Fótbolti

Verður á­fram for­seti FIFA þar sem það er ekkert mót­fram­boð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mun sitja áfram í embætti.
Mun sitja áfram í embætti. AP Photo/Martin Meissner

Giovanni Vincenzo, eða einfaldlega Gianni, Infantino hefur setið í embætti forseta FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, frá árinu 2016. Hann mun gera það áfram þar sem enginn býður sig fram gegn honum.

Öll 211 aðildarríki FIFA koma saman í dag til að kjósa um hver eigi að leiða sambandið á næstu árum. Þó svo að Infantino hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir að vilja halda HM karla á þriggja ára fresti, stækka HM félagsliða verulega og fjölga liðum á HM þá er samt ekkert mótframboð.

Infantino fór einnig mikinn á HM í Katar en hann er í dag búsettur í landinu. Þó að KSÍ hafi gefið út að það muni ekki styðja forsetann til endurkjörs þá er KSÍ því miður eitt á báti, allavega á mjög fámennum báti.

Infantino, líkt og Sepp Blatter á sínum tíma, hefur rétta fólkið á sínu bandi og mun halda áfram sem einvaldur FIFA. Í stað þess að hreinsa upp skítinn eftir Blatter þá virðist Infantino einfaldlega hafa fetað sama veg.

Sá vegur hefur gert hann að einum valdamesta manni innan knattspyrnuheimsins. Hversu lengi það mun vara kemur í ljós en sem stendur virðist hann með öll réttu spilin á hendi.


Tengdar fréttir

Katarar neita að hafa njósnað um leynifundi Infantino

Katörsk stjórnvöld þvertaka fyrir að hafa njósnað um Gianni Infantino, forseta FIFA, á fundum hans með Michael Lauber, fyrrum ríkissaksóknara í Sviss. Infantino og Lauber sæta sakamálarannsókn vegna fundanna.

Vika gaslýsingar hjá FIFA

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, er sakað um allsherjar gaslýsingartilburði með sköpun nýrrar stöðu mannréttindafulltrúa hjá sambandinu. Ráðningin kemur upp samhliða nýjum samningum við ríki þar sem mannréttindi eru fótum troðin.

Skipað að sýna Infantino á öllum leikjum HM í Katar

Gianni Infantino, forseti FIFA, er duglegur að koma sér í fréttirnar þessi misserin og þá helst á á neikvæðan hátt. Það er ljós að vinsældir hans eru ekki að aukast og gagnrýnin eykst dag frá degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×