Innlent

Nafn mannsins sem lést í Ása­hreppi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Slysið átti sér stað á föstudaginn.
Slysið átti sér stað á föstudaginn.

Karlmaðurinn sem lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi hét Guðjón Björnsson. Hann var fæddur árið 1983 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Haldin var bænastund í hreppnum í gær.

Slysið varð á föstudaginn á sveitabýli mannsins. Lögreglan á Suðurlandi greindi frá slysinu en í tilkynningu frá þeim segir að ekki sé unnt að greina frekar frá tildrögum þess. 

Haldin var bænastund í Kálfholtskirkju í Ásahreppi í gær klukkan fjögur og segir í tilkynningu á vef bæjarfélagsins að djúp sorg hvíli yfir samfélaginu þar. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.