Erlent

Co­vid hafi lík­lega sloppið út af rann­sóknar­stofu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Bandaríkjaforseti segist ætla að setja aukinn þunga í rannsóknir.
Bandaríkjaforseti segist ætla að setja aukinn þunga í rannsóknir. Getty/Tama

Bandaríska orkustofnunin telur líklegt að Covid hafi sloppið út af rannsóknarstofu í Kína. Lekinn hafi ekki verið með vilja gerður.

Stofnunin greinir frá því að ekki hafi tekist að færa fullnægjandi sönnur fyrir staðhæfingunni. Hins vegar séu taldar nokkrar líkur á því að uppruna veirunnar megi rekja til rannsóknarstofu í Wuhan í Kína. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, sagðist nýlega hafa komist að sömu niðurstöðu, með nokkurri vissu.

Ekki er einhugur meðal leyniþjónustustofnana í Bandaríkjunum vegna málsins og fyrirvari hefur verið settur við meinta uppgötvun. Bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefur til dæmis hvorki sagt af eða á, að sögn Guardian.

Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joes Biden, sagði í yfirlýsingu í dag að skiptar skoðanir væru um málið. Stjórn Bidens ætli hins vegar að setja aukinn þunga í rannsóknir og stefnan sé sett á að komast að ótvíræðri niðurstöðu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×