Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2023 20:01 Sprengingar greindust við Nord Stream leiðslurnar í september. SÆNSKA LANDHELGISGÆSLAN Yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi telja hóp manna sem tengjast Úkraínu bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin voru á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasaltshafi. Leiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingu í fyrra. Enn sem komið er er ekki ljóst hverjir gerðu árásina og af hverju. Spjótin hafa þó hvað mest beinst að Úkraínumönnum og bandamönnum þeirra. Yfirvöld í Úkraínu hafa alltaf þvertekið fyrir að hafa gert árásina en Úkraínumenn hafa lengi talað um gasleiðslurnar sem ógn gegn þjóðaröryggi Úkraínu þar sem þær myndu gera Rússum auðveldara með að selja ríkjum Evrópu jarðgas og gera heimsálfuna háða rússnesku gasi. Samkvæmt heimildum New York Times telja starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna að ótilgreindur hópur, hliðhollur Úkraínu og andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafi gert árásina. Heimildarmenn New York Times sem hafa séð gögnin sem um ræðir segja að líklegast sé um Úkraínumenn, Rússa eða hóp beggja að ræða. leyniþjónustusamfélagið ekki hafa neinar sannanir fyrir því að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, eða einhver af hans nánustu samstarfsmönnum eða undirmönnum hafi komið að árásinni. Segja hópinn hafa leigt snekkju í Póllandi Þýski miðillinn Zeit birti í dag grein um rannsókn yfirvalda í Þýskalandi á árásinni en þar segir að grunur beinist að hópi fimm manna og einnar konu. Þau eru sögð hafa leigt snekkju í Póllandi með fölsuðum vegabréfum og siglt henni frá Rostock þann 6. september. Þá munu kafarar hafa komið sprengiefni fyrir á leiðslunum en samkvæmt frétt Zeit fundu rannsakendur leifar sprengiefnis á borði í snekkjunni. Þjóðverjar munu einnig ekki hafa fundið sannanir fyrir því hver stóð að árásinni. Það er að segja hver gaf skipanirnar og fjármagnaði hana. Sömuleiðis segir í frétt Zeit að ekki sé vitað hvaðan fólkið sé. Í frétt NYT segir að enn sé mjög mikið sem ekki sé vitað um árásina. Ljóst sé að hafi Úkraínumenn gert hana myndi það líklega hafa veruleg áhrif á samband Úkraínu og Þýskalands en Þjóðverjar hafi tekið á sig töluverða aukningu á orkuverði vegna árásarinnar og innrásar Rússa í Úkraínu í nafni samstöðu. Þjóðverjar eru meðal öflugustu og mikilvægustu bakhjörlum Úkraínumanna. Nord Stream 1 var tekin í notkun árið 2011 en Nord Stream tvö hafði aldrei verið tekin í notkun, þó smíði hennar hafi lokið árið 2021. Ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi, Póllandi, Úkraínu og víðar mótmæltu gasleiðslunum harðlega á þeim grunni að hún gerði Þjóðverja og önnur ríki í Evrópu of háð Rússum. Úkraína Bandaríkin Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Svíar staðfesta að skemmdarverk voru unnin á Nord Stream leiðslunum Saksóknarinn sem fer fyrir rannsókn Svía á skemmdunum á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum í Eystrasalti hefur staðfest að um skemmdarverk sé að ræða og segir leifar sprengjuefna hafa fundist á vettvangi. 18. nóvember 2022 09:58 Rússar slíta sig frá kornsamkomulaginu vegna árásar við Krímskaga Yfirvöld í Rússlandi lýstu því yfir í gærkvöldi að ríkið myndi ekki langur taka þátt í samkomulagi sem hefur orðið til þess að rúm níu milljón tonn af korni hafa verið flutt frá Úkraínu frá því innrás Rússa hófst. Úkraínumenn saka Rússa um að reyna að beita hungri sem vopni. 30. október 2022 08:24 Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08 Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. 3. október 2022 11:01 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Enn sem komið er er ekki ljóst hverjir gerðu árásina og af hverju. Spjótin hafa þó hvað mest beinst að Úkraínumönnum og bandamönnum þeirra. Yfirvöld í Úkraínu hafa alltaf þvertekið fyrir að hafa gert árásina en Úkraínumenn hafa lengi talað um gasleiðslurnar sem ógn gegn þjóðaröryggi Úkraínu þar sem þær myndu gera Rússum auðveldara með að selja ríkjum Evrópu jarðgas og gera heimsálfuna háða rússnesku gasi. Samkvæmt heimildum New York Times telja starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna að ótilgreindur hópur, hliðhollur Úkraínu og andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafi gert árásina. Heimildarmenn New York Times sem hafa séð gögnin sem um ræðir segja að líklegast sé um Úkraínumenn, Rússa eða hóp beggja að ræða. leyniþjónustusamfélagið ekki hafa neinar sannanir fyrir því að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, eða einhver af hans nánustu samstarfsmönnum eða undirmönnum hafi komið að árásinni. Segja hópinn hafa leigt snekkju í Póllandi Þýski miðillinn Zeit birti í dag grein um rannsókn yfirvalda í Þýskalandi á árásinni en þar segir að grunur beinist að hópi fimm manna og einnar konu. Þau eru sögð hafa leigt snekkju í Póllandi með fölsuðum vegabréfum og siglt henni frá Rostock þann 6. september. Þá munu kafarar hafa komið sprengiefni fyrir á leiðslunum en samkvæmt frétt Zeit fundu rannsakendur leifar sprengiefnis á borði í snekkjunni. Þjóðverjar munu einnig ekki hafa fundið sannanir fyrir því hver stóð að árásinni. Það er að segja hver gaf skipanirnar og fjármagnaði hana. Sömuleiðis segir í frétt Zeit að ekki sé vitað hvaðan fólkið sé. Í frétt NYT segir að enn sé mjög mikið sem ekki sé vitað um árásina. Ljóst sé að hafi Úkraínumenn gert hana myndi það líklega hafa veruleg áhrif á samband Úkraínu og Þýskalands en Þjóðverjar hafi tekið á sig töluverða aukningu á orkuverði vegna árásarinnar og innrásar Rússa í Úkraínu í nafni samstöðu. Þjóðverjar eru meðal öflugustu og mikilvægustu bakhjörlum Úkraínumanna. Nord Stream 1 var tekin í notkun árið 2011 en Nord Stream tvö hafði aldrei verið tekin í notkun, þó smíði hennar hafi lokið árið 2021. Ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi, Póllandi, Úkraínu og víðar mótmæltu gasleiðslunum harðlega á þeim grunni að hún gerði Þjóðverja og önnur ríki í Evrópu of háð Rússum.
Úkraína Bandaríkin Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Svíar staðfesta að skemmdarverk voru unnin á Nord Stream leiðslunum Saksóknarinn sem fer fyrir rannsókn Svía á skemmdunum á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum í Eystrasalti hefur staðfest að um skemmdarverk sé að ræða og segir leifar sprengjuefna hafa fundist á vettvangi. 18. nóvember 2022 09:58 Rússar slíta sig frá kornsamkomulaginu vegna árásar við Krímskaga Yfirvöld í Rússlandi lýstu því yfir í gærkvöldi að ríkið myndi ekki langur taka þátt í samkomulagi sem hefur orðið til þess að rúm níu milljón tonn af korni hafa verið flutt frá Úkraínu frá því innrás Rússa hófst. Úkraínumenn saka Rússa um að reyna að beita hungri sem vopni. 30. október 2022 08:24 Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08 Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. 3. október 2022 11:01 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Svíar staðfesta að skemmdarverk voru unnin á Nord Stream leiðslunum Saksóknarinn sem fer fyrir rannsókn Svía á skemmdunum á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum í Eystrasalti hefur staðfest að um skemmdarverk sé að ræða og segir leifar sprengjuefna hafa fundist á vettvangi. 18. nóvember 2022 09:58
Rússar slíta sig frá kornsamkomulaginu vegna árásar við Krímskaga Yfirvöld í Rússlandi lýstu því yfir í gærkvöldi að ríkið myndi ekki langur taka þátt í samkomulagi sem hefur orðið til þess að rúm níu milljón tonn af korni hafa verið flutt frá Úkraínu frá því innrás Rússa hófst. Úkraínumenn saka Rússa um að reyna að beita hungri sem vopni. 30. október 2022 08:24
Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08
Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. 3. október 2022 11:01
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent