Erlent

Tveir táningar látnir eftir stungu­á­rás í Dan­mörku

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin átti sér stað í Taastrup, vestur af Kaupmannahöfn.
Árásin átti sér stað í Taastrup, vestur af Kaupmannahöfn. Getty

Tveir táningar eru látnir og sá þriðji særðist í stunguárás sem varð í Taastrup, vestur af dönsku höfuðborginni Kaupmannahöfn, í gærkvöldi.

Í frétt DR segir að hinir látnu hafi verið sautján og átján ára piltar. Sá sem særðist, sem er sautján ára, er ekki í lífshættu að sögn lögreglu.

Lögregla var með mikinn viðbúnað á staðnum og hefur nú lýst eftir vitnum til að ná skýrari mynd af því sem gerðist.

Árásin var gerð á Skjebjerg Allé skömmu fyrir klukkan 23 að staðartíma í gærkvöldi.

Talsmaður lögreglu segir að rannsókn málsins sé enn á frumstigi og að of snemmt sé að segja nokkuð til um mögulegar ástæður árásarinnar eða tengsl mannanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×