Uppruni Covid: Spjótin beinast að marðarhundum en mikilvæg gögn hurfu Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2023 07:52 Huanan markaðurinn í Wuhan. Margt bendir til þess að Covid-19 hafi fyrst borist úr dýrum í menn þar. AP/Dake Kang Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) gagnrýndi kínverska embættismenn í gær fyrir að hylma yfir rannsóknir sem gætu varpað ljósi á uppruna Covid-19. Forsvarsmenn WHO spurðu af hverju gögn sem birtust á netinu í janúar og hurfu aftur þegar vísindamenn fóru að spyrjast fyrir um þau, voru ekki birt strax fyrir þremur árum og af hverju þau voru fjarlægð aftur. Hópur vísindamanna sótti gögnin þegar þau voru birt en þau innihéldu sýni sem tekin voru í og við umdeildan markað í borginni Wuhan í Kína eftir að Nýja kórónuveiran stakk þar fyrst upp kollinum. Veiran greindist fyrst í fólki sem tengdist þessum markaði, þar sem dýr voru seld og þar á meðal leðurblökur, sem bera gjarnan kórónuveirur. Kínverskir embættismenn létu farga dýrunum í upphafi faraldursins, áður en hægt var að rannsaka þau. Umrædd sýni eiga þó að hafa verið tekin úr búrum dýra á markaðnum, borðum, kerrum og öðru. Erfðaefni úr marðarhundum og Covid-19 fundust í sömu sýnunum frá markaðnum. Það þykir gefa til kynna að sýkt dýr hafi verið á markaðnum.AP/Chika Tsukumo Vísindamenn sem skoðað hafa gögnin segja þau gefa til kynna að veiran hafi mögulega borist í menn í gegnum Marðarhunda (e. Raccoon dog) sem eru refir sem líkjast þvottabjörnum og bera gjarnan kórónuveirur. Í frétt New York Times segir að hópur vísindamanna hafi nýlega kynnt niðurstöður rannsóknar þeirra á gögnunum fyrir rannsóknarteymi WHO sem leitar uppruna Covid-19. Kínverskir vísindamenn hafa áður sagt að sýni sem tekin voru á markaðnum hafi sýnt að veiran hafi borist þangað með veiku fólki en ekki dýrum. „Þessum gögnum, hefði verið hægt að deila og átti að deila, fyrir þremur árum,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO í gær. Hann sagði að yfirvöld í Kína ættu að opinbera gögnin hið snarasta. Ummæli Ghebreyesusar má heyra hér að neðan. Hann byrjaði að tala um gögnin eftir rúmar fimm mínútur. LIVE: Media briefing on #COVID19 and other global health issues with @DrTedros https://t.co/tFmuOgLYM0— World Health Organization (WHO) (@WHO) March 17, 2023 Vísindamenn sem NYT ræddi við segja mörgum spurningum ósvarað um gögnin og sýnin, eins og nákvæmlega hvar þau voru tekin, hvað þau innihéldu og af hverju gögnin birtust á netinu og voru svo fjarlægð aftur. Það vakti mikla athygli í síðasta mánuði þegar forsvarsmenn Orkustofnunar Bandaríkjanna breyttu skýrslu stofnunarinnar um uppruna Covid-19. Í breyttri skýrslu Orkustofnunarinnar kom fram að starfsmenn stofnunarinnar telji líklegt að kórónuveiran sem veldur Covid-19 hafi lekið af rannsóknarstofu í Wuhan í Kína. Þó mörgum spurningum sé ósvarað um upphaf faraldurs Covid eru sérfræðingar sammála um að veiran sem olli honum hafi þróast náttúrulega, hvort sem hún barst úr dýrum í menn eða lak fyrir slysni úr rannsóknarstofu. Margar rannsóknarstofur er að finna í Wuhan og er í nokkrum þeirra unnið að rannsóknum á kórónuveirum. Á svæðinu er mikið af leðurblökum og öðrum dýrum sem bera þessar veirur. Veirurnar hafa verið til rannsóknar í Wuhan um árabil vegna áhyggja, sem kviknuðu við faraldur fuglaflensunnar á árum áður, að kórónuveirur gætu valdið næsta faraldri, samkvæmt AP fréttaveitunni. Líklegast þykir að veiran sem veldur Covid-19 hafi borist í menn úr leðurblökum, með mögulegri viðkomu í annarri dýrategund, eins og áður hefur gerst. Mörgum spurningum er ósvarað um gögnin og sýnin. Einn vísindamaður sem NYT ræddi við um áðurnefnd gögn sagði að þau sönnuðu ekki að uppruna Covid-19 mætti rekja til marðarhunda en þau gefi sterklega til kynna að sýktir marðarhundar hafi í búrum í markaðnum. „Þetta vekur upp fleiri spurningar um hvað yfirvöld í Kína vita.“ Allir sem rætt var við voru sammála um að þetta styrki þær kenningar um að veiran hafi fyrst borist úr dýrum í menn en ekki lekið af rannsóknarstofu. Án upprunalega dýrsins sem veiran barst úr, er þó erfitt að segja það með fullvissu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Skilur ekki hvernig Persónuvernd komst að niðurstöðunni Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir úrskurð Persónuverndar sem héraðsdómur felldi úr gildi í dag vera furðulegan. Fyrirtækið hafi einungis verið að sinna því verkefni sem sóttvarnalæknir fól þeim. 16. mars 2023 18:36 Óvissustigi vegna Covid-19 loks aflétt á Landspítala Landspítalinn var í gær færður af óvissustigi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson forstjóri ákvað þetta í samráði við farsóttanefnd spítalans en sjúkdómurinn Covid-19 virðist nú vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. 15. mars 2023 07:42 Covid hafi líklega sloppið út af rannsóknarstofu Bandaríska orkustofnunin telur líklegt að Covid hafi sloppið út af rannsóknarstofu í Kína. Lekinn hafi ekki verið með vilja gerður. 26. febrúar 2023 22:08 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Hópur vísindamanna sótti gögnin þegar þau voru birt en þau innihéldu sýni sem tekin voru í og við umdeildan markað í borginni Wuhan í Kína eftir að Nýja kórónuveiran stakk þar fyrst upp kollinum. Veiran greindist fyrst í fólki sem tengdist þessum markaði, þar sem dýr voru seld og þar á meðal leðurblökur, sem bera gjarnan kórónuveirur. Kínverskir embættismenn létu farga dýrunum í upphafi faraldursins, áður en hægt var að rannsaka þau. Umrædd sýni eiga þó að hafa verið tekin úr búrum dýra á markaðnum, borðum, kerrum og öðru. Erfðaefni úr marðarhundum og Covid-19 fundust í sömu sýnunum frá markaðnum. Það þykir gefa til kynna að sýkt dýr hafi verið á markaðnum.AP/Chika Tsukumo Vísindamenn sem skoðað hafa gögnin segja þau gefa til kynna að veiran hafi mögulega borist í menn í gegnum Marðarhunda (e. Raccoon dog) sem eru refir sem líkjast þvottabjörnum og bera gjarnan kórónuveirur. Í frétt New York Times segir að hópur vísindamanna hafi nýlega kynnt niðurstöður rannsóknar þeirra á gögnunum fyrir rannsóknarteymi WHO sem leitar uppruna Covid-19. Kínverskir vísindamenn hafa áður sagt að sýni sem tekin voru á markaðnum hafi sýnt að veiran hafi borist þangað með veiku fólki en ekki dýrum. „Þessum gögnum, hefði verið hægt að deila og átti að deila, fyrir þremur árum,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO í gær. Hann sagði að yfirvöld í Kína ættu að opinbera gögnin hið snarasta. Ummæli Ghebreyesusar má heyra hér að neðan. Hann byrjaði að tala um gögnin eftir rúmar fimm mínútur. LIVE: Media briefing on #COVID19 and other global health issues with @DrTedros https://t.co/tFmuOgLYM0— World Health Organization (WHO) (@WHO) March 17, 2023 Vísindamenn sem NYT ræddi við segja mörgum spurningum ósvarað um gögnin og sýnin, eins og nákvæmlega hvar þau voru tekin, hvað þau innihéldu og