Lögmaður Trumps þarf að afhenda skjöl og bera vitni Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2023 10:14 M. Evan Corcoran, lögmaður Trumps. AP/Jose Luis Magana Lögmaður Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þarf að afhenda öll skjöl sín sem tengjast rannsókn á meðhöndlun forsetans á opinberum og leynilegum skjölum til rannsakenda, M. Evan Corcoran, umræddur lögmaður, þarf einnig að bera vitni fyrir ákærudómstól vegna rannsóknarinnar. Þetta er niðurstaða alríkisáfrýjunardómstóls en Corcoran hafi reynt að komast hjá því að þurfa að afhenda skjölin og bera vitni. Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsóknina hafa um nokkuð skeið reynt að koma höndum yfir samskipti Corcorans og Trumps. Kröfuna hafa þeir byggt á lagaákvæði um lögmannatrúnað sem snýr að því að þeir telji Corcoran hafa veitt Trump ráð eða þjónustu varðandi það að fremja glæp. Eins og frægt er lögðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hald á mikið magn opinberra og leynilegra gagna í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída, þegar húsleit var gerð þar í ágúst í fyrra. Trump vill meina að hann eigi muni og gögn sem hald var lagt á og einnig að trúnaður ríki um önnur gögn. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn í hans vörslu er hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar í fyrra. Fram hefur komið að af þessum þrettán þúsund skjölum eru um hundrað þeirra ríkisleyndarmál og sum þeirra sögð mjög mikilvæg leyndarmál. Sjá einnig: Lögmaður Trumps í sigti saksóknara Í frétt New York Times segir að saksóknarar leggi sérstaka áherslu á skjöl sem snúa að yfirlýsingu sem Corcoran sendi frá sér síðasta vor þar sem hann hélt því fram að umfangsmikil leit hafði verið gerð í Mar a Lago, sveitarklúbbi og heimili Trumps í Flórída, að þar væri engin leynileg gögn að finna lengur. Sú yfirlýsing reyndist alfarið röng, enda fannst mikið magn opinberra og leynilegra skjala og gagna í vörslu Trumps í húsleitinni í ágúst. Húsleitin var gerð eftir margra mánaða tilraunir til að endurheimta skjölin með góðu. Sjá einnig: Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt NYT segir saksóknara vilja komast að því hvað Trump sjálfur hafi vitað um yfirlýsinguna og hvort hann hafi komið að því að semja hana. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Telja vitni hafa logið um tilraunir Trumps til að snúa úrslitunum Sérstakur ákærudómstóll sem var kallaður saman til þess að rannsaka tilraunir Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 í Georgíu telur að sum vitni hafi framið meinsæri. Hann mælir með að saksóknari gefi út ákærur. 16. febrúar 2023 17:51 Enn finnast leynileg skjöl hjá Biden Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fundu sex skjöl sem merkt eru sem leynileg gögn á heimili Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, í Delaware við húsleit þar á föstudaginn. Hald var einnig lagt á handskrifuð minnisblöð forsetans en óljóst er hvort skjölin séu enn leynileg. 22. janúar 2023 08:33 Dómarar veita Trump enn eitt höggið Áfrýjunardómstóll hefur úrskurðað gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í dómsmálinu gegn honum vegna leynilegu skjalanna í Mar-a-Lago. Þrír alríkisdómarar sem skipa áfrýjunardómstólinn gagnrýndu einnig dómara sem úrskurðaði áður Trump í vil en sá dómari var skipaður í embætti af Trump. 2. desember 2022 11:24 Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Þetta er niðurstaða alríkisáfrýjunardómstóls en Corcoran hafi reynt að komast hjá því að þurfa að afhenda skjölin og bera vitni. Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsóknina hafa um nokkuð skeið reynt að koma höndum yfir samskipti Corcorans og Trumps. Kröfuna hafa þeir byggt á lagaákvæði um lögmannatrúnað sem snýr að því að þeir telji Corcoran hafa veitt Trump ráð eða þjónustu varðandi það að fremja glæp. Eins og frægt er lögðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hald á mikið magn opinberra og leynilegra gagna í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída, þegar húsleit var gerð þar í ágúst í fyrra. Trump vill meina að hann eigi muni og gögn sem hald var lagt á og einnig að trúnaður ríki um önnur gögn. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn í hans vörslu er hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar í fyrra. Fram hefur komið að af þessum þrettán þúsund skjölum eru um hundrað þeirra ríkisleyndarmál og sum þeirra sögð mjög mikilvæg leyndarmál. Sjá einnig: Lögmaður Trumps í sigti saksóknara Í frétt New York Times segir að saksóknarar leggi sérstaka áherslu á skjöl sem snúa að yfirlýsingu sem Corcoran sendi frá sér síðasta vor þar sem hann hélt því fram að umfangsmikil leit hafði verið gerð í Mar a Lago, sveitarklúbbi og heimili Trumps í Flórída, að þar væri engin leynileg gögn að finna lengur. Sú yfirlýsing reyndist alfarið röng, enda fannst mikið magn opinberra og leynilegra skjala og gagna í vörslu Trumps í húsleitinni í ágúst. Húsleitin var gerð eftir margra mánaða tilraunir til að endurheimta skjölin með góðu. Sjá einnig: Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt NYT segir saksóknara vilja komast að því hvað Trump sjálfur hafi vitað um yfirlýsinguna og hvort hann hafi komið að því að semja hana.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Telja vitni hafa logið um tilraunir Trumps til að snúa úrslitunum Sérstakur ákærudómstóll sem var kallaður saman til þess að rannsaka tilraunir Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 í Georgíu telur að sum vitni hafi framið meinsæri. Hann mælir með að saksóknari gefi út ákærur. 16. febrúar 2023 17:51 Enn finnast leynileg skjöl hjá Biden Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fundu sex skjöl sem merkt eru sem leynileg gögn á heimili Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, í Delaware við húsleit þar á föstudaginn. Hald var einnig lagt á handskrifuð minnisblöð forsetans en óljóst er hvort skjölin séu enn leynileg. 22. janúar 2023 08:33 Dómarar veita Trump enn eitt höggið Áfrýjunardómstóll hefur úrskurðað gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í dómsmálinu gegn honum vegna leynilegu skjalanna í Mar-a-Lago. Þrír alríkisdómarar sem skipa áfrýjunardómstólinn gagnrýndu einnig dómara sem úrskurðaði áður Trump í vil en sá dómari var skipaður í embætti af Trump. 2. desember 2022 11:24 Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Telja vitni hafa logið um tilraunir Trumps til að snúa úrslitunum Sérstakur ákærudómstóll sem var kallaður saman til þess að rannsaka tilraunir Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 í Georgíu telur að sum vitni hafi framið meinsæri. Hann mælir með að saksóknari gefi út ákærur. 16. febrúar 2023 17:51
Enn finnast leynileg skjöl hjá Biden Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fundu sex skjöl sem merkt eru sem leynileg gögn á heimili Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, í Delaware við húsleit þar á föstudaginn. Hald var einnig lagt á handskrifuð minnisblöð forsetans en óljóst er hvort skjölin séu enn leynileg. 22. janúar 2023 08:33
Dómarar veita Trump enn eitt höggið Áfrýjunardómstóll hefur úrskurðað gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í dómsmálinu gegn honum vegna leynilegu skjalanna í Mar-a-Lago. Þrír alríkisdómarar sem skipa áfrýjunardómstólinn gagnrýndu einnig dómara sem úrskurðaði áður Trump í vil en sá dómari var skipaður í embætti af Trump. 2. desember 2022 11:24
Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42