Hættu við að skjóta fyrstu þrívíddarprentuðu eldflauginni út í geim Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2023 17:37 GLHF á skotpalli í Flórída. Relavitity Space Starfsmenn fyrirtækisins Relativity Space ætluðu sér að reyna að skjóta fyrstu eldflauginni sem er nánast öll þrívíddarprentuð út í geim. Eldflaugin notar einnig metan sem eldsneyti, sem er ekki hefðbundið. Búið er að hætta við geimskotið í kvöld. Ekki er búið að gefa upp hvað kom upp á né hvenær reyna á aftur. Uppfært, aftur: Til stóð að skjóta eldflauginn á loft upp úr klukkan sex en því var svo frestað til klukkan sjö í fyrsta lagi. Nú hefur því verið frestað til um korter í níu. Skotglugginn svokallaði er opinn til um klukkan níu í kvöld. Eldflaugin er af gerðinni Terran 1, og kallast GLHF eða „Good Luck, Have Fun“ og stendur til að skjóta henni á loft frá Flórída upp úr klukkan sjö. Eldflaugin ber engan farm í þessu geimskoti, þar sem að um tilraunaskot er að ræða. Vonast er til að hægt verði að koma efra stigi eldflaugarinnar á braut um jörðu í um tvö hundruð kílómetra hæð. Markmiðið er þó að safna upplýsingum og sýna fram á að hægt sé að skjóta þrívíddarprentuðum eldflaugum út í geim. Hægt verður að fylgjast með tilraunaskotinu í spilaranum hér að neðan. Eins og áður segir stendur til að skjóta eldflauginn upp upp úr klukkan sjö. Það gæti þó tafist en skotglugginn svokallaði verður opinn í þrjár klukkustundir. Eldflaugin er talin vera stærsti málmhlutur sem hefur verið þrívíddarprentaður en hún er rúmlega 33 metra há. Um 85 prósent allrar eldflaugarinnar er þrívíddarprentaður en markmið starfsmanna Relativity Space er að eldflaugar framtíðarinnar verði 95 prósent þrívíddarprentaðar. Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir hvernig eldflaugin er prentuð. Þar að neðan má svo fylgjast með tístum frá Relativity Space þar sem sagt verður frá helstu vendingum í aðdraganda tilraunaskotsins. Tweets by relativityspace Geimurinn Tækni Bandaríkin Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Búið er að hætta við geimskotið í kvöld. Ekki er búið að gefa upp hvað kom upp á né hvenær reyna á aftur. Uppfært, aftur: Til stóð að skjóta eldflauginn á loft upp úr klukkan sex en því var svo frestað til klukkan sjö í fyrsta lagi. Nú hefur því verið frestað til um korter í níu. Skotglugginn svokallaði er opinn til um klukkan níu í kvöld. Eldflaugin er af gerðinni Terran 1, og kallast GLHF eða „Good Luck, Have Fun“ og stendur til að skjóta henni á loft frá Flórída upp úr klukkan sjö. Eldflaugin ber engan farm í þessu geimskoti, þar sem að um tilraunaskot er að ræða. Vonast er til að hægt verði að koma efra stigi eldflaugarinnar á braut um jörðu í um tvö hundruð kílómetra hæð. Markmiðið er þó að safna upplýsingum og sýna fram á að hægt sé að skjóta þrívíddarprentuðum eldflaugum út í geim. Hægt verður að fylgjast með tilraunaskotinu í spilaranum hér að neðan. Eins og áður segir stendur til að skjóta eldflauginn upp upp úr klukkan sjö. Það gæti þó tafist en skotglugginn svokallaði verður opinn í þrjár klukkustundir. Eldflaugin er talin vera stærsti málmhlutur sem hefur verið þrívíddarprentaður en hún er rúmlega 33 metra há. Um 85 prósent allrar eldflaugarinnar er þrívíddarprentaður en markmið starfsmanna Relativity Space er að eldflaugar framtíðarinnar verði 95 prósent þrívíddarprentaðar. Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir hvernig eldflaugin er prentuð. Þar að neðan má svo fylgjast með tístum frá Relativity Space þar sem sagt verður frá helstu vendingum í aðdraganda tilraunaskotsins. Tweets by relativityspace
Geimurinn Tækni Bandaríkin Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira