Drykkja hefur aukist aftur eftir afnám samkomutakmarkana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2023 20:16 Áhættudrykkja er farin að aukast aftur eftir að hafa dregist saman þegar samkomutakmarkanir voru í gildi árin 2020 og 2021. Sérfræðingur hjá landlækni segir nauðsynlegt að halda í takmarkað aðgengi að áfengi til að hægt sé að draga úr drykkju á ný. Fram kemur í nýjum talnabrunni landlæknisembættisins um áfengisneyslu að áhættudrykkja sé farin að aukast aftur eftir lægð í kring um heimsfaraldur Covid. Í fyrra féll tæpur fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis, eða stunda svokallaða áhættudrykkju. Hlutfall þeirra sem stunduðu áhættudrykkju var hæst árið 2018 en féll nokkuð árin 2020 og 2021. Nú er neyslan hins vegar farin að aukast að nýju og gert ráð fyrir að 33 þúsund karlar og 25 þúsund konur á landinu hafi haft skaðlegt neyslumynstur áfengis í fyrra. „Það dregur aðeins úr á Covid tímanum, þá eru bæði samkomutakmarkanir og minna aðgengi,“ segir Rafn Magnús Jónsson, verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna hjá embætti landlæknis. „Heilt yfir höfum við verið að auka áfengisdrykkju í öllum aldurshópum undanfarin ár.“ Þá drekki fleiri reglulegar: Einn bjór eða vínglas á virkum kvöldum frekar en að drekka óhóflega um helgar. Það geti haft mjög slæm áhrif til langs tíma. „Við erum að sjá það að líkaminn er útsettur fyrir etanólinu fleiri daga vikunnar en oft áður. Það er kannski til þess valdandi að við erum að sjá aukningu í langvinnum sjúkdómum eins og áfengistengdum skorpulifurstilfellum og þá mögulega krabbameini,“ segir Rafn. Þá hafi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, mælst til þess að heildarneysla áfengis verði dregin saman um minnst tíu prósent fyrir árið 2025. En hvernig verður því markmiði náð? „Það eru ýmsar leiðir sem við getum gert betur í dag. í stað þess að auka aðgengi eigum við að halda í það fyrirkomulag sem við höfum.“ Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Fjórðungur stundar áhættudrykkju en 2.000 hafa hætt að reykja Árið 2022 féll um það bil fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju, um 27 prósent karla og 21 prósent kvenna. 7. mars 2023 06:55 Mun fleiri fá skorpulifur vegna áfengisneyslu Skorpulifur er vaxandi vandmál hér á landi en nýgengi hefur margfaldast síðast liðin ár og aukin þörf verður fyrir lifrarígræðslu á næstu árum. Áfengisneysla er helsti orsakavaldurinn að mati lifrarlæknis. 11. janúar 2023 20:01 Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. 10. janúar 2023 09:13 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Fram kemur í nýjum talnabrunni landlæknisembættisins um áfengisneyslu að áhættudrykkja sé farin að aukast aftur eftir lægð í kring um heimsfaraldur Covid. Í fyrra féll tæpur fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis, eða stunda svokallaða áhættudrykkju. Hlutfall þeirra sem stunduðu áhættudrykkju var hæst árið 2018 en féll nokkuð árin 2020 og 2021. Nú er neyslan hins vegar farin að aukast að nýju og gert ráð fyrir að 33 þúsund karlar og 25 þúsund konur á landinu hafi haft skaðlegt neyslumynstur áfengis í fyrra. „Það dregur aðeins úr á Covid tímanum, þá eru bæði samkomutakmarkanir og minna aðgengi,“ segir Rafn Magnús Jónsson, verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna hjá embætti landlæknis. „Heilt yfir höfum við verið að auka áfengisdrykkju í öllum aldurshópum undanfarin ár.“ Þá drekki fleiri reglulegar: Einn bjór eða vínglas á virkum kvöldum frekar en að drekka óhóflega um helgar. Það geti haft mjög slæm áhrif til langs tíma. „Við erum að sjá það að líkaminn er útsettur fyrir etanólinu fleiri daga vikunnar en oft áður. Það er kannski til þess valdandi að við erum að sjá aukningu í langvinnum sjúkdómum eins og áfengistengdum skorpulifurstilfellum og þá mögulega krabbameini,“ segir Rafn. Þá hafi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, mælst til þess að heildarneysla áfengis verði dregin saman um minnst tíu prósent fyrir árið 2025. En hvernig verður því markmiði náð? „Það eru ýmsar leiðir sem við getum gert betur í dag. í stað þess að auka aðgengi eigum við að halda í það fyrirkomulag sem við höfum.“
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Fjórðungur stundar áhættudrykkju en 2.000 hafa hætt að reykja Árið 2022 féll um það bil fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju, um 27 prósent karla og 21 prósent kvenna. 7. mars 2023 06:55 Mun fleiri fá skorpulifur vegna áfengisneyslu Skorpulifur er vaxandi vandmál hér á landi en nýgengi hefur margfaldast síðast liðin ár og aukin þörf verður fyrir lifrarígræðslu á næstu árum. Áfengisneysla er helsti orsakavaldurinn að mati lifrarlæknis. 11. janúar 2023 20:01 Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. 10. janúar 2023 09:13 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Fjórðungur stundar áhættudrykkju en 2.000 hafa hætt að reykja Árið 2022 féll um það bil fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju, um 27 prósent karla og 21 prósent kvenna. 7. mars 2023 06:55
Mun fleiri fá skorpulifur vegna áfengisneyslu Skorpulifur er vaxandi vandmál hér á landi en nýgengi hefur margfaldast síðast liðin ár og aukin þörf verður fyrir lifrarígræðslu á næstu árum. Áfengisneysla er helsti orsakavaldurinn að mati lifrarlæknis. 11. janúar 2023 20:01
Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. 10. janúar 2023 09:13