Rússar halda uppi öflugum hryðjuverkaárásum á borgir í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2023 19:41 Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir ekki hægt að líða stöðugar sprengjuárásir Rússa á Kjarnorkuverðið í Zaporizhhia sem varð án rafmagns í sjötta sinn í nótt. Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar féllu í stórfelldum eldflaugaárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Ekki er hægt að kalla eldflaugaárásir Rússa á að minnsta kosti ellefu borgir og bæi í Úkraínu í gærkvöldi og nótt annað en hryðjuverk. Eldflaugunum er beint að raforkuinnviðum og öðrum innviðum sem og íbúabyggð. Rússneskar eldflaugar sem skotið var frá Belograd héraði í Rússlandi sjást á morgunhimninum í Kænugarði.AP/Vadim Belikov Úkraínumenn náðu að skjóta niður 34 af 81 eldflaug sem Rússar skutu og höfnuðu meðal annars borginni Lviv í vestri, höfuðborginni Kænugarði, Kharkiv og Zaporizhhia þannig að rafmagn fór af kjarnorkuverinu þar í sjötta sinn vegna eldflauga- og stórskotaliðsárása. Verið gekk því í nokkrar klukkustundir á díselvélum sem duga í um tíu klukkutíma. Hér má sjá þær borgir sem Rússar skutu eldflaugum að í gærkvöldi og nótt. Ljósrauðu landsvæðin eru á valdi Rússa en þau fjólubláu hafa Úkraínumenn endurheimt úr klóm þeirra.Grafík/Sara Rafael Grossi forstjóra Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar var nóg boðið eftir þessi tíðindi dagsins. En í fyrra fór hann persónulega með eftirlitssveit sína í kjarnorkuverið. Rafael Grossi varar við afleiðingum loftárása í nágrenni kjarnorkuversins. Fyrr eða síðar muni heppnin bregðast og skelfilegir hlutir gerast. AP/Heinz-Peter Bader „Rétt einu sinni enn er Zaporizhzhia-kjarnorkuverið keyrt á dísilvélum í neyðarskyni. Það er síðasta varnarlínan.,“ sagði Grossi á fundi með fréttamönnum. Þessi staða gengi ekki lengur. „Ég er furðu lostinn yfir þessu andvaraleysi. Já, andvaraleysi. Hvað erum við að gera til að hindra að þetta gerist? Í hvert sinn tökum við áhættu og ef við látum þetta viðgangast hvað eftir annað mun lukkan snúa við okkur bakinu einn daginn,“ sagði Grossi. Mikið tjón varð á raforkuinnviðum og íbúðabyggð víða um Úkraínu eftir stórfellda eldflaugaárás Rússa síðast liðna nótt. Hér leitar fólk í rúsum húss í nágrenni Lviv. Fimm manns féllu og fjöldi særðist.AP/Mykola Tys Talið er að Rússar hafi misst á bilinu 20 til 30 þúsund hermenn í linnulausum tilraunum sínum til að ná Bakhmut í austurhluta landsins á sitt vald undanfarna mánuði. Árásirnar bitna líka á nágrannabæjum eins og Kostyantynivka, þar sem um 70 þúsund manns búa líkt og bjuggu í Bakhmut. Þar rignir einnig stórskotum og eldflaugum eins og ráðþrota Olha Babashkina greinir frá. Tugir þúsunda úkraínskra hermanna hefur fallið í vörnum hersins við ólöglegri innrás Rússa.AP/Efrem Lukatsky „Þeir eru að eyðileggja borgina okkar. Stórskotahríðin dynur á okkur á hverjum degi. Á hverjum degi, kvölds og morgna. Hér sjáið þið afleiðingar stórskotahríðarinnar. Allir eru í áfalli. Allir eru hræddir. Engin orð fá þessu lýst. Ég geng til svefns á kvöldin og veit ekki hvort ég vakna daginn eftir,“ segir hin rúmlega sextuga Babashkina innan um húsarústir. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kjarnorka Úkraína Tengdar fréttir Umfangsmiklar loftárásir víðsvegar um Úkraínu Allt að 40 prósent af íbúum Kænugarðs eru án hita eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa á skotmörk víðsvegar í landinu. Árásirnar virðast meðal annars hafa beinst gegn orkuinnviðum og hafa valdið rafmagnsleysi í Kharkív, Odessa og víðar. 9. mars 2023 06:22 Segja rússneska björninn búinn á því Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. 8. mars 2023 19:44 Síðasta orrusta Wagner? Serhiy Cherevaty, yfirmaður hersveita Úkraínu í austurhluta landsins, segir orrustuna um Bakhmut þá síðustu sem sveitir Wagner málaliðahópsins munu há. Hann segir þúsundir liðsmanna Wagner hafa fallið í átökunum. 8. mars 2023 10:29 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Ekki er hægt að kalla eldflaugaárásir Rússa á að minnsta kosti ellefu borgir og bæi í Úkraínu í gærkvöldi og nótt annað en hryðjuverk. Eldflaugunum er beint að raforkuinnviðum og öðrum innviðum sem og íbúabyggð. Rússneskar eldflaugar sem skotið var frá Belograd héraði í Rússlandi sjást á morgunhimninum í Kænugarði.AP/Vadim Belikov Úkraínumenn náðu að skjóta niður 34 af 81 eldflaug sem Rússar skutu og höfnuðu meðal annars borginni Lviv í vestri, höfuðborginni Kænugarði, Kharkiv og Zaporizhhia þannig að rafmagn fór af kjarnorkuverinu þar í sjötta sinn vegna eldflauga- og stórskotaliðsárása. Verið gekk því í nokkrar klukkustundir á díselvélum sem duga í um tíu klukkutíma. Hér má sjá þær borgir sem Rússar skutu eldflaugum að í gærkvöldi og nótt. Ljósrauðu landsvæðin eru á valdi Rússa en þau fjólubláu hafa Úkraínumenn endurheimt úr klóm þeirra.Grafík/Sara Rafael Grossi forstjóra Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar var nóg boðið eftir þessi tíðindi dagsins. En í fyrra fór hann persónulega með eftirlitssveit sína í kjarnorkuverið. Rafael Grossi varar við afleiðingum loftárása í nágrenni kjarnorkuversins. Fyrr eða síðar muni heppnin bregðast og skelfilegir hlutir gerast. AP/Heinz-Peter Bader „Rétt einu sinni enn er Zaporizhzhia-kjarnorkuverið keyrt á dísilvélum í neyðarskyni. Það er síðasta varnarlínan.,“ sagði Grossi á fundi með fréttamönnum. Þessi staða gengi ekki lengur. „Ég er furðu lostinn yfir þessu andvaraleysi. Já, andvaraleysi. Hvað erum við að gera til að hindra að þetta gerist? Í hvert sinn tökum við áhættu og ef við látum þetta viðgangast hvað eftir annað mun lukkan snúa við okkur bakinu einn daginn,“ sagði Grossi. Mikið tjón varð á raforkuinnviðum og íbúðabyggð víða um Úkraínu eftir stórfellda eldflaugaárás Rússa síðast liðna nótt. Hér leitar fólk í rúsum húss í nágrenni Lviv. Fimm manns féllu og fjöldi særðist.AP/Mykola Tys Talið er að Rússar hafi misst á bilinu 20 til 30 þúsund hermenn í linnulausum tilraunum sínum til að ná Bakhmut í austurhluta landsins á sitt vald undanfarna mánuði. Árásirnar bitna líka á nágrannabæjum eins og Kostyantynivka, þar sem um 70 þúsund manns búa líkt og bjuggu í Bakhmut. Þar rignir einnig stórskotum og eldflaugum eins og ráðþrota Olha Babashkina greinir frá. Tugir þúsunda úkraínskra hermanna hefur fallið í vörnum hersins við ólöglegri innrás Rússa.AP/Efrem Lukatsky „Þeir eru að eyðileggja borgina okkar. Stórskotahríðin dynur á okkur á hverjum degi. Á hverjum degi, kvölds og morgna. Hér sjáið þið afleiðingar stórskotahríðarinnar. Allir eru í áfalli. Allir eru hræddir. Engin orð fá þessu lýst. Ég geng til svefns á kvöldin og veit ekki hvort ég vakna daginn eftir,“ segir hin rúmlega sextuga Babashkina innan um húsarústir.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kjarnorka Úkraína Tengdar fréttir Umfangsmiklar loftárásir víðsvegar um Úkraínu Allt að 40 prósent af íbúum Kænugarðs eru án hita eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa á skotmörk víðsvegar í landinu. Árásirnar virðast meðal annars hafa beinst gegn orkuinnviðum og hafa valdið rafmagnsleysi í Kharkív, Odessa og víðar. 9. mars 2023 06:22 Segja rússneska björninn búinn á því Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. 8. mars 2023 19:44 Síðasta orrusta Wagner? Serhiy Cherevaty, yfirmaður hersveita Úkraínu í austurhluta landsins, segir orrustuna um Bakhmut þá síðustu sem sveitir Wagner málaliðahópsins munu há. Hann segir þúsundir liðsmanna Wagner hafa fallið í átökunum. 8. mars 2023 10:29 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Umfangsmiklar loftárásir víðsvegar um Úkraínu Allt að 40 prósent af íbúum Kænugarðs eru án hita eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa á skotmörk víðsvegar í landinu. Árásirnar virðast meðal annars hafa beinst gegn orkuinnviðum og hafa valdið rafmagnsleysi í Kharkív, Odessa og víðar. 9. mars 2023 06:22
Segja rússneska björninn búinn á því Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. 8. mars 2023 19:44
Síðasta orrusta Wagner? Serhiy Cherevaty, yfirmaður hersveita Úkraínu í austurhluta landsins, segir orrustuna um Bakhmut þá síðustu sem sveitir Wagner málaliðahópsins munu há. Hann segir þúsundir liðsmanna Wagner hafa fallið í átökunum. 8. mars 2023 10:29