„Minnið í íþróttaheiminum er svolítið skammsýnt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. mars 2023 09:01 Arnar Gunnlaugsson er nokkuð sáttur við leikmannahópinn þrátt fyrir fáar viðbætur. Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir jákvæða möguleika fólgna í því að liðið hafi misst fyrirliða sinn Júlíus Magnússon. Matthías Vilhjálmsson hafi þá komið sterkur inn. Júlíus yfirgaf Víking á dögunum til að semja við Frederikstad í Noregi. Hann hefur verið burðarás í liði Víkings síðustu ár og munar um minna. Adam Ægir Pálsson fór einnig frá liðinu en það hefur verið fátt um viðbætur í vetur. Arnar segist nokkuð sáttur við leikmannahóp Víkings en það megi þó bæta við hann. „Þegar allir eru heilir þá erum við með mjög flottan hóp, það er engin spurning um það. En okkur þjálfurunum finnst alltaf vanta einn eða tvo. Við þurfum alltaf að vera öruggir með að fylla upp í 18 manna hóp sem getur staðist í þessum raunum að vera í öllum keppnum,“ „Ég myndi sofa betur ef það væri einn á leiðinni en hann þarf bara að vera virkilega góður og keppa um sæti í byrjunarliðinu. Annars er enginn tilgangur með þessu,“ segir Arnar. Möguleikar felist í brottför fyrirliðans En hvar þyrftu Víkingar þá helst að styrkja sig? „Stundum finnst manni maður þurfa á varnarmanni að halda, stundum á miðjumanni. Augljóslega fyrst Júlli er farinn þurfum við að leita þar en með því að Júlli fari finnst mér það gefa okkur ákveðna aðra möguleika,“ segir Arnar en Matthías Vilhjálmsson hefur til að mynda spilað á miðjunni eftir brottför Júlíusar og Pablo Punyed í dýpri stöðu á miðjunni en í fyrra. „Það er búin að vera mikil leikmannavelta hjá Víkingi undanfarin ár og alltaf höfum við fundið svörin við því og mætt til leiks með sterkt lið. Við þurfum bara að hugsa aðeins okkar leik upp á nýtt og finna góðar leiðir til að vera samkeppnishæfir í sumar,“ segir Arnar. Menn dæmi Matthías á síðustu tveimur árum Matthías Vilhjálmsson yfirgaf FH óvænt í vetur til að semja við Víking, hann er annar aðeins tveggja leikmanna sem Víkingur hefur fengið í vetur ásamt Sveini Gísla Þorkelssyni sem kom frá ÍR. Arnar segir Matthías koma með mikið að borðinu þrátt fyrir mögur ár með slöku FH liði síðustu tvö ár. „Hann er svaka sigurvegari, menn gleyma því oft. Hann vann fjölda titla með FH og svo varð hann fjórfaldur meistari með Rosenborg í Noregi. Minnið í íþróttaheiminum er svolítið skammsýnt og það man bara árangur FH síðustu tvö ár og dæmir hann út frá því,“ „Hann er bara mjög hungraður og búinn að koma gríðarlega sterkur inn í okkar klúbb, innan vallar sem utan. Við væntum gríðarlega mikils af honum í sumar,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira
Júlíus yfirgaf Víking á dögunum til að semja við Frederikstad í Noregi. Hann hefur verið burðarás í liði Víkings síðustu ár og munar um minna. Adam Ægir Pálsson fór einnig frá liðinu en það hefur verið fátt um viðbætur í vetur. Arnar segist nokkuð sáttur við leikmannahóp Víkings en það megi þó bæta við hann. „Þegar allir eru heilir þá erum við með mjög flottan hóp, það er engin spurning um það. En okkur þjálfurunum finnst alltaf vanta einn eða tvo. Við þurfum alltaf að vera öruggir með að fylla upp í 18 manna hóp sem getur staðist í þessum raunum að vera í öllum keppnum,“ „Ég myndi sofa betur ef það væri einn á leiðinni en hann þarf bara að vera virkilega góður og keppa um sæti í byrjunarliðinu. Annars er enginn tilgangur með þessu,“ segir Arnar. Möguleikar felist í brottför fyrirliðans En hvar þyrftu Víkingar þá helst að styrkja sig? „Stundum finnst manni maður þurfa á varnarmanni að halda, stundum á miðjumanni. Augljóslega fyrst Júlli er farinn þurfum við að leita þar en með því að Júlli fari finnst mér það gefa okkur ákveðna aðra möguleika,“ segir Arnar en Matthías Vilhjálmsson hefur til að mynda spilað á miðjunni eftir brottför Júlíusar og Pablo Punyed í dýpri stöðu á miðjunni en í fyrra. „Það er búin að vera mikil leikmannavelta hjá Víkingi undanfarin ár og alltaf höfum við fundið svörin við því og mætt til leiks með sterkt lið. Við þurfum bara að hugsa aðeins okkar leik upp á nýtt og finna góðar leiðir til að vera samkeppnishæfir í sumar,“ segir Arnar. Menn dæmi Matthías á síðustu tveimur árum Matthías Vilhjálmsson yfirgaf FH óvænt í vetur til að semja við Víking, hann er annar aðeins tveggja leikmanna sem Víkingur hefur fengið í vetur ásamt Sveini Gísla Þorkelssyni sem kom frá ÍR. Arnar segir Matthías koma með mikið að borðinu þrátt fyrir mögur ár með slöku FH liði síðustu tvö ár. „Hann er svaka sigurvegari, menn gleyma því oft. Hann vann fjölda titla með FH og svo varð hann fjórfaldur meistari með Rosenborg í Noregi. Minnið í íþróttaheiminum er svolítið skammsýnt og það man bara árangur FH síðustu tvö ár og dæmir hann út frá því,“ „Hann er bara mjög hungraður og búinn að koma gríðarlega sterkur inn í okkar klúbb, innan vallar sem utan. Við væntum gríðarlega mikils af honum í sumar,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira