Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2023 10:57 Katrín sendi erindi sitt í júní og von der Leyen svaraði í ágúst. Getty/Andreas Gora Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. Vísir greindi frá erindi Katrínar í febrúar en þá fengust svör von der Leyen ekki afhent. Forsætisráðuneytið sendi þau hins vegar frá sér í gær, að fengnu samþykki frá skrifstofu forsetans. Von der Leyen segir í bréfi sínu til Katrínar, sem dagsett er 23. ágúst 2022, að starfsmenn framkvæmdastjórnarinnar hafi farið yfir greiningu íslenskra stjórnvalda og rætt við fulltrúa Íslands í tengslum við málið. Nokkrar af þeim ályktunum sem gengið sé út frá í erindi Katrínar endurspegli ekki löggjöf Evrópusambandsins og niðurstöður séu ekki í takt við greiningar framkvæmdastjórnarinnar eða Eurocontrol, sem sé sjálfstæður aðili. Tæknilegar viðræður milli fulltrúa framkvæmdastjórnarinnar og Íslands séu yfirstandandi. Von der Leyen segir menn þó hafa skilning á stöðu Íslands, sérstaklega landfræðilega. Fyrirhugaðar breytingar séu hins vegar takmarkaðar en snúi aðallega að því að taka fyrir ókeypis losunarheimildir. Í bréfinu segir að á tvíhliða fundum hafi starfsmenn framkvæmdastjórnarinnar gengist við því að Fit for 55-áætlunin feli í sér aðgerðir sem gætu haft samlegðaráhrif á flugiðnaðinn. Því séu allar tillögur um aðgerðir til að draga úr kolefnislosun í flugiðnaðinum vel þegnar. Hvað er Fit for 55? Fit for 55 miðar að því að takmarka losun gróðurhúsaloftegunda innan Evrópusambandsins um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa og flugvalla um uppbyggingu innviða til að styðja við markmiðin. Hvað varðar kolefnisleka sé mikilvægt að hafa í huga að lykilþáttur í ETS-losunarheimildakerfinu sé jafnræði milli flugfélaga á sömu flugleiðum. Þannig sé ekki hægt að flytja losun frá einu svæði yfir á annað og allir sitji við sama borð. Þetta sé kerfi sem flugfélögin hafi búið við í áratug og aðeins séu lagðar til smávægilegar breytingar. Forsetinn leggur einnig áherslu á að bæði framkvæmdastjórnin og Evrópuþingið sjái fyrir sér styrkjakerfi í tengslum við innleiðingu endurnýjanlegra orkugjafa í flugiðnaðinum, sem ættu að koma til móts við áhyggjur Íslendinga að einhverju leyti. Þá séu Íslendingar í sterkri stöðu til að verða mikilvægur framleiðandi umhverfisvænna flugeldsneyta. Bréf Katrínar til von der Leyen Í bréfi forsætisráðherra til von der Leyen í júní í fyrra lýsti ráðherra yfir þungum áhyggjum af af fyrirhuguðum takmörkunum á fríum losunarheimildum og tillögum sem miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneyta og auka hlut umhverfisvænna orkugjafa. Breytingarnar væru afar íþyngjandi fyrir Ísland og drægi bæði úr samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga og Keflavíkurflugvallar. Málið væri sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að tillögurnar muni leiða til verðhækkana í flugsamgöngum, sem séu eini samskiptamátin sem Íslendingum standi til boða þegar komi að ferðalögum út fyrir landsteinana. Þá sagðist forsætisráðherra hafa áhyggjur af „kolefnisleka“ vegna aukinna viðskipta við ódýrari flugfélög sem féllu utan reglanna. Lagði hún meðal annars til að sá kostnaðarauki sem tillögurnar fælu í sér féllu niður eftir 50 kílómetra flugferð til eða frá „fjarlægu eyríki“. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er málið nú á borði utanríkisráðuneytisins. Tengd skjöl scan_r01lira05092022PDF1.1MBSækja skjal Evrópusambandið Umhverfismál Fréttir af flugi Icelandair Play Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Vísir greindi frá erindi Katrínar í febrúar en þá fengust svör von der Leyen ekki afhent. Forsætisráðuneytið sendi þau hins vegar frá sér í gær, að fengnu samþykki frá skrifstofu forsetans. Von der Leyen segir í bréfi sínu til Katrínar, sem dagsett er 23. ágúst 2022, að starfsmenn framkvæmdastjórnarinnar hafi farið yfir greiningu íslenskra stjórnvalda og rætt við fulltrúa Íslands í tengslum við málið. Nokkrar af þeim ályktunum sem gengið sé út frá í erindi Katrínar endurspegli ekki löggjöf Evrópusambandsins og niðurstöður séu ekki í takt við greiningar framkvæmdastjórnarinnar eða Eurocontrol, sem sé sjálfstæður aðili. Tæknilegar viðræður milli fulltrúa framkvæmdastjórnarinnar og Íslands séu yfirstandandi. Von der Leyen segir menn þó hafa skilning á stöðu Íslands, sérstaklega landfræðilega. Fyrirhugaðar breytingar séu hins vegar takmarkaðar en snúi aðallega að því að taka fyrir ókeypis losunarheimildir. Í bréfinu segir að á tvíhliða fundum hafi starfsmenn framkvæmdastjórnarinnar gengist við því að Fit for 55-áætlunin feli í sér aðgerðir sem gætu haft samlegðaráhrif á flugiðnaðinn. Því séu allar tillögur um aðgerðir til að draga úr kolefnislosun í flugiðnaðinum vel þegnar. Hvað er Fit for 55? Fit for 55 miðar að því að takmarka losun gróðurhúsaloftegunda innan Evrópusambandsins um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa og flugvalla um uppbyggingu innviða til að styðja við markmiðin. Hvað varðar kolefnisleka sé mikilvægt að hafa í huga að lykilþáttur í ETS-losunarheimildakerfinu sé jafnræði milli flugfélaga á sömu flugleiðum. Þannig sé ekki hægt að flytja losun frá einu svæði yfir á annað og allir sitji við sama borð. Þetta sé kerfi sem flugfélögin hafi búið við í áratug og aðeins séu lagðar til smávægilegar breytingar. Forsetinn leggur einnig áherslu á að bæði framkvæmdastjórnin og Evrópuþingið sjái fyrir sér styrkjakerfi í tengslum við innleiðingu endurnýjanlegra orkugjafa í flugiðnaðinum, sem ættu að koma til móts við áhyggjur Íslendinga að einhverju leyti. Þá séu Íslendingar í sterkri stöðu til að verða mikilvægur framleiðandi umhverfisvænna flugeldsneyta. Bréf Katrínar til von der Leyen Í bréfi forsætisráðherra til von der Leyen í júní í fyrra lýsti ráðherra yfir þungum áhyggjum af af fyrirhuguðum takmörkunum á fríum losunarheimildum og tillögum sem miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneyta og auka hlut umhverfisvænna orkugjafa. Breytingarnar væru afar íþyngjandi fyrir Ísland og drægi bæði úr samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga og Keflavíkurflugvallar. Málið væri sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að tillögurnar muni leiða til verðhækkana í flugsamgöngum, sem séu eini samskiptamátin sem Íslendingum standi til boða þegar komi að ferðalögum út fyrir landsteinana. Þá sagðist forsætisráðherra hafa áhyggjur af „kolefnisleka“ vegna aukinna viðskipta við ódýrari flugfélög sem féllu utan reglanna. Lagði hún meðal annars til að sá kostnaðarauki sem tillögurnar fælu í sér féllu niður eftir 50 kílómetra flugferð til eða frá „fjarlægu eyríki“. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er málið nú á borði utanríkisráðuneytisins. Tengd skjöl scan_r01lira05092022PDF1.1MBSækja skjal
Hvað er Fit for 55? Fit for 55 miðar að því að takmarka losun gróðurhúsaloftegunda innan Evrópusambandsins um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa og flugvalla um uppbyggingu innviða til að styðja við markmiðin.
Evrópusambandið Umhverfismál Fréttir af flugi Icelandair Play Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira