Enski boltinn

Fyrrverandi leikmaður Liverpool búinn að missa 45 kg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
razor

Neil Ruddock, fyrrverandi leikmaður Liverpool og fleiri liða, hefur breytt um lífsstíl og misst tæplega fimmtíu kg.

Ruddock lék sem miðvörður og þótti harður í horn að taka. Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool en þar lék hann á árunum 1993-98. Ruddock lék einn landsleik fyrir England.

Eftir að ferlinum lauk þyngdist Ruddock og hann missti algjörlega tökin í kórónuveirufaraldrinum og var þá orðinn rúmlega 170 kg.

Ruddock ákvað á endanum að fara í magaermisaðgerð til að freista þess að endurheimta heilsuna. Hann lagðist undir hnífinn í september í fyrra og síðan þá hefur hann misst 45 kg. 

Ruddock deildi árangrinum með fylgjendum sínum á Twitter og fékk góð viðbrögð.

Ruddock, sem er 54 ára, hefur verið tíður gestur í ýmsum raunveruleikasjónvarpsþáttum eftir að ferlinum lauk, meðal annars I'm a Celebrity ... Get Me Out of Here og Celebrity Masterchef.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×