af hverju gögnin birtust á netinu og voru svo fjarlægð aftur. Það vakti mikla athygli í síðasta mánuði þegar forsvarsmenn Orkustofnunar Bandaríkjanna breyttu skýrslu stofnunarinnar um uppruna Covid-19. Í breyttri skýrslu Orkustofnunarinnar kom fram að starfsmenn stofnunarinnar telji líklegt að kórónuveiran sem veldur Covid-19 hafi lekið af rannsóknarstofu í Wuhan í Kína. Þó mörgum spurningum sé ósvarað um upphaf faraldurs Covid eru sérfræðingar sammála um að veiran sem olli honum hafi þróast náttúrulega, hvort sem hún barst úr dýrum í menn eða lak fyrir slysni úr rannsóknarstofu. Margar rannsóknarstofur er að finna í Wuhan og er í nokkrum þeirra unnið að rannsóknum á kórónuveirum. Á svæðinu er mikið af leðurblökum og öðrum dýrum sem bera þessar veirur. Veirurnar hafa verið til rannsóknar í Wuhan um árabil vegna áhyggja, sem kviknuðu við faraldur fuglaflensunnar á árum áður, að kórónuveirur gætu valdið næsta faraldri, samkvæmt AP fréttaveitunni. Líklegast þykir að veiran sem veldur Covid-19 hafi borist í menn úr leðurblökum, með mögulegri viðkomu í annarri dýrategund, eins og áður hefur gerst. Mörgum spurningum er ósvarað um gögnin og sýnin. Einn vísindamaður sem NYT ræddi við um áðurnefnd gögn sagði að þau sönnuðu ekki að uppruna Covid-19 mætti rekja til marðarhunda en þau gefi sterklega til kynna að sýktir marðarhundar hafi í búrum í markaðnum. „Þetta vekur upp fleiri spurningar um hvað yfirvöld í Kína vita.“ Allir sem rætt var við voru sammála um að þetta styrki þær kenningar um að veiran hafi fyrst borist úr dýrum í menn en ekki lekið af rannsóknarstofu. Án upprunalega dýrsins sem veiran barst úr, er þó erfitt að segja það með fullvissu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Skilur ekki hvernig Persónuvernd komst að niðurstöðunni Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir úrskurð Persónuverndar sem héraðsdómur felldi úr gildi í dag vera furðulegan. Fyrirtækið hafi einungis verið að sinna því verkefni sem sóttvarnalæknir fól þeim. 16. mars 2023 18:36 Óvissustigi vegna Covid-19 loks aflétt á Landspítala Landspítalinn var í gær færður af óvissustigi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson forstjóri ákvað þetta í samráði við farsóttanefnd spítalans en sjúkdómurinn Covid-19 virðist nú vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. 15. mars 2023 07:42 Covid hafi líklega sloppið út af rannsóknarstofu Bandaríska orkustofnunin telur líklegt að Covid hafi sloppið út af rannsóknarstofu í Kína. Lekinn hafi ekki verið með vilja gerður. 26. febrúar 2023 22:08 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Skilur ekki hvernig Persónuvernd komst að niðurstöðunni Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir úrskurð Persónuverndar sem héraðsdómur felldi úr gildi í dag vera furðulegan. Fyrirtækið hafi einungis verið að sinna því verkefni sem sóttvarnalæknir fól þeim. 16. mars 2023 18:36
Óvissustigi vegna Covid-19 loks aflétt á Landspítala Landspítalinn var í gær færður af óvissustigi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson forstjóri ákvað þetta í samráði við farsóttanefnd spítalans en sjúkdómurinn Covid-19 virðist nú vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. 15. mars 2023 07:42
Covid hafi líklega sloppið út af rannsóknarstofu Bandaríska orkustofnunin telur líklegt að Covid hafi sloppið út af rannsóknarstofu í Kína. Lekinn hafi ekki verið með vilja gerður. 26. febrúar 2023 22:08