Enski boltinn

Hálfáttræður Hodgson gæti tekið aftur við Palace

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Snýr Roy Hodgson aftur í enska boltann? 
Snýr Roy Hodgson aftur í enska boltann?  getty/Sebastian Frej

Samkvæmt veðbönkum er Roy Hodgson líklegastur til að taka við Crystal Palace, tveimur árum eftir að hann hætti hjá félaginu.

Palace sagði Patrick Vieira upp sem knattspyrnustjóra liðsins í morgun. Palace hefur ekki unnið í tólf leikjum í röð og er aðeins þremur stigum frá fallsæti í ensku úrvalsdeildinni.

Palace gæti nú leitað til mannsins sem Vieira tók við fyrir tæpum tveimur árum, Hodgson. Hann stýrði Palace á árunum 2017-21. Hodgson tók síðan við Watford í janúar í fyrra en hætti eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni.

Hodgson er ekkert unglamb en hann er 75 ára og hefur þjálfað síðan á 8. áratug síðustu aldar.

Meðal annarra sem hafa verið nefndir sem eftirmenn Vieiras hjá Palace má nefna Jesse March, Rafa Benítez, Ralph Hassenhüttl og Steven Gerrard.

Næsti leikur Palace er gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.