Stefnir stuðningsmönnum til Waco í skugga yfirvofandi ákæru Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2023 11:35 Donald Trump heldur fyrsta fjöldafundinn eftir að hann lýsti yfir formlegu framboði til forseta í Waco í Texas í kvöld. Waco var vettvangur blóðbaðs þegar sértrúarsöfnuður streittist á móti alríkisstjórninni fyrir þrjátíu árum. AP/Ron Johnson Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar að halda sinn fyrsta fjöldafund í kosningabaráttu sinni í borginni Waco í Texas í dag. Hann hefur undanfarna daga hvatt stuðningsmenn sína til mótmæla og hótað ofbeldi vegna mögulegra ákæra sem hann á yfir höfði sér. Saksóknari í New York virðist kominn á fremsta hlunn með að ákæra Trump fyrir þátt hans í að greiða klámleikkona fyrir að þegja um meint kynferðislegt samband þeirra fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Á sama tíma rannsakar sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins þátt Trump í árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021 og saksóknari í Georgíu tilraunir Trump til þess að snúa úrslitum kosninganna 2020 við. Trump hefur farið mikinn á samfélagsmiðlinum Truth vegna rannsóknanna. Í gær sagði hann að dauði og eyðilegging gæti fylgt því að hann yrði ákærður. Hann hefur ítrekað hvatt stuðningsmenn sína til þess að mótmæla og hefur mikill lögregluviðbúnaður verið í New York undanfarna daga. „ÞAÐ ER VERIÐ AÐ EYÐILEGGJA LANDIÐ OKKAR Á SAMA TÍMA OG OKKUR ER SAGT AÐ VERA FRIÐSÖM,“ er á meðal þess sem Trump hefur birt á samfélagsmiðlum síðustu vikuna. Saksóknarinn í New York er sagður hafa fengið líflátshótun vegna málsins gegn Trump í vikunni. „Orðræða fyrrverandi forsetans sem var tvisvar kærður fyrir embættisbrot er glannaleg, fyrirlitleg og ábyrgðarlaus. Hún er hættuleg og ef hann heldur þessu áfram á hann eftir að verða til þess að einhver verður drepinn,“ sagði Hakeem Jeffries, oddviti Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Vettvangur blóðugrar andstöðu við alríkisstjórnina Í þessu ljósi vekur staðsetning og tímasetning fyrsta fjöldafundar Trump í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningar næsta árs athygli. Hann fer fram á flugvelli í Waco í Texas þar sem tugir meðlima sértrúarsafnaðar lést eftir átök við alríkislögreglu árið 1993. Þrjátíu ár verða liðin frá harmleiknum í Waco í næsta mánuði. Til skotbardaga kom þegar fulltrúar alríkisstjórnarinnar hugðust gera húsleit hjá sértrúarsöfnuðinum Branch Davidians árið 1993. Söfnuðurinn var grunaður um að sanka að sér ólöglegum skotvopnum. Nokkrir safnaðarmeðlimir og lögreglumenn féllu í bardagnum. Við tók 51 dags umsátur sem endaði með því að alríkisyfirvöld notuðu skriðdreka til þess að dæla táragasi inn í hús safnaðarins til þess að reyna að svæla fólkið út. Í kjölfari kviknuðu eldar í húsunum sem yfirvöld segja að safnaðarmeðlimir hafi kveikt vísvitandi. Alls létust 76 manns í eldinum, þar á meðal konur og börn. Talið er að David Koresh, leiðtogi safnaðarins, hafi látið næstráðanda sinn skjóta sig til bana. Stuðningsmenn Trump við flugvöllinn í Waco þar sem fjöldafundurinn fer fram í dag. Flugvöllurinn er um 25 kílómetra frá Mount Carmel, búgarði sértrúarsafnaðarins sem barðist við alríkisyfirvöld fyrir þrjátíu árum.AP/Julio Cortez Í augum andstæðinga alríkisstjórnarinnar var umsátrið í Waco til marks um ofríki hennar og tilraunir til þess að svipta almenning skotvopnum sínum. Einn þeirra sem fylgdist með umsátrinu var Timothy McVeigh sem varð síðar 168 manns að bana, þar á meðal nítján börnum, þegar hann sprengdi upp alríkisbyggingu í Oklahoma-borg. Sprengjuna sprengdi hann daginn sem tvö ár voru liðin frá eldsvoðanum í Waco. Framboð Trump þvertekur fyrir að valið á fundarstaðnum tengist nokkuð umsátrinu í Waco. Borgin liggi vel við höggi þar sem hún sé nærri fjórum stærstu þéttbýlisstöðum ríkisins: Dallas, Houston, Austin og San Antonio, og þar sé hægt að taka við fjölda fólks. Undirbúningur að fundinum hafi verið hafinn áður en í ljós kom að saksóknari í New York gæti gefið út ákæru. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Búa sig undir ákæru á hendur Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, verður mögulega ákærður í dag eða á næstu dögum, fyrir brot á lögum um kosningar. Hann yrði fyrsti fyrrverandi forseti til að verða ákærður en Trump hefur sjálfur kallað eftir umfangsmiklum mótælum og Repúblikanar hafa brugðist reiðir við fregnunum. 21. mars 2023 14:01 Trump segir að hann verði handtekinn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að hann verði handtekinn á þriðjudaginn. Það verði gert vegna rannsóknar á greiðslum hans til tveggja kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016. 18. mars 2023 12:40 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Sá Trump aldrei hegða sér ósæmilega og kannast ekki við kúnnalistann Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Saksóknari í New York virðist kominn á fremsta hlunn með að ákæra Trump fyrir þátt hans í að greiða klámleikkona fyrir að þegja um meint kynferðislegt samband þeirra fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Á sama tíma rannsakar sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins þátt Trump í árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021 og saksóknari í Georgíu tilraunir Trump til þess að snúa úrslitum kosninganna 2020 við. Trump hefur farið mikinn á samfélagsmiðlinum Truth vegna rannsóknanna. Í gær sagði hann að dauði og eyðilegging gæti fylgt því að hann yrði ákærður. Hann hefur ítrekað hvatt stuðningsmenn sína til þess að mótmæla og hefur mikill lögregluviðbúnaður verið í New York undanfarna daga. „ÞAÐ ER VERIÐ AÐ EYÐILEGGJA LANDIÐ OKKAR Á SAMA TÍMA OG OKKUR ER SAGT AÐ VERA FRIÐSÖM,“ er á meðal þess sem Trump hefur birt á samfélagsmiðlum síðustu vikuna. Saksóknarinn í New York er sagður hafa fengið líflátshótun vegna málsins gegn Trump í vikunni. „Orðræða fyrrverandi forsetans sem var tvisvar kærður fyrir embættisbrot er glannaleg, fyrirlitleg og ábyrgðarlaus. Hún er hættuleg og ef hann heldur þessu áfram á hann eftir að verða til þess að einhver verður drepinn,“ sagði Hakeem Jeffries, oddviti Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Vettvangur blóðugrar andstöðu við alríkisstjórnina Í þessu ljósi vekur staðsetning og tímasetning fyrsta fjöldafundar Trump í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningar næsta árs athygli. Hann fer fram á flugvelli í Waco í Texas þar sem tugir meðlima sértrúarsafnaðar lést eftir átök við alríkislögreglu árið 1993. Þrjátíu ár verða liðin frá harmleiknum í Waco í næsta mánuði. Til skotbardaga kom þegar fulltrúar alríkisstjórnarinnar hugðust gera húsleit hjá sértrúarsöfnuðinum Branch Davidians árið 1993. Söfnuðurinn var grunaður um að sanka að sér ólöglegum skotvopnum. Nokkrir safnaðarmeðlimir og lögreglumenn féllu í bardagnum. Við tók 51 dags umsátur sem endaði með því að alríkisyfirvöld notuðu skriðdreka til þess að dæla táragasi inn í hús safnaðarins til þess að reyna að svæla fólkið út. Í kjölfari kviknuðu eldar í húsunum sem yfirvöld segja að safnaðarmeðlimir hafi kveikt vísvitandi. Alls létust 76 manns í eldinum, þar á meðal konur og börn. Talið er að David Koresh, leiðtogi safnaðarins, hafi látið næstráðanda sinn skjóta sig til bana. Stuðningsmenn Trump við flugvöllinn í Waco þar sem fjöldafundurinn fer fram í dag. Flugvöllurinn er um 25 kílómetra frá Mount Carmel, búgarði sértrúarsafnaðarins sem barðist við alríkisyfirvöld fyrir þrjátíu árum.AP/Julio Cortez Í augum andstæðinga alríkisstjórnarinnar var umsátrið í Waco til marks um ofríki hennar og tilraunir til þess að svipta almenning skotvopnum sínum. Einn þeirra sem fylgdist með umsátrinu var Timothy McVeigh sem varð síðar 168 manns að bana, þar á meðal nítján börnum, þegar hann sprengdi upp alríkisbyggingu í Oklahoma-borg. Sprengjuna sprengdi hann daginn sem tvö ár voru liðin frá eldsvoðanum í Waco. Framboð Trump þvertekur fyrir að valið á fundarstaðnum tengist nokkuð umsátrinu í Waco. Borgin liggi vel við höggi þar sem hún sé nærri fjórum stærstu þéttbýlisstöðum ríkisins: Dallas, Houston, Austin og San Antonio, og þar sé hægt að taka við fjölda fólks. Undirbúningur að fundinum hafi verið hafinn áður en í ljós kom að saksóknari í New York gæti gefið út ákæru.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Búa sig undir ákæru á hendur Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, verður mögulega ákærður í dag eða á næstu dögum, fyrir brot á lögum um kosningar. Hann yrði fyrsti fyrrverandi forseti til að verða ákærður en Trump hefur sjálfur kallað eftir umfangsmiklum mótælum og Repúblikanar hafa brugðist reiðir við fregnunum. 21. mars 2023 14:01 Trump segir að hann verði handtekinn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að hann verði handtekinn á þriðjudaginn. Það verði gert vegna rannsóknar á greiðslum hans til tveggja kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016. 18. mars 2023 12:40 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Sá Trump aldrei hegða sér ósæmilega og kannast ekki við kúnnalistann Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Búa sig undir ákæru á hendur Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, verður mögulega ákærður í dag eða á næstu dögum, fyrir brot á lögum um kosningar. Hann yrði fyrsti fyrrverandi forseti til að verða ákærður en Trump hefur sjálfur kallað eftir umfangsmiklum mótælum og Repúblikanar hafa brugðist reiðir við fregnunum. 21. mars 2023 14:01
Trump segir að hann verði handtekinn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að hann verði handtekinn á þriðjudaginn. Það verði gert vegna rannsóknar á greiðslum hans til tveggja kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016. 18. mars 2023 12:40