Telja vitni hafa logið um tilraunir Trumps til að snúa úrslitunum Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2023 17:51 Tapið í Georgíu var sérstaklega neyðarlegt fyrir Donald Trump þar sem enginn repúblikani hafði tapað forsetakosningum þar í þrjátíu ár. AP/Alex Brandon Sérstakur ákærudómstóll sem var kallaður saman til þess að rannsaka tilraunir Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 í Georgíu telur að sum vitni hafi framið meinsæri. Hann mælir með að saksóknari gefi út ákærur. Inngangur og niðurstöðukafli skýrslu ákærudómstólsins var birtur að tilskipun dómara í dag. Leynd ríkir enn um hvort að einhver verði sóttur til saka fyrir mögulega glæpi. Ekki kemur fram hverjir kviðdómendurnir telja að hafi borið ljúgvitni. Saksóknarar hvöttu dómarann í málinu til að bíða með að gera hluta skýrslunnar opinberar þar til eftir að þeir hefðu gert upp hug sinn um hvort þeir gæfu út ákærur. Hann varð ekki við því. Á meðal þeirra 75 vitna sem komu fyrir dómstólinn voru Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trumps, og Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Suður-Karólínu. Háttsettir embættismenn í Georgíu voru einnig kallaðir til vitnis, þar á meðal Brian Kemp, ríkisstjóri, og Brad Raffensperger, innanríkisráðhera. Þeir eru báðir repúblikanar. Fani Willis, umdæmissaksóknari í Fulton-sýslu, fjölmennustu sýslu Georgíuríkis, lét kalla ákærudómstólinn saman til þess að styðja rannsókn hennar á tilraunum Trump og bandamanna hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í ríkinu. Joe Biden fór með nauman sigur af hólmi í Georgíu og varð fyrsti demókratinn til að vinna þar í þrjá áratugi. Samhljóða niðurstaða kviðdómendanna var að engin víðtæk kosningasvik hefðu átt sér stað í Georgíu sem hefðu getað haft áhrif á úrslit kosninganna þar, þvert á fullyrðinga Trumps og félaga. Ákærudómstólinn hafði ekki heimild til þess að gefa út ákærur sjálfur. Þess í stað skilaði hann Willis skýrslu með tillögum. Saksóknarinn tekur endanlega ákvörðun um hvort hann sækist eftir að hefðbundinn ákærudómstóll gefi út ákærur. Svo virðist sem að hitna sé tekið undir Rudy Giuliani, persónlegum lögmanni Trump fyrrverandi forseta.AP/Jacquelyn Martin Bað æðsta yfirmann kosningamála um að „finna“ atkvæði Trump og bandamenn hans gengu hart fram til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í Georgíu vikurnar og mánuðina eftir kjördag. Þeir héldu á lofti stoðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Trump sigurinn en voru gerðir afturreka með þær á öllum dómstigum. Þrýstu Trump og málsvarar hans ítrekað á Kemp ríkisstjóra og Raffensperger innanríkisráðherra um að hjálpa sér að hnekkja úrslitunum og úthúðuðu þeim fyrir að gera það ekki. Embættismenn í Georgíu héldu því halda tíð fram að fyllsta öryggis hefði verið gætt við kosningarnar og að engin stórfelld svik hefðu átt sér stað. Þáverandi forsetinn gekk svo langt að hringja í Raffensperger, sem var æðsti yfirmaður kosningamála í ríkinu, og biðja hann um að „finna“ tæplega tólf þúsund atkvæði sem hann þyrfti til að sigra Biden í Georgíu. Trump hefur síðan haldið því fram að símtalið, sem átti sér stað 2. janúar 2021, hafi verið „fullkomið“. Skoða meðal annars falska kjörmenn AP-fréttastofan segir ljóst að rannsókn Willis umdæmissaksóknara beinist að ýmsum þáttum í herferð Trump og félaga í ljósi þeirra vitna sem voru kölluð fyrir ákærudómstólinn. Þar á meðal er símtal Trumps og bandamanna hans til embættismanna í Georgíu eftir kosningarnar, afritun gagna og hugbúnaðar úr kosningavélum í Coffee-sýslu sem bandamenn Trump stóðu fyrir, tilraunir til þess að þrýsti á starfsmann kjörstjórnar í Fulton-sýslu til að játa sig ranglega sekan um svindl og skyndileg afsögn alríkissaksóknara í Atlanta í Fulton-sýslu í janúar 2021. Þá er til skoðunar yfirlýsing sem sextán repúblikanar gáfu út í desember 2020 um að Trump hefði sigrað í Georgíu og að þeir væru raunverulegir kjörmenn ríkisins. Repúblikanar í fleiri ríkjum sem Trump tapaði gerðu sambærilegar tilraunir til þess að tefla fram eigin kjörmönnum í stað þeirra réttkjörnu. Forseti Bandaríkjanna er kjörinn í svonefndu kjörmannaráði. Í því eiga sæti kjörmenn sem ríkjum er úthlutað eftir íbúafjölda. Í langflestum tilvikum fær forsetaframbjóðandi sem sigrar í einstöku ríki alla kjörmenn þess ríkis. Willis varaði Giuliani, persónulegan lögmann Trumps, og fölsku kjörmennina sextán að þeir gætu átt yfir höfði sér ákæru síðasta sumar. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Inngangur og niðurstöðukafli skýrslu ákærudómstólsins var birtur að tilskipun dómara í dag. Leynd ríkir enn um hvort að einhver verði sóttur til saka fyrir mögulega glæpi. Ekki kemur fram hverjir kviðdómendurnir telja að hafi borið ljúgvitni. Saksóknarar hvöttu dómarann í málinu til að bíða með að gera hluta skýrslunnar opinberar þar til eftir að þeir hefðu gert upp hug sinn um hvort þeir gæfu út ákærur. Hann varð ekki við því. Á meðal þeirra 75 vitna sem komu fyrir dómstólinn voru Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trumps, og Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Suður-Karólínu. Háttsettir embættismenn í Georgíu voru einnig kallaðir til vitnis, þar á meðal Brian Kemp, ríkisstjóri, og Brad Raffensperger, innanríkisráðhera. Þeir eru báðir repúblikanar. Fani Willis, umdæmissaksóknari í Fulton-sýslu, fjölmennustu sýslu Georgíuríkis, lét kalla ákærudómstólinn saman til þess að styðja rannsókn hennar á tilraunum Trump og bandamanna hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í ríkinu. Joe Biden fór með nauman sigur af hólmi í Georgíu og varð fyrsti demókratinn til að vinna þar í þrjá áratugi. Samhljóða niðurstaða kviðdómendanna var að engin víðtæk kosningasvik hefðu átt sér stað í Georgíu sem hefðu getað haft áhrif á úrslit kosninganna þar, þvert á fullyrðinga Trumps og félaga. Ákærudómstólinn hafði ekki heimild til þess að gefa út ákærur sjálfur. Þess í stað skilaði hann Willis skýrslu með tillögum. Saksóknarinn tekur endanlega ákvörðun um hvort hann sækist eftir að hefðbundinn ákærudómstóll gefi út ákærur. Svo virðist sem að hitna sé tekið undir Rudy Giuliani, persónlegum lögmanni Trump fyrrverandi forseta.AP/Jacquelyn Martin Bað æðsta yfirmann kosningamála um að „finna“ atkvæði Trump og bandamenn hans gengu hart fram til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í Georgíu vikurnar og mánuðina eftir kjördag. Þeir héldu á lofti stoðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Trump sigurinn en voru gerðir afturreka með þær á öllum dómstigum. Þrýstu Trump og málsvarar hans ítrekað á Kemp ríkisstjóra og Raffensperger innanríkisráðherra um að hjálpa sér að hnekkja úrslitunum og úthúðuðu þeim fyrir að gera það ekki. Embættismenn í Georgíu héldu því halda tíð fram að fyllsta öryggis hefði verið gætt við kosningarnar og að engin stórfelld svik hefðu átt sér stað. Þáverandi forsetinn gekk svo langt að hringja í Raffensperger, sem var æðsti yfirmaður kosningamála í ríkinu, og biðja hann um að „finna“ tæplega tólf þúsund atkvæði sem hann þyrfti til að sigra Biden í Georgíu. Trump hefur síðan haldið því fram að símtalið, sem átti sér stað 2. janúar 2021, hafi verið „fullkomið“. Skoða meðal annars falska kjörmenn AP-fréttastofan segir ljóst að rannsókn Willis umdæmissaksóknara beinist að ýmsum þáttum í herferð Trump og félaga í ljósi þeirra vitna sem voru kölluð fyrir ákærudómstólinn. Þar á meðal er símtal Trumps og bandamanna hans til embættismanna í Georgíu eftir kosningarnar, afritun gagna og hugbúnaðar úr kosningavélum í Coffee-sýslu sem bandamenn Trump stóðu fyrir, tilraunir til þess að þrýsti á starfsmann kjörstjórnar í Fulton-sýslu til að játa sig ranglega sekan um svindl og skyndileg afsögn alríkissaksóknara í Atlanta í Fulton-sýslu í janúar 2021. Þá er til skoðunar yfirlýsing sem sextán repúblikanar gáfu út í desember 2020 um að Trump hefði sigrað í Georgíu og að þeir væru raunverulegir kjörmenn ríkisins. Repúblikanar í fleiri ríkjum sem Trump tapaði gerðu sambærilegar tilraunir til þess að tefla fram eigin kjörmönnum í stað þeirra réttkjörnu. Forseti Bandaríkjanna er kjörinn í svonefndu kjörmannaráði. Í því eiga sæti kjörmenn sem ríkjum er úthlutað eftir íbúafjölda. Í langflestum tilvikum fær forsetaframbjóðandi sem sigrar í einstöku ríki alla kjörmenn þess ríkis. Willis varaði Giuliani, persónulegan lögmann Trumps, og fölsku kjörmennina sextán að þeir gætu átt yfir höfði sér ákæru síðasta sumar.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49