Skipað að sýna Infantino á öllum leikjum HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 18:01 Gianni Infantino er búinn að afhenda Lionel Messi heimsbikarinn og er að stýra honum þangað sem sá argentínski átti að lyfta honum. Getty/Markus Gilliar Gianni Infantino, forseti FIFA, er duglegur að koma sér í fréttirnar þessi misserin og þá helst á á neikvæðan hátt. Það er ljós að vinsældir hans eru ekki að aukast og gagnrýnin eykst dag frá degi. Infantino gerði lítið úr mannréttindabrotum í Katar fyrir heimsmeistarakeppnina þar og varði gestgjafaþjóðina út í hið óendanlega. Eftir að rannsókn hófst í Sviss á meintum brotum hans árið 2020 flutti Infantino búferlum til Katar þar sem hann býr nú með fjölskyldu sinni. World Cup TV crews ordered to film Fifa president Infantino during matches - by @martynziegler . So petty yet still so depressing https://t.co/nvcTp9Us2D— Matt Dickinson (@DickinsonTimes) January 12, 2023 Infantino var yfirheyrður af lögregluyfirvöldum í Sviss í vikunni vegna meintra glæpa hans. Hann á að hafa hvatt til misbeitingar valds og hindrað refsiaðgerðir lögreglu- og dómsvaldsins. Breska tímaritið The Times slær því nú síðast upp að Alþjóða knattspyrnusambandið hafi skipað að sýna Infantino á öllum leikjum HM í Katar. Forseti FIFA nýtti sér það að leikirnir voru spilaðir á leikvöngum sem voru mjög nálægt hverjum öðrum. Það var því hægt að sjá marga leiki á dag ólíkt flestum öðrum heimsmeistaramótum. Infantino var duglegur að mæta en það átti líka að passa það að heimurinn fengi að sjá hversu duglegur hann var. The Times komst að því að fyrirskipunin um að sýna myndir af Infantino á hverjum leik hafi komið frá HBS, sem er svissneskt félag sem sér um sjónvarpsútsendingar frá leikjum fyrri hönd Alþjóða knattspyrnusambandsins. World Cup television crews were ordered to show the Fifa president Gianni Infantino at least once during matches in Qatar and to ensure that he was not pictured while on his mobile phone https://t.co/xOTFfdUtfA— Times Sport (@TimesSport) January 12, 2023 Fyrirtækið skipaði framleiðendum útsendinganna að sýna forsetann en þeirra efni er síðan sent út um allan heim þar á meðal til íslenska Ríkisútvarpsins sem var með réttinn á HM hér heima á Íslandi. Í fyrrnefndri skipun kom fram hversu oft átti að sýna Infantino og hvernig. Það mátti þannig ekki sýna hann þegar hann var að nota farsímann sinn. Sjónvarpsstöðvarnar út um allan heim höfðu því ekkert um það að segja hversu oft forsetinn kom á skjáinn í miðjum leikjum á heimsmeistaramótinu. Fyrst var forsetinn alltaf sýndur líka upp á stjóra skjánum á leikvöngunum sjálfum en eftir að það var púað all svakalega á hann í hvert skiptið þá bannaði hann það. Þegar myndirnar af Infantino voru sýndar í sjónvarpsútsendingunni þá voru þær ekki sýndar á skjánum á vellinum. FIFA neitaði að tjá sig um málið þegar blaðamaður The Times leitaði eftir viðbrögðum. HM 2022 í Katar FIFA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Infantino gerði lítið úr mannréttindabrotum í Katar fyrir heimsmeistarakeppnina þar og varði gestgjafaþjóðina út í hið óendanlega. Eftir að rannsókn hófst í Sviss á meintum brotum hans árið 2020 flutti Infantino búferlum til Katar þar sem hann býr nú með fjölskyldu sinni. World Cup TV crews ordered to film Fifa president Infantino during matches - by @martynziegler . So petty yet still so depressing https://t.co/nvcTp9Us2D— Matt Dickinson (@DickinsonTimes) January 12, 2023 Infantino var yfirheyrður af lögregluyfirvöldum í Sviss í vikunni vegna meintra glæpa hans. Hann á að hafa hvatt til misbeitingar valds og hindrað refsiaðgerðir lögreglu- og dómsvaldsins. Breska tímaritið The Times slær því nú síðast upp að Alþjóða knattspyrnusambandið hafi skipað að sýna Infantino á öllum leikjum HM í Katar. Forseti FIFA nýtti sér það að leikirnir voru spilaðir á leikvöngum sem voru mjög nálægt hverjum öðrum. Það var því hægt að sjá marga leiki á dag ólíkt flestum öðrum heimsmeistaramótum. Infantino var duglegur að mæta en það átti líka að passa það að heimurinn fengi að sjá hversu duglegur hann var. The Times komst að því að fyrirskipunin um að sýna myndir af Infantino á hverjum leik hafi komið frá HBS, sem er svissneskt félag sem sér um sjónvarpsútsendingar frá leikjum fyrri hönd Alþjóða knattspyrnusambandsins. World Cup television crews were ordered to show the Fifa president Gianni Infantino at least once during matches in Qatar and to ensure that he was not pictured while on his mobile phone https://t.co/xOTFfdUtfA— Times Sport (@TimesSport) January 12, 2023 Fyrirtækið skipaði framleiðendum útsendinganna að sýna forsetann en þeirra efni er síðan sent út um allan heim þar á meðal til íslenska Ríkisútvarpsins sem var með réttinn á HM hér heima á Íslandi. Í fyrrnefndri skipun kom fram hversu oft átti að sýna Infantino og hvernig. Það mátti þannig ekki sýna hann þegar hann var að nota farsímann sinn. Sjónvarpsstöðvarnar út um allan heim höfðu því ekkert um það að segja hversu oft forsetinn kom á skjáinn í miðjum leikjum á heimsmeistaramótinu. Fyrst var forsetinn alltaf sýndur líka upp á stjóra skjánum á leikvöngunum sjálfum en eftir að það var púað all svakalega á hann í hvert skiptið þá bannaði hann það. Þegar myndirnar af Infantino voru sýndar í sjónvarpsútsendingunni þá voru þær ekki sýndar á skjánum á vellinum. FIFA neitaði að tjá sig um málið þegar blaðamaður The Times leitaði eftir viðbrögðum.
HM 2022 í Katar FIFA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira