Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Máni Snær Þorláksson skrifar 13. mars 2023 16:37 Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, fékk að heyra það frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar í upphafi þingfundsins. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, tekur fyrst til máls undir liðnum fundarstjórn forseta. „Nú hefur verið birt lögfræðiálit um að Alþingi eigi að birta almenningi og fjölmiðlum greinargerð um Lindarhvol, Alþingi sé það skylt. En enn er staðan óbreytta af hálfu forseta Alþingis, hann ætlar ekki að birta greinargerðina. Þrátt fyrir þetta lögfræðiálit sem segir beinlínis að það sé skylt að birta greinargerðina,“ segir hún. „Hvað skýrir þessa afstöðu forseta Alþingis þegar hann velur að fara gegn lögfræðiáliti um að birta almenningi þetta gagn, þessa greinargerð. Ég skil það ekki, er hann gísl flokkshollustunnar? Er það það sem býr hér að baki, gæti einhver spurt.“ Þorbjörg vitnar þá í 16. grein laga um ríkisendurskoðun: Ríkisendurskoðandi sendir Alþingi skýrslur sínar, greinargerðir og endurskoðunarbréf og birtir opinberlega nema um sé að ræða málefni sem leynt skal fara samkvæmt lögum eða opinberir hagsmunir eða einkahagsmunir standi því í vegi. „Ég ætla ekki að standa hér og þykjast vita hvað stendur í þessari greinagerð en ég skil ekki hvað það er sem gerir það að verkum að forseti Alþingis treystir sér ekki til að fara að niðurstöðu lögfræðiálits og birta þessi gögn.“ Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, tekur til máls í kjölfarið og slær upp vörnum. Birgir vísar í 15. grein sömu laga og Þorbjörg talaði um. Hann segir að það hafi komið fram að um sé að ræða vinnugagn sem ber að lúta sérstökum trúnaði eða leynd á grundvelli ákvörðunar ríkisendurskoðunar. Alþingi sé komið í rugl Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, stígur næstur upp í pontu. Hann segir málið einnig snúast um lög um stjórnsýslu Alþingis. „Það er búið að afhenda þessa greinargerð Alþingi og þá fer það um það hvað Alþingi ber að gera við gögn sem Alþingi berast. Það er það sem skiptir máli,“ segir hann. Þá furðar hann sig á því að forseti Alþingis vilji ekki birta álitsgerð lögfræðinga um málið þó svo að Lindarhvol beri að birta álitið. „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í? Það er alveg stórkostlegt í rauninni að við séum á þeim stað að Alþingi neiti að birta lögfræðiálit sem Lindarhvoli er gert að birta og vilji ekki birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda sem er send Alþingi á sama tíma. Við verðum að gera eitthvað betur en þetta, öll forsætisnefnd var búin að samþykkja að birta þessa greinargerð en nú er það bara forseti Alþingis sem segir nei.“ „Þetta held ég að Alþingi ætti að taka til sín.“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem barist hefur hvað harðast fyrir því að greinargerðin sé birt. Í umræðunni vekur hann athygli á því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi komist að þeirri niðurstöðu að það væri óheimilt að halda lögfræðiálitinu frá almenningi. „Það sem er athyglisvert hér er að yfirstjórn Alþingis hefur einmitt synjað fjölmiðli um aðgang að þessu skjali á sama ranga lagagrundvellinum. Þetta held ég að Alþingi ætti að taka til sín.“ Hann segir þingmenn hafa kallað látlaust eftir því að greinargerðin og lögfræðiálitið sé birt en ekki hafi verið orðið við því. „Í lögfræðiálitinu kemur svo fram mjög sannfærandi rökstuðningur fyrir því að upplýsingarréttur almennings taki til greinargerðarinnar sjálfrar um Lindarhvol, enda hafi stjórnsýsla Alþingis verið felld undir gildissvið upplýsingalaga árið 2019. Sem aftur hrekur allar þær röksemdir sem komu hér fram í máli stjórnarmeirihlutans á mánudaginn í síðustu viku. Þegar mér var bannað með meirihlutavalda að spyrja spurninga um innihald greinargerðarinnar.“ Alþingi Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, tekur fyrst til máls undir liðnum fundarstjórn forseta. „Nú hefur verið birt lögfræðiálit um að Alþingi eigi að birta almenningi og fjölmiðlum greinargerð um Lindarhvol, Alþingi sé það skylt. En enn er staðan óbreytta af hálfu forseta Alþingis, hann ætlar ekki að birta greinargerðina. Þrátt fyrir þetta lögfræðiálit sem segir beinlínis að það sé skylt að birta greinargerðina,“ segir hún. „Hvað skýrir þessa afstöðu forseta Alþingis þegar hann velur að fara gegn lögfræðiáliti um að birta almenningi þetta gagn, þessa greinargerð. Ég skil það ekki, er hann gísl flokkshollustunnar? Er það það sem býr hér að baki, gæti einhver spurt.“ Þorbjörg vitnar þá í 16. grein laga um ríkisendurskoðun: Ríkisendurskoðandi sendir Alþingi skýrslur sínar, greinargerðir og endurskoðunarbréf og birtir opinberlega nema um sé að ræða málefni sem leynt skal fara samkvæmt lögum eða opinberir hagsmunir eða einkahagsmunir standi því í vegi. „Ég ætla ekki að standa hér og þykjast vita hvað stendur í þessari greinagerð en ég skil ekki hvað það er sem gerir það að verkum að forseti Alþingis treystir sér ekki til að fara að niðurstöðu lögfræðiálits og birta þessi gögn.“ Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, tekur til máls í kjölfarið og slær upp vörnum. Birgir vísar í 15. grein sömu laga og Þorbjörg talaði um. Hann segir að það hafi komið fram að um sé að ræða vinnugagn sem ber að lúta sérstökum trúnaði eða leynd á grundvelli ákvörðunar ríkisendurskoðunar. Alþingi sé komið í rugl Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, stígur næstur upp í pontu. Hann segir málið einnig snúast um lög um stjórnsýslu Alþingis. „Það er búið að afhenda þessa greinargerð Alþingi og þá fer það um það hvað Alþingi ber að gera við gögn sem Alþingi berast. Það er það sem skiptir máli,“ segir hann. Þá furðar hann sig á því að forseti Alþingis vilji ekki birta álitsgerð lögfræðinga um málið þó svo að Lindarhvol beri að birta álitið. „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í? Það er alveg stórkostlegt í rauninni að við séum á þeim stað að Alþingi neiti að birta lögfræðiálit sem Lindarhvoli er gert að birta og vilji ekki birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda sem er send Alþingi á sama tíma. Við verðum að gera eitthvað betur en þetta, öll forsætisnefnd var búin að samþykkja að birta þessa greinargerð en nú er það bara forseti Alþingis sem segir nei.“ „Þetta held ég að Alþingi ætti að taka til sín.“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem barist hefur hvað harðast fyrir því að greinargerðin sé birt. Í umræðunni vekur hann athygli á því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi komist að þeirri niðurstöðu að það væri óheimilt að halda lögfræðiálitinu frá almenningi. „Það sem er athyglisvert hér er að yfirstjórn Alþingis hefur einmitt synjað fjölmiðli um aðgang að þessu skjali á sama ranga lagagrundvellinum. Þetta held ég að Alþingi ætti að taka til sín.“ Hann segir þingmenn hafa kallað látlaust eftir því að greinargerðin og lögfræðiálitið sé birt en ekki hafi verið orðið við því. „Í lögfræðiálitinu kemur svo fram mjög sannfærandi rökstuðningur fyrir því að upplýsingarréttur almennings taki til greinargerðarinnar sjálfrar um Lindarhvol, enda hafi stjórnsýsla Alþingis verið felld undir gildissvið upplýsingalaga árið 2019. Sem aftur hrekur allar þær röksemdir sem komu hér fram í máli stjórnarmeirihlutans á mánudaginn í síðustu viku. Þegar mér var bannað með meirihlutavalda að spyrja spurninga um innihald greinargerðarinnar.“
Alþingi Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira