Innlent

Eldur kviknaði í þaki skemmu

Máni Snær Þorláksson skrifar
Þegar slökkviliðið mætti á vettvang var búið að slökkva eldinn.
Þegar slökkviliðið mætti á vettvang var búið að slökkva eldinn. Vísir/Vilhelm

Eldur kviknaði í þaki skemmu í nágrenni við olíustöðina í Hvalfirði í morgun. Haft var samband við slökkvilið en iðnaðarmenn sem voru á svæðinu náðu að slökkva eldinn áður en slökkvilið bar að garði.

Skemman var mannlaust að sögn Jens Heiðars Ragnarssonar, slökkviliðsstjóra hjá Slökkviliði Akraness, sem ræddi við RÚV um málið. Því hafi ekki mikil hætta stafað af eldinum.

Ekki náðist samband við Slökkviliðið á Akranesi við vinnslu fréttarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×