Óttast að umdeildar breytingar ógni öryggi Ísraels Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2023 09:13 Lögregla beitti háþrýstidælum á mótmælendur í Tel Aviv á fimmtudag. Mótmæli héldu áfram um helgina. AP/Oded Balilty Varnarmálaráðherra Ísraels hvatti ríkisstjórnina til þess að hætta við umdeildar breytingar á dómstólum landsins í gær. Hann óttast að hatrammar deilur um breytingarnar ógni þjóðaröryggi landsins. Hörð mótmæli hafa geisað í Ísrael vegna breytingar sem ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra vill gera á dómstólum undanfarnar vikur. Um tvö hundruð þúsund manns eru sagðir hafa mótmælt breytingunum í Tel Aviv í gær. Gagnrýnendur frumvarpsins segja það ógn við lýðræðið. Yrði frumvarpið að lögum fengi ríkisstjórnin frjálsari hendur við val á dómurum og hlutverk hæstiréttar í að úrskurða um lögmæti laga yrði útþynnt. Einhverjar efasemdaraddir hafa verið innan samsteypustjórnar Netanjahú en Yoav Gallant, varnarmálaráðherra, er fyrsti háttsetti ráðherrann til þess að mæla gegn frumvarpinu opinberlega og afdráttarlaust, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Vaxandi klofningur er byrjaður að teygja sig inn í herinn og öryggisstofnanir. Þetta er klár, aðsteðjandi og raunveruleg ógn við öryggi Ísraels. Ég ætla ekki að taka þátt í þessu,“ sagði Gallant í stuttu sjónvarpsávarpi í gær. Netanjahú, sem er ákærður fyrir spillingu, er í opinberri heimsókn í London. Hann er undir þrýstingi frá hægriöfgamönnum í ríkisstjórninni um að keyra breytingarnar í gegn. Itamar Ben-Gvir, ráðherra lögreglumála, hvatti hann til þess að reka Gallant sem hann sakaði um að kikna undan þrýstingi mótmælenda. Ísrael Tengdar fréttir Átök í mótmælum vegna umdeildra breytinga á dómstólum Benjamin Netanyahu, forsætisráherra Ísrael, sagðist í gær ákveðinn í því að knýja fram breytingar á lögum er varða dómstóla, þrátt fyrir hörð mótmæli síðustu vikna. Þúsundir mótmæltu breytingunum í gær og átök brutust út milli mótmælenda og stuðningsmanna Netanyahu. 24. mars 2023 08:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Hörð mótmæli hafa geisað í Ísrael vegna breytingar sem ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra vill gera á dómstólum undanfarnar vikur. Um tvö hundruð þúsund manns eru sagðir hafa mótmælt breytingunum í Tel Aviv í gær. Gagnrýnendur frumvarpsins segja það ógn við lýðræðið. Yrði frumvarpið að lögum fengi ríkisstjórnin frjálsari hendur við val á dómurum og hlutverk hæstiréttar í að úrskurða um lögmæti laga yrði útþynnt. Einhverjar efasemdaraddir hafa verið innan samsteypustjórnar Netanjahú en Yoav Gallant, varnarmálaráðherra, er fyrsti háttsetti ráðherrann til þess að mæla gegn frumvarpinu opinberlega og afdráttarlaust, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Vaxandi klofningur er byrjaður að teygja sig inn í herinn og öryggisstofnanir. Þetta er klár, aðsteðjandi og raunveruleg ógn við öryggi Ísraels. Ég ætla ekki að taka þátt í þessu,“ sagði Gallant í stuttu sjónvarpsávarpi í gær. Netanjahú, sem er ákærður fyrir spillingu, er í opinberri heimsókn í London. Hann er undir þrýstingi frá hægriöfgamönnum í ríkisstjórninni um að keyra breytingarnar í gegn. Itamar Ben-Gvir, ráðherra lögreglumála, hvatti hann til þess að reka Gallant sem hann sakaði um að kikna undan þrýstingi mótmælenda.
Ísrael Tengdar fréttir Átök í mótmælum vegna umdeildra breytinga á dómstólum Benjamin Netanyahu, forsætisráherra Ísrael, sagðist í gær ákveðinn í því að knýja fram breytingar á lögum er varða dómstóla, þrátt fyrir hörð mótmæli síðustu vikna. Þúsundir mótmæltu breytingunum í gær og átök brutust út milli mótmælenda og stuðningsmanna Netanyahu. 24. mars 2023 08:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Átök í mótmælum vegna umdeildra breytinga á dómstólum Benjamin Netanyahu, forsætisráherra Ísrael, sagðist í gær ákveðinn í því að knýja fram breytingar á lögum er varða dómstóla, þrátt fyrir hörð mótmæli síðustu vikna. Þúsundir mótmæltu breytingunum í gær og átök brutust út milli mótmælenda og stuðningsmanna Netanyahu. 24. mars 2023 08:00