„Minnið í íþróttaheiminum er svolítið skammsýnt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. mars 2023 09:01 Arnar Gunnlaugsson er nokkuð sáttur við leikmannahópinn þrátt fyrir fáar viðbætur. Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir jákvæða möguleika fólgna í því að liðið hafi misst fyrirliða sinn Júlíus Magnússon. Matthías Vilhjálmsson hafi þá komið sterkur inn. Júlíus yfirgaf Víking á dögunum til að semja við Frederikstad í Noregi. Hann hefur verið burðarás í liði Víkings síðustu ár og munar um minna. Adam Ægir Pálsson fór einnig frá liðinu en það hefur verið fátt um viðbætur í vetur. Arnar segist nokkuð sáttur við leikmannahóp Víkings en það megi þó bæta við hann. „Þegar allir eru heilir þá erum við með mjög flottan hóp, það er engin spurning um það. En okkur þjálfurunum finnst alltaf vanta einn eða tvo. Við þurfum alltaf að vera öruggir með að fylla upp í 18 manna hóp sem getur staðist í þessum raunum að vera í öllum keppnum,“ „Ég myndi sofa betur ef það væri einn á leiðinni en hann þarf bara að vera virkilega góður og keppa um sæti í byrjunarliðinu. Annars er enginn tilgangur með þessu,“ segir Arnar. Möguleikar felist í brottför fyrirliðans En hvar þyrftu Víkingar þá helst að styrkja sig? „Stundum finnst manni maður þurfa á varnarmanni að halda, stundum á miðjumanni. Augljóslega fyrst Júlli er farinn þurfum við að leita þar en með því að Júlli fari finnst mér það gefa okkur ákveðna aðra möguleika,“ segir Arnar en Matthías Vilhjálmsson hefur til að mynda spilað á miðjunni eftir brottför Júlíusar og Pablo Punyed í dýpri stöðu á miðjunni en í fyrra. „Það er búin að vera mikil leikmannavelta hjá Víkingi undanfarin ár og alltaf höfum við fundið svörin við því og mætt til leiks með sterkt lið. Við þurfum bara að hugsa aðeins okkar leik upp á nýtt og finna góðar leiðir til að vera samkeppnishæfir í sumar,“ segir Arnar. Menn dæmi Matthías á síðustu tveimur árum Matthías Vilhjálmsson yfirgaf FH óvænt í vetur til að semja við Víking, hann er annar aðeins tveggja leikmanna sem Víkingur hefur fengið í vetur ásamt Sveini Gísla Þorkelssyni sem kom frá ÍR. Arnar segir Matthías koma með mikið að borðinu þrátt fyrir mögur ár með slöku FH liði síðustu tvö ár. „Hann er svaka sigurvegari, menn gleyma því oft. Hann vann fjölda titla með FH og svo varð hann fjórfaldur meistari með Rosenborg í Noregi. Minnið í íþróttaheiminum er svolítið skammsýnt og það man bara árangur FH síðustu tvö ár og dæmir hann út frá því,“ „Hann er bara mjög hungraður og búinn að koma gríðarlega sterkur inn í okkar klúbb, innan vallar sem utan. Við væntum gríðarlega mikils af honum í sumar,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Júlíus yfirgaf Víking á dögunum til að semja við Frederikstad í Noregi. Hann hefur verið burðarás í liði Víkings síðustu ár og munar um minna. Adam Ægir Pálsson fór einnig frá liðinu en það hefur verið fátt um viðbætur í vetur. Arnar segist nokkuð sáttur við leikmannahóp Víkings en það megi þó bæta við hann. „Þegar allir eru heilir þá erum við með mjög flottan hóp, það er engin spurning um það. En okkur þjálfurunum finnst alltaf vanta einn eða tvo. Við þurfum alltaf að vera öruggir með að fylla upp í 18 manna hóp sem getur staðist í þessum raunum að vera í öllum keppnum,“ „Ég myndi sofa betur ef það væri einn á leiðinni en hann þarf bara að vera virkilega góður og keppa um sæti í byrjunarliðinu. Annars er enginn tilgangur með þessu,“ segir Arnar. Möguleikar felist í brottför fyrirliðans En hvar þyrftu Víkingar þá helst að styrkja sig? „Stundum finnst manni maður þurfa á varnarmanni að halda, stundum á miðjumanni. Augljóslega fyrst Júlli er farinn þurfum við að leita þar en með því að Júlli fari finnst mér það gefa okkur ákveðna aðra möguleika,“ segir Arnar en Matthías Vilhjálmsson hefur til að mynda spilað á miðjunni eftir brottför Júlíusar og Pablo Punyed í dýpri stöðu á miðjunni en í fyrra. „Það er búin að vera mikil leikmannavelta hjá Víkingi undanfarin ár og alltaf höfum við fundið svörin við því og mætt til leiks með sterkt lið. Við þurfum bara að hugsa aðeins okkar leik upp á nýtt og finna góðar leiðir til að vera samkeppnishæfir í sumar,“ segir Arnar. Menn dæmi Matthías á síðustu tveimur árum Matthías Vilhjálmsson yfirgaf FH óvænt í vetur til að semja við Víking, hann er annar aðeins tveggja leikmanna sem Víkingur hefur fengið í vetur ásamt Sveini Gísla Þorkelssyni sem kom frá ÍR. Arnar segir Matthías koma með mikið að borðinu þrátt fyrir mögur ár með slöku FH liði síðustu tvö ár. „Hann er svaka sigurvegari, menn gleyma því oft. Hann vann fjölda titla með FH og svo varð hann fjórfaldur meistari með Rosenborg í Noregi. Minnið í íþróttaheiminum er svolítið skammsýnt og það man bara árangur FH síðustu tvö ár og dæmir hann út frá því,“ „Hann er bara mjög hungraður og búinn að koma gríðarlega sterkur inn í okkar klúbb, innan vallar sem utan. Við væntum gríðarlega mikils af honum í sumar,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira