Íslenski boltinn

Breiðablik í undanúrslit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Agla María skoraði síðara mark Breiðabliks í dag.
Agla María skoraði síðara mark Breiðabliks í dag. Vísir/Hulda Margrét

Breiðablik vann öruggan 2-0 sigur á ÍBV í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli nú rétt í þessu. Sigurinn tryggir liðinu sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins.

Varnarmaðurinn Hafrún Rakel Halldórsdóttir skoraði fyrra mark Breiðabliks í dag og Agla María Albertsdóttir það síðara úr vítaspyrnu. Framherjinn Katrín Ásbjörnsdóttir var ekki með Blikum í dag vegna meiðsla. Viðtal við hana má finna á Vísi á morgun, miðvikudag.

Eftir sigurinn er Breiðablik með 10 stig á toppi riðils 2, líkt og Stjarnan. Bæði lið eru þar af leiðandi komin í undanúrslit Lengjubikarsins þó það sé enn ein umferð eftir. ÍBV er í 3. sæti með 6 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×