Átök í mótmælum vegna umdeildra breytinga á dómstólum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. mars 2023 08:00 Til átaka kom í gær. AP/Ohad Zwigenberg Benjamin Netanyahu, forsætisráherra Ísrael, sagðist í gær ákveðinn í því að knýja fram breytingar á lögum er varða dómstóla, þrátt fyrir hörð mótmæli síðustu vikna. Þúsundir mótmæltu breytingunum í gær og átök brutust út milli mótmælenda og stuðningsmanna Netanyahu. Umræddar lagabreytingar munu gefa stjórnvöldum meira vald við útnefningu dómara, takmarka mjög vald hæstaréttar landsins til að úrskurða um lagasetningar og veita þinginu vald til að snúa, eða fara gegn, niðurstöðum dómstóla. Breytingarnar eru eitt heitasta innanríkismál Ísrael í sögu landsins, enda segja gagnrýnendur þær hreina og beina ógn við lýðræðið. „Þetta eru ekki endalok lýðræðisins heldur styrking lýðræðisins,“ vildi Netanyahu hins vegar meina í gær. Sagði hann breytingunum ætlað að koma aftur á valdajafnvægi milli kjörinna fulltrúa og ókjörinna dómara. Forsætisráðherrann sagði aukið vald stjórnvalda yfir útnefningum hæstaréttadómara opna dómstólinn fyrir fleiri sjónarmiðum, sem áður höfðu verið útilokuð. „Við viljum ekki dómstól sem er stjórnað, heldur dómstól sem er í jafnvægi,“ sagði hann. Netanyahu sagðist myndu gera allt til að lægja öldurnar vegna breytinganna. Þúsundir mótmæltu í Tel Aviv í gær. AP/Oded Balilty Mótmælendur eru hins vegar ekki á því að hætta og þá vakti það litla hrifningu að þingið samþykkti í gær með eins atkvæðis meirihluta að gera það enn erfiðara að fjarlægja forsætisráðherrann úr embætti. „Eins og þjófar um nótt hefur bandalagið nú samþykkt ógeðfelld og spillt persónuleg lög,“ sagði Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, um löggjöfina sem færir valdið til að koma forsætisráðherranum frá úr höndum dómsmálaráðherra og dómstólanna í hendur þingsins. Nú þarf samþykki þriggja fjórðuhluta ráðherra og 80 af 120 þingmönnum til að koma forsætisráðherranum frá. Breytingin kemur sér afar vel fyrir Netanyahu en dómsmálaráðherrann hafði talað fyrir því að meina forsætisráðherranum aðkomu að breytingum á dómstólum, þar sem hann er sjálfur skotmarkið í nokkrum yfirstandandi dómsmálum. Ísrael Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Sjá meira
Umræddar lagabreytingar munu gefa stjórnvöldum meira vald við útnefningu dómara, takmarka mjög vald hæstaréttar landsins til að úrskurða um lagasetningar og veita þinginu vald til að snúa, eða fara gegn, niðurstöðum dómstóla. Breytingarnar eru eitt heitasta innanríkismál Ísrael í sögu landsins, enda segja gagnrýnendur þær hreina og beina ógn við lýðræðið. „Þetta eru ekki endalok lýðræðisins heldur styrking lýðræðisins,“ vildi Netanyahu hins vegar meina í gær. Sagði hann breytingunum ætlað að koma aftur á valdajafnvægi milli kjörinna fulltrúa og ókjörinna dómara. Forsætisráðherrann sagði aukið vald stjórnvalda yfir útnefningum hæstaréttadómara opna dómstólinn fyrir fleiri sjónarmiðum, sem áður höfðu verið útilokuð. „Við viljum ekki dómstól sem er stjórnað, heldur dómstól sem er í jafnvægi,“ sagði hann. Netanyahu sagðist myndu gera allt til að lægja öldurnar vegna breytinganna. Þúsundir mótmæltu í Tel Aviv í gær. AP/Oded Balilty Mótmælendur eru hins vegar ekki á því að hætta og þá vakti það litla hrifningu að þingið samþykkti í gær með eins atkvæðis meirihluta að gera það enn erfiðara að fjarlægja forsætisráðherrann úr embætti. „Eins og þjófar um nótt hefur bandalagið nú samþykkt ógeðfelld og spillt persónuleg lög,“ sagði Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, um löggjöfina sem færir valdið til að koma forsætisráðherranum frá úr höndum dómsmálaráðherra og dómstólanna í hendur þingsins. Nú þarf samþykki þriggja fjórðuhluta ráðherra og 80 af 120 þingmönnum til að koma forsætisráðherranum frá. Breytingin kemur sér afar vel fyrir Netanyahu en dómsmálaráðherrann hafði talað fyrir því að meina forsætisráðherranum aðkomu að breytingum á dómstólum, þar sem hann er sjálfur skotmarkið í nokkrum yfirstandandi dómsmálum.
Ísrael Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Sjá meira