ÍBV í undanúrslit með fullt hús stiga eftir sigur á Kópavogsvelli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. mars 2023 20:35 Leikmenn ÍBV fagna fyrsta marki sínu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann 3-2 sigur á Breiðabliki í Lengjubikar karla í knattspyrnu í kvöld. Eyjamenn voru með fullt hús stiga fyrir leik kvöldsins og þurftu heimamenn þriggja marka sigur itl að komast í undanúrslit keppninnar. Eyjamenn höfðu unnið alla fjóra leiki sína til þessa í riðlinum en voru að leika sinn þriðja leik á innan við viku og því var spurning hvernig orkustigið væri. Eftir á að hyggja var það fínt en segja má að leikskipulag ÍBV hafi gengið nær fullkomlega upp. Patrik átti góðan leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Patrik Johannesen kom Breiðablik yfir í kvöld eftir snögga sókn. Gísli Eyjólfsson bar boltann upp vallarhelming gestanna og gaf hann svo út á Jason Daða Svanþórsson sem keyrði inn að teig Eyjamanna frá hægri. Jason Daði renndi boltanum svo á Patrik sem var staðsettur inn í D-boganum og skaut í fyrsta að marki. Hægri fótur, hægra horn og skotið óverjandi fyrir Guy Smit í marki ÍBV. Filip Valenčič var nálægt því að jafna metin fyrir ÍBV en skot hans fór í stöngina. Þá varði Guy Smit skot frá Patrik meistaralega í stöngina. Það var hins vegar eftir vandræðagang í vörn heimamanna sem Alex Freyr Hilmarsson jafnaði metin. Anton Ari Einarsson, markvörður, átti þá slaka sendingu upp völlinn sem Eyjamenn komust inn í. Það virtist þó sem boltinn væri á leið út af og gerði Viktor Örn Margeirsson sitt besta til að skýla honum aftur fyrir. Halldór Jón Sigurður Þórðarson náði hins vegar að pota tá í boltann. Þaðan fór hann til Sverris Páls Hjaltested sem kom honum á Alex Frey sem skoraði af öryggi. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik þó svo að Stefán Ingi Sigurðarson hafi stýrt fyrirgjöf Höskuldar Gunnlaugssonar í netið skömmu síðar. Flaggið fór hins vegar á loft og markið dæmt af.Vísir/Hulda Margrét Gestirnir frá Vestmannaeyjum komust yfir í upphafi síðari hálfleiks þegar Halldór Jón Sigurður Gunnarsson skoraði eftir að Sverrir Páll lagði boltann á hann. Eyjamenn höfðu sloppið í gegn eftir háa sendingu yfir varnarlínu Blika sem var mjög ofarlega á vellinum. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks þá jafnaði Patrik metin með marki af stuttu færi eftir frábæra sendingu Höskuldar. Staðan 2-2 en það voru Eyjamenn sem tryggðu sér sigurinn í uppbótartíma. Aftur komust gestirnir inn í sendingu frá Antoni Ara. Felix Örn Friðriksson bar boltann upp vinstra megin, þaðan fór hann yfir til hægri og á endanum var það Bjarki Björn Gunnarsson, lánsmaður frá Víking, sem batt endahnút á sóknina. Lokatölur á Kópavogsvelli 2-3 og Eyjamenn komnir í undanúrslit Lengjubikarsins. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik ÍBV Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Eyjamenn höfðu unnið alla fjóra leiki sína til þessa í riðlinum en voru að leika sinn þriðja leik á innan við viku og því var spurning hvernig orkustigið væri. Eftir á að hyggja var það fínt en segja má að leikskipulag ÍBV hafi gengið nær fullkomlega upp. Patrik átti góðan leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Patrik Johannesen kom Breiðablik yfir í kvöld eftir snögga sókn. Gísli Eyjólfsson bar boltann upp vallarhelming gestanna og gaf hann svo út á Jason Daða Svanþórsson sem keyrði inn að teig Eyjamanna frá hægri. Jason Daði renndi boltanum svo á Patrik sem var staðsettur inn í D-boganum og skaut í fyrsta að marki. Hægri fótur, hægra horn og skotið óverjandi fyrir Guy Smit í marki ÍBV. Filip Valenčič var nálægt því að jafna metin fyrir ÍBV en skot hans fór í stöngina. Þá varði Guy Smit skot frá Patrik meistaralega í stöngina. Það var hins vegar eftir vandræðagang í vörn heimamanna sem Alex Freyr Hilmarsson jafnaði metin. Anton Ari Einarsson, markvörður, átti þá slaka sendingu upp völlinn sem Eyjamenn komust inn í. Það virtist þó sem boltinn væri á leið út af og gerði Viktor Örn Margeirsson sitt besta til að skýla honum aftur fyrir. Halldór Jón Sigurður Þórðarson náði hins vegar að pota tá í boltann. Þaðan fór hann til Sverris Páls Hjaltested sem kom honum á Alex Frey sem skoraði af öryggi. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik þó svo að Stefán Ingi Sigurðarson hafi stýrt fyrirgjöf Höskuldar Gunnlaugssonar í netið skömmu síðar. Flaggið fór hins vegar á loft og markið dæmt af.Vísir/Hulda Margrét Gestirnir frá Vestmannaeyjum komust yfir í upphafi síðari hálfleiks þegar Halldór Jón Sigurður Gunnarsson skoraði eftir að Sverrir Páll lagði boltann á hann. Eyjamenn höfðu sloppið í gegn eftir háa sendingu yfir varnarlínu Blika sem var mjög ofarlega á vellinum. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks þá jafnaði Patrik metin með marki af stuttu færi eftir frábæra sendingu Höskuldar. Staðan 2-2 en það voru Eyjamenn sem tryggðu sér sigurinn í uppbótartíma. Aftur komust gestirnir inn í sendingu frá Antoni Ara. Felix Örn Friðriksson bar boltann upp vinstra megin, þaðan fór hann yfir til hægri og á endanum var það Bjarki Björn Gunnarsson, lánsmaður frá Víking, sem batt endahnút á sóknina. Lokatölur á Kópavogsvelli 2-3 og Eyjamenn komnir í undanúrslit Lengjubikarsins.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik ÍBV Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira