Rússar geti farið heim með skriðdrekana sína óttist þeir um þá Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2023 16:03 Bretar eru að senda Úkraínumönnum bæði Challenger 2 skriðdreka og skotfæri úr rýrðu úrani. EPA/SASCHA STEINBACH John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að ef Rússar óttist um skriðdreka sína í Úkraínu, sé einfalt fyrir þá að keyra skriðdrekana aftur til Rússlands. Ráðamenn í Rússlandi hafa kvartað yfir því að Bretar séu að senda Úkraínumönnum skot úr rýrðu úrani. Slík skotfæri voru hönnuð á tímum kalda stríðsins og þá sérstaklega til að granda skriðdrekum Sovétríkjanna. Rýrt úran er mjög þéttur og þykkur málmur sem gerir hann kjörinn í skot skriðdreka. Það þarf mikið til að stöðva hann og á þeim hraða sem honum er skotið úr fallbyssum skriðdreka, hitnar hann mjög, sem gerir hann enn betri í að fara í gegnum brynvarnir. Rússar hafa brugðist reiðir við en Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði til að mynda að um stigmögnun væri að ræða. Kirby var spurður út í málið á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Hann sagði skotfæri sem þessi hafa verið notuð í áratugi. Rússar væru að reka fleyg í gegnum enn einn strámanninn. „Það sem ég held að sé að gerast hér er að Rússar vilja einfaldlega ekki að Úkraínumenn haldi áfram að granda skriðdrekum þeirra og gera þá óvirka,“ sagði Kirby. Hann bætti við að einföld lausn væri í boði. Rússar gætu flutt skriðdreka sína aftur til Rússlands, frá Úkraínu. Þeir ættu yfir höfuð ekki að vera þar. „Það væri mín ráðlegging ef þeir hafa áhyggjur af skriðdrekunum sínum,“ sagði Kirby. Áhugasamir geta séð tilheyrandi svör Kirbys á blaðamannafundinum í gær í spilaranum hér að neðan. Myndbandið er ekki textað og er töluð enska. Kirby var einnig spurður út í það hvort ríkisstjórnin teldi einhverjar vendingar hafa átt sér stað varðandi þann möguleika að Kínverjar færu að senda vopn til Rússlands. Hann sagði svo ekki vera. Bandaríkjamenn hafa haldið því fram um nokkuð skeið að ráðamenn í Kína hafi íhugað að senda Rússum vopn og skotfæri en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft miklar áhyggjur af því. Bæði Rússar og Úkraínumenn eru sagðir eiga við skort á skotfærum fyrir stórskotalið að etja en slík vopn hafa skipt sköpum í átökunum í Úkraínu. Sérfræðingar eru sammála um það að aðgengi að stórskotaliðsvopnum og skotfærum fyrir þau vopn séu gífurlega stór liður í átökunum og muni skipta sköpum fyrir framvindu stríðsins. Rússar skjóta meira af sprengikúlum en þeir geta framleitt og það sama á við Úkraínumenn og framleiðslugetu bakhjarla þeirra. Ríki Evrópusambandsins eru að leggja mikið kapp í að auka framleiðslu á sprengikúlum. enda hefur stríðið í Úkraínu sýnt fram á verulega vankanta á getu Evrópu til að framleiða hergögn. Það hefur samt reynst erfitt. Europe stands with Ukraine Joint procurement of ammunition project signed by + Fast-track procedure for the procurement of 155mm artillery for #Ukraine to be managed by EDAMore - https://t.co/uW6BAk167v#EUdefence #StandWithUkraine pic.twitter.com/hKJaS1ZeSm— European Defence Agency (@EUDefenceAgency) March 20, 2023 Financial Times sagði frá því nýverið (áskriftarvefur) að þótt ESB dældi peningum í kaup á skotfærum hefði það að mestu leitt til hærra verðs en ekki aukinnar framleiðslu. Það hefur að miklu leyti verið rakið til þess að framleiðendur skotfæra vantar hráefni eins og byssupúður, TNT og annað sem til þarf. Því gæti það reynst mjög erfitt að auka framleiðsluna á skömmum tíma. Einn viðmælandi FT sagði að það myndi líklega taka þrjú ár. Forsvarsmaður eins stærsta skotfæraframleiðenda Spánar sagði að hráefnin skorti vegna þess að allar verksmiðjur heimsins væru keyrðar á fullum afköstum þessa dagana. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bretland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Selenskí þakklátur Íslandi Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. 23. mars 2023 14:32 Myndir af eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús Rússar skutu eldflaug á fjölbýlishús í Zaporizhzhia í Úkraínu í dag. Sprengingin náðist á eftirlitsmyndavél og var mjög kröftug eins og þar sést. 22. mars 2023 20:01 Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11 Fá eldri skriðdreka en fá þá fyrr Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að flýta skriðdrekasendingum til Úkraínu. Í stað þess að senda nýja M1A2 Abrams skriðdreka, sem mun taka allt að tvö ár, stendur til að gera upp og senda eldri týpur. 21. mars 2023 17:09 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Slík skotfæri voru hönnuð á tímum kalda stríðsins og þá sérstaklega til að granda skriðdrekum Sovétríkjanna. Rýrt úran er mjög þéttur og þykkur málmur sem gerir hann kjörinn í skot skriðdreka. Það þarf mikið til að stöðva hann og á þeim hraða sem honum er skotið úr fallbyssum skriðdreka, hitnar hann mjög, sem gerir hann enn betri í að fara í gegnum brynvarnir. Rússar hafa brugðist reiðir við en Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði til að mynda að um stigmögnun væri að ræða. Kirby var spurður út í málið á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Hann sagði skotfæri sem þessi hafa verið notuð í áratugi. Rússar væru að reka fleyg í gegnum enn einn strámanninn. „Það sem ég held að sé að gerast hér er að Rússar vilja einfaldlega ekki að Úkraínumenn haldi áfram að granda skriðdrekum þeirra og gera þá óvirka,“ sagði Kirby. Hann bætti við að einföld lausn væri í boði. Rússar gætu flutt skriðdreka sína aftur til Rússlands, frá Úkraínu. Þeir ættu yfir höfuð ekki að vera þar. „Það væri mín ráðlegging ef þeir hafa áhyggjur af skriðdrekunum sínum,“ sagði Kirby. Áhugasamir geta séð tilheyrandi svör Kirbys á blaðamannafundinum í gær í spilaranum hér að neðan. Myndbandið er ekki textað og er töluð enska. Kirby var einnig spurður út í það hvort ríkisstjórnin teldi einhverjar vendingar hafa átt sér stað varðandi þann möguleika að Kínverjar færu að senda vopn til Rússlands. Hann sagði svo ekki vera. Bandaríkjamenn hafa haldið því fram um nokkuð skeið að ráðamenn í Kína hafi íhugað að senda Rússum vopn og skotfæri en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft miklar áhyggjur af því. Bæði Rússar og Úkraínumenn eru sagðir eiga við skort á skotfærum fyrir stórskotalið að etja en slík vopn hafa skipt sköpum í átökunum í Úkraínu. Sérfræðingar eru sammála um það að aðgengi að stórskotaliðsvopnum og skotfærum fyrir þau vopn séu gífurlega stór liður í átökunum og muni skipta sköpum fyrir framvindu stríðsins. Rússar skjóta meira af sprengikúlum en þeir geta framleitt og það sama á við Úkraínumenn og framleiðslugetu bakhjarla þeirra. Ríki Evrópusambandsins eru að leggja mikið kapp í að auka framleiðslu á sprengikúlum. enda hefur stríðið í Úkraínu sýnt fram á verulega vankanta á getu Evrópu til að framleiða hergögn. Það hefur samt reynst erfitt. Europe stands with Ukraine Joint procurement of ammunition project signed by + Fast-track procedure for the procurement of 155mm artillery for #Ukraine to be managed by EDAMore - https://t.co/uW6BAk167v#EUdefence #StandWithUkraine pic.twitter.com/hKJaS1ZeSm— European Defence Agency (@EUDefenceAgency) March 20, 2023 Financial Times sagði frá því nýverið (áskriftarvefur) að þótt ESB dældi peningum í kaup á skotfærum hefði það að mestu leitt til hærra verðs en ekki aukinnar framleiðslu. Það hefur að miklu leyti verið rakið til þess að framleiðendur skotfæra vantar hráefni eins og byssupúður, TNT og annað sem til þarf. Því gæti það reynst mjög erfitt að auka framleiðsluna á skömmum tíma. Einn viðmælandi FT sagði að það myndi líklega taka þrjú ár. Forsvarsmaður eins stærsta skotfæraframleiðenda Spánar sagði að hráefnin skorti vegna þess að allar verksmiðjur heimsins væru keyrðar á fullum afköstum þessa dagana.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bretland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Selenskí þakklátur Íslandi Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. 23. mars 2023 14:32 Myndir af eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús Rússar skutu eldflaug á fjölbýlishús í Zaporizhzhia í Úkraínu í dag. Sprengingin náðist á eftirlitsmyndavél og var mjög kröftug eins og þar sést. 22. mars 2023 20:01 Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11 Fá eldri skriðdreka en fá þá fyrr Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að flýta skriðdrekasendingum til Úkraínu. Í stað þess að senda nýja M1A2 Abrams skriðdreka, sem mun taka allt að tvö ár, stendur til að gera upp og senda eldri týpur. 21. mars 2023 17:09 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Selenskí þakklátur Íslandi Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. 23. mars 2023 14:32
Myndir af eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús Rússar skutu eldflaug á fjölbýlishús í Zaporizhzhia í Úkraínu í dag. Sprengingin náðist á eftirlitsmyndavél og var mjög kröftug eins og þar sést. 22. mars 2023 20:01
Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11
Fá eldri skriðdreka en fá þá fyrr Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að flýta skriðdrekasendingum til Úkraínu. Í stað þess að senda nýja M1A2 Abrams skriðdreka, sem mun taka allt að tvö ár, stendur til að gera upp og senda eldri týpur. 21. mars 2023 17:09