessum löndum er manndrápstíðni há. Jamaíka er neðst á listanum en þar er manndrápstíðni rúmlega 60 sinnum hærri en í Sviss.

Ísland er jafnframt öruggasti áfangastaðurinn fyrir konur á meðan Egyptaland er talið hættulegasti staðurinn.

Samantekt á ferðavefnum Which.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×