Átök í mótmælum vegna umdeildra breytinga á dómstólum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. mars 2023 08:00 Til átaka kom í gær. AP/Ohad Zwigenberg Benjamin Netanyahu, forsætisráherra Ísrael, sagðist í gær ákveðinn í því að knýja fram breytingar á lögum er varða dómstóla, þrátt fyrir hörð mótmæli síðustu vikna. Þúsundir mótmæltu breytingunum í gær og átök brutust út milli mótmælenda og stuðningsmanna Netanyahu. Umræddar lagabreytingar munu gefa stjórnvöldum meira vald við útnefningu dómara, takmarka mjög vald hæstaréttar landsins til að úrskurða um lagasetningar og veita þinginu vald til að snúa, eða fara gegn, niðurstöðum dómstóla. Breytingarnar eru eitt heitasta innanríkismál Ísrael í sögu landsins, enda segja gagnrýnendur þær hreina og beina ógn við lýðræðið. „Þetta eru ekki endalok lýðræðisins heldur styrking lýðræðisins,“ vildi Netanyahu hins vegar meina í gær. Sagði hann breytingunum ætlað að koma aftur á valdajafnvægi milli kjörinna fulltrúa og ókjörinna dómara. Forsætisráðherrann sagði aukið vald stjórnvalda yfir útnefningum hæstaréttadómara opna dómstólinn fyrir fleiri sjónarmiðum, sem áður höfðu verið útilokuð. „Við viljum ekki dómstól sem er stjórnað, heldur dómstól sem er í jafnvægi,“ sagði hann. Netanyahu sagðist myndu gera allt til að lægja öldurnar vegna breytinganna. Þúsundir mótmæltu í Tel Aviv í gær. AP/Oded Balilty Mótmælendur eru hins vegar ekki á því að hætta og þá vakti það litla hrifningu að þingið samþykkti í gær með eins atkvæðis meirihluta að gera það enn erfiðara að fjarlægja forsætisráðherrann úr embætti. „Eins og þjófar um nótt hefur bandalagið nú samþykkt ógeðfelld og spillt persónuleg lög,“ sagði Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, um löggjöfina sem færir valdið til að koma forsætisráðherranum frá úr höndum dómsmálaráðherra og dómstólanna í hendur þingsins. Nú þarf samþykki þriggja fjórðuhluta ráðherra og 80 af 120 þingmönnum til að koma forsætisráðherranum frá. Breytingin kemur sér afar vel fyrir Netanyahu en dómsmálaráðherrann hafði talað fyrir því að meina forsætisráðherranum aðkomu að breytingum á dómstólum, þar sem hann er sjálfur skotmarkið í nokkrum yfirstandandi dómsmálum. Ísrael Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Umræddar lagabreytingar munu gefa stjórnvöldum meira vald við útnefningu dómara, takmarka mjög vald hæstaréttar landsins til að úrskurða um lagasetningar og veita þinginu vald til að snúa, eða fara gegn, niðurstöðum dómstóla. Breytingarnar eru eitt heitasta innanríkismál Ísrael í sögu landsins, enda segja gagnrýnendur þær hreina og beina ógn við lýðræðið. „Þetta eru ekki endalok lýðræðisins heldur styrking lýðræðisins,“ vildi Netanyahu hins vegar meina í gær. Sagði hann breytingunum ætlað að koma aftur á valdajafnvægi milli kjörinna fulltrúa og ókjörinna dómara. Forsætisráðherrann sagði aukið vald stjórnvalda yfir útnefningum hæstaréttadómara opna dómstólinn fyrir fleiri sjónarmiðum, sem áður höfðu verið útilokuð. „Við viljum ekki dómstól sem er stjórnað, heldur dómstól sem er í jafnvægi,“ sagði hann. Netanyahu sagðist myndu gera allt til að lægja öldurnar vegna breytinganna. Þúsundir mótmæltu í Tel Aviv í gær. AP/Oded Balilty Mótmælendur eru hins vegar ekki á því að hætta og þá vakti það litla hrifningu að þingið samþykkti í gær með eins atkvæðis meirihluta að gera það enn erfiðara að fjarlægja forsætisráðherrann úr embætti. „Eins og þjófar um nótt hefur bandalagið nú samþykkt ógeðfelld og spillt persónuleg lög,“ sagði Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, um löggjöfina sem færir valdið til að koma forsætisráðherranum frá úr höndum dómsmálaráðherra og dómstólanna í hendur þingsins. Nú þarf samþykki þriggja fjórðuhluta ráðherra og 80 af 120 þingmönnum til að koma forsætisráðherranum frá. Breytingin kemur sér afar vel fyrir Netanyahu en dómsmálaráðherrann hafði talað fyrir því að meina forsætisráðherranum aðkomu að breytingum á dómstólum, þar sem hann er sjálfur skotmarkið í nokkrum yfirstandandi dómsmálum.
Ísrael Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira