Sérfræðingar uggandi og Kínverjar æfir vegna AUKUS Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2023 10:21 Joe Biden Bandaríkjaforseti, Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands og Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu kynntu samkomulagið í San Diego í gær. AP/Leon Neal Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær formlega um samkomulag Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu um þróun og framleiðslu kjarnorkuknúinna herkafbáta. Samkomulaginu er ekki síst ætlað að vera svar við auknum hernaðarumsvifum Kínverja. Samkomulagið felur meðal annars í sér kaup Ástrala á þremur bandarískum kjarnorkuknúnum kafbátum en í framhaldinu smíða nýjan kafbát, nefndan AUKUS, í samstarfi við Bandaríkin og Bretland. Hugmyndin er að byggja upp flota sem er þess megnugur að mæta Kínverjum á Suður-Kínahafi og víðar. New York Times hefur eftir embættismönnum innan stjórnkerfisins að einnig sé um að ræða fælingaraðgerðir gagnvart Norður-Kóreu og Rússlandi. Guardian segir marga sérfræðinga uggandi vegna samkomulagsins en þetta mun vera í fyrsta sinn sem undanþáguákvæði í samningnum gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna frá 1968 er virkjað og ríki sem á kjarnorkuvopn flytur kjarnorkueldsneyti og -tækni út til ríkis sem á ekki kjarnorkuvopn. Áhyggjur eru uppi um að um sé að ræða vont fordæmi en umrætt ákvæði kveður á um undanþágu frá eftirliti Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar með kjarnorkueldsneyti. Aðrir gætu þannig ákveðið að grípa til ákvæðisins til að koma auðguðu úrani eða öðrum hættulegum efnum undan eftirliti. Kínverjar hafa þegar sakað Bandaríkjamenn og Breta um að brjóta gegn augljósum markmiðum og tilgangi samningsins gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Þeir segja AUKUS-samkomulagið ógna samningnum, grafa undan alþjóðlegum samþykktum, hvetja til vopnakapphlaups og koma niður á friði og stöðugleika. Samkomulagið nýtur stuðnings Japana. Full leaders remarks on AUKUS: https://t.co/zgQ7iEDxQ4— U.S. Embassy Australia (@USEmbAustralia) March 13, 2023 Gríðarleg fjárhagsleg skuldbinding fyrir Ástrali Ríkin sem standa að AUKUS-samkomulaginu hafa átt í viðræðum við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og ræddu meðal annars að beita ekki undanþáguákvæðinu. Stofnunin var hins vegar ekki reiðubúin til að slá af eftirlitskröfum sínum með því meðal annars að láta vita af eftirlitsheimsóknum fyrir fram og ríkin voru ekki reiðubúin til að heimila eftirlitsmönnum að fara óhindrað um kafbátana. Ástralir hafa samþykkt að byggja ekki þjálfunarkjarnaofn og munu stunda æfingar í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þá munu þeir ekki eiga við kjarnorkueldsneytið frá Bandaríkjunum og Bretlandi með neinum hætti og heita því að eignast ekki búnað til að breyta notuðu eldsneyti í vopn. Kjarnorkuknúnir kafbátar geta verið lengur neðansjávar og ferðast lengra en hefðbundnir kafbátar. Ástralir eiga sem stendur sex dísilknúna kafbáta, sem eru að verða úreltir. AUKUS-samkomulagið felur einnig í sér fyrirætlanir um nánara samstarf á sviði stafræns hernaðar, skammtatölva og gervigreindar. Stjórnvöld í Ástralíu greindu frá því í gær að fjárhagslegar skuldbindingar þeirra vegna kafbátanna myndu nema á bilinu 178 til 245 milljarða dollara. Frakkar eru lítt hrifnir en samkomulagið varð til þess að Ástralir hættu við 66 milljarða dollara kafbátasamning við Frakka. Bandaríkin Bretland Ástralía Hernaður Kjarnorka Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Samkomulaginu er ekki síst ætlað að vera svar við auknum hernaðarumsvifum Kínverja. Samkomulagið felur meðal annars í sér kaup Ástrala á þremur bandarískum kjarnorkuknúnum kafbátum en í framhaldinu smíða nýjan kafbát, nefndan AUKUS, í samstarfi við Bandaríkin og Bretland. Hugmyndin er að byggja upp flota sem er þess megnugur að mæta Kínverjum á Suður-Kínahafi og víðar. New York Times hefur eftir embættismönnum innan stjórnkerfisins að einnig sé um að ræða fælingaraðgerðir gagnvart Norður-Kóreu og Rússlandi. Guardian segir marga sérfræðinga uggandi vegna samkomulagsins en þetta mun vera í fyrsta sinn sem undanþáguákvæði í samningnum gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna frá 1968 er virkjað og ríki sem á kjarnorkuvopn flytur kjarnorkueldsneyti og -tækni út til ríkis sem á ekki kjarnorkuvopn. Áhyggjur eru uppi um að um sé að ræða vont fordæmi en umrætt ákvæði kveður á um undanþágu frá eftirliti Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar með kjarnorkueldsneyti. Aðrir gætu þannig ákveðið að grípa til ákvæðisins til að koma auðguðu úrani eða öðrum hættulegum efnum undan eftirliti. Kínverjar hafa þegar sakað Bandaríkjamenn og Breta um að brjóta gegn augljósum markmiðum og tilgangi samningsins gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Þeir segja AUKUS-samkomulagið ógna samningnum, grafa undan alþjóðlegum samþykktum, hvetja til vopnakapphlaups og koma niður á friði og stöðugleika. Samkomulagið nýtur stuðnings Japana. Full leaders remarks on AUKUS: https://t.co/zgQ7iEDxQ4— U.S. Embassy Australia (@USEmbAustralia) March 13, 2023 Gríðarleg fjárhagsleg skuldbinding fyrir Ástrali Ríkin sem standa að AUKUS-samkomulaginu hafa átt í viðræðum við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og ræddu meðal annars að beita ekki undanþáguákvæðinu. Stofnunin var hins vegar ekki reiðubúin til að slá af eftirlitskröfum sínum með því meðal annars að láta vita af eftirlitsheimsóknum fyrir fram og ríkin voru ekki reiðubúin til að heimila eftirlitsmönnum að fara óhindrað um kafbátana. Ástralir hafa samþykkt að byggja ekki þjálfunarkjarnaofn og munu stunda æfingar í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þá munu þeir ekki eiga við kjarnorkueldsneytið frá Bandaríkjunum og Bretlandi með neinum hætti og heita því að eignast ekki búnað til að breyta notuðu eldsneyti í vopn. Kjarnorkuknúnir kafbátar geta verið lengur neðansjávar og ferðast lengra en hefðbundnir kafbátar. Ástralir eiga sem stendur sex dísilknúna kafbáta, sem eru að verða úreltir. AUKUS-samkomulagið felur einnig í sér fyrirætlanir um nánara samstarf á sviði stafræns hernaðar, skammtatölva og gervigreindar. Stjórnvöld í Ástralíu greindu frá því í gær að fjárhagslegar skuldbindingar þeirra vegna kafbátanna myndu nema á bilinu 178 til 245 milljarða dollara. Frakkar eru lítt hrifnir en samkomulagið varð til þess að Ástralir hættu við 66 milljarða dollara kafbátasamning við Frakka.
Bandaríkin Bretland Ástralía Hernaður Kjarnorka Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira