Erlent

Pútin heldur upp á ólöglega innlimun Krímskaga

Samúel Karl Ólason skrifar
Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Mikhail Metzel

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lenti óvænt á Krímskaga í dag. Þangað ku hann vera mættur til að halda upp á að níu ár eru frá „endursameiningu“ Krímskaga og Rússlands.

Fréttaveitan RIA, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að Pútín hafi heimsótt skóla í Sevastopol, höfuðborg Krímskaga, og listamiðstöð.

Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins gáfu í gær út handtökuskipun á hendur Pútín en hann er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjölmörgum börnum hafi rænt í Úkraínu og þau flutt til Rússlands.

Sjá einnig: Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi

Rússar gefa lítið fyrir handtökuskipunina og segja hana engu máli skipta.

Rússar réðust inn í Krímskaga árið 2018 og hernámu. Þann 18. mars það ár innlimuðu þeir skagann með ólöglegum hætti. Úkraínumenn hafa heitið því að reka Rússa frá öllum hernumdum svæðum í Úkraínu og er Krímskagi þar á meðal.

Er hann var staddur á Krímskaga í dag sagði Pútín að allt yrði gert til að „verjast öllum ógnum“ sem beinast að Krímskaga um þessar mundir.


Tengdar fréttir

Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín

Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands.

Ætla að granda herþotum sem sendar verða til Úkraínu

Ráðamenn í Rússlandi segjast ætla að granda herþotum sem bakhjarlar Úkraínu gefa Úkraínumönnum. Pólverjar tilkynntu í gær að þeir ætluðu að senda minnst ellefu gamlar MiG-29 orrustuþotur til Úkraínu og ríkisstjórn Slóvakíu tilkynnti svo í dag að þaðan yrðu sendar þrettán þotur af sömu gerð.

Málaliðar Wagner lýsa hryllilegum átökum við Bakhmut

Ráðamenn á Vesturlöndum segja þúsundir rússneskra fanga, sem ráðnir hafa verið úr fangelsum landsins til að berjast fyrir málaliðahópinn Wagner Group, hafa fallið í átökum í Úkraínu. Föngunum var boðið frelsi í skiptum fyrir sex mánaða þjónustu og hefur fjölda fanga verið sleppt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